Niðurstaða Hæstaréttar er „stórsigur“

Huginn ehf. gerir út Hugin VE 55.
Huginn ehf. gerir út Hugin VE 55. Ljósmynd/Aðsend

„Þetta er stór­sig­ur, það er ekki hægt að segja annað. Ég er mjög ánægður með þetta, rétt­læt­inu var náð,“ seg­ir Páll Guðmunds­son, fram­kvæmda­stjóri út­gerðarfé­lags­ins Hug­ins ehf., í sam­tali við mbl.is.

Hug­inn ehf. og Ísfé­lag Vest­manna­eyja hf. lögðu í dag ís­lenska ríkið í skaðabóta­máli sem höfðað var vegna út­hlut­un­ar afla­heim­ilda á mak­ríl á ár­un­um 2011 til 2014.

Hæstirétt­ur Íslands sneri í dag við dóm­um Héraðsdóms Reykja­vík­ur og komst að þeirri niður­stöðu að ís­lenska ríkið bæri skaðabóta­ábyrgð á fjár­tjóni sem út­gerðarfé­lög­in urðu fyr­ir vegna ólög­mætr­ar út­hlut­un­ar afla­heim­ilda.

End­ur­skoðun­ar­fyr­ir­tækið Deloitte met­ur hagnaðarmissi fé­lag­anna um 2,6 millj­arða ís­lenskra króna og tel­ur að Hug­inn hf. hafi orðið af 365 millj­óna króna hagnaði.

Dóm­ar Hæsta­rétt­ar sem féllu í dag sner­ust ein­ung­is um viður­kenn­ingu á bóta­skyldu ís­lenska rík­is­ins. Útgerðarfé­lög­in þurfa því að höfða sér­stakt skaðabóta­mál á hend­ur rík­inu til að fá upp­hæð fjár­tjóns­ins metna nema að aðilar semji um bóta­fjár­hæð utan rétt­ar­sala.

Páll seg­ir óljóst á þess­ari stundu hvort skaðabóta­mál verði höfðað. „Þetta er allt svo ný­lega gerst og það er eitt­hvað sem þarf að skoðast eft­ir helg­ina. Það er líka spurn­ing hvernig rík­is­stjórn­in nálg­ast þetta mál þannig við skul­um leyfa ryk­inu aðeins að setj­ast,“ sagði hann.

Páll Guðmundsson, framkvæmdarstjóri Hugins ehf.
Páll Guðmunds­son, fram­kvæmd­ar­stjóri Hug­ins ehf. Ljós­mynd/​Aðsend

Í dóm­um Hæsta­rétt­ar var ein­ung­is fjallað um út­hlut­an­ir á afla­heim­ild­um á ár­un­um 2011 til 2014 og því óljóst hver staðan er hvað varðar árin 2015 til 2018. Páll á ekki von á öðru en að skaðabóta­skylda sé til staðar vegna tíma­bils­ins eft­ir árið 2014 enda hafi út­hlut­un­um verið eins háttað þá og á tíma­bil­inu 2011 til 2014.

Páll seg­ir dóm­inn hafa heil­mikla þýðingu fyr­ir fé­lagið og ekki ein­ung­is vegna þess fjár­tjóns sem Hug­inn hef­ur þegar orðið fyr­ir held­ur einnig vegna framtíðartekna. „Við höf­um misst af mikl­um tekj­um og svo hefðum við til framtíðar misst svipaðar upp­hæðir,“ seg­ir hann.

„Fjár­hæðin er eitt en svo er líka annað að fá þetta bara rétt þannig að þær afla­heim­ild­ir sem maður á rétt á séu ekki tekn­ar af manni. Það er út­gangspunkt­ur­inn í þessu. Aðal­atriðið er að það sé farið eft­ir lög­um,“ seg­ir hann að lok­um.

Kristján Þór Júlí­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, sagði óhjá­kvæmi­legt að skoða breytt fyr­ir­komu­lag varðandi stjórn­un mak­ríl­veiða í ljósi niður­stöðu Hæsta­rétt­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.3.25 571,47 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.25 363,16 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.25 377,00 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.25 236,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.25 196,91 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.25 250,05 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.25 234,55 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Langa 801 kg
Ýsa 596 kg
Keila 224 kg
Steinbítur 65 kg
Þorskur 60 kg
Karfi 10 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 1.761 kg
26.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 3.129 kg
Ýsa 103 kg
Steinbítur 27 kg
Samtals 3.259 kg
26.3.25 Guðmundur Þór NS 121 Handfæri
Þorskur 1.090 kg
Samtals 1.090 kg
26.3.25 Björgúlfur EA 312 Botnvarpa
Karfi 34.213 kg
Þorskur 8.569 kg
Langa 878 kg
Samtals 43.660 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.3.25 571,47 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.25 363,16 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.25 377,00 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.25 236,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.25 196,91 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.25 250,05 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.25 234,55 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Langa 801 kg
Ýsa 596 kg
Keila 224 kg
Steinbítur 65 kg
Þorskur 60 kg
Karfi 10 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 1.761 kg
26.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 3.129 kg
Ýsa 103 kg
Steinbítur 27 kg
Samtals 3.259 kg
26.3.25 Guðmundur Þór NS 121 Handfæri
Þorskur 1.090 kg
Samtals 1.090 kg
26.3.25 Björgúlfur EA 312 Botnvarpa
Karfi 34.213 kg
Þorskur 8.569 kg
Langa 878 kg
Samtals 43.660 kg

Skoða allar landanir »