Ljóst að endurskoða þurfi lög um makrílveiðar

Kristján Þór Júliússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Íslands.
Kristján Þór Júliússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Íslands. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kristján Þór Júlí­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra seg­ir að ráðast þurfi í end­ur­skoðun á veiðistjórn­un mak­ríl­veiða í kjöl­far þess að skaðabóta­skylda ís­lenska rík­is­ins gagn­vart tveim­ur út­gerðarfé­lög­um var viður­kennd af Hæsta­rétti Íslands í dag.

„Ég skil niður­stöðu Hæsta­rétt­ar á þann veg að það fyr­ir­komu­lag sem var haft við veiðistjórn mak­ríls árin 2011 til 2014 stand­ist ekki lög og úr þeirri stöðu þurf­um við að ráða,“ seg­ir Kristján Þór í sam­tali við mbl.is.

Hæstirétt­ur Íslands komst að þeirri niður­stöðu í tveim­ur dóm­um sín­um í dag að ís­lenska ríkið væri skaðabóta­skylt gagn­vart út­gerðarfé­lög­un­um Hug­inn ehf. og Ísfé­lagi Vest­manna­eyja hf. Hæstirétt­ur sneri þar með við niður­stöðum Héraðsdóms Reykja­vík­ur sem hafði sýknað ís­lenska ríkið.

Útgerðarfé­lög­in kröfðust viður­kenn­ing­ar á skaðabóta­skyldu ís­lenska rík­is­ins vegna fjár­tjóns sem fé­lög­in töldu sig hafa orðið fyr­ir með því að fiski­skip­um þeirra hefði á grund­velli reglu­gerða verið út­hlutað minni afla­heim­ild­um á mak­ríl árin 2011 til 2014 en skylt hefði verið sam­kvæmt lög­um. Ráðgjaf­ar- og end­ur­skoðun­ar­fyr­ir­tækið Deloitte tel­ur hagnaðarmissi fé­lag­anna nema rúm­um 2,6 millj­örðum króna.

Of snemmt til að segja um áhrif dóm­anna

Kristján Þór tel­ur að það sé of snemmt að segja til um hvaða þýðingu og áhrif þessi niðurstaða Hæsta­rétt­ar hef­ur á sjáv­ar­út­veg­inn á Íslandi.

„Það er í raun allt of snemmt að spá fyr­ir um það. Ég geri ráð fyr­ir því að við mun­um ganga til þess verks að fara yfir for­send­ur dóms­ins. Ég mun kynna rík­is­stjórn niður­stöðuna í fyrra­málið og við höf­um sett niður fund með rík­is­lög­manni eft­ir helgi,“ seg­ir Kristján Þór og bæt­ir við:

„Jafn­hliða því þurf­um við á mínu mála­efna­sviði að fara í end­ur­skoðun á veiðistjórn­inni á mak­ríl. Það er al­veg aug­ljóst mál.“

Þá seg­ir Kristján Þór að það verk­efni að end­ur­skoða lög um út­hlut­un veiðiheim­ilda mak­ríls sé flókið mál og ekki sé hægt að spá fyr­ir um hvað það gæti tekið lang­an tíma.

Skaðabóta­mál mögu­lega í aðsigi

Í dóm­um Hæsta­rétt­ar kem­ur fram að út­gerðarfé­lög­in hafi fengið end­ur­skoðun­ar­fyr­ir­tækið Deloitte til að meta hver hagnaðarmiss­ir þeirra hafi verið vegna ólög­mætr­ar út­hlut­un­ar veiðiheim­ilda. Í til­viki Ísfé­lags Vest­manna­eyja var hagnaðarmiss­ir­inn met­inn um 2,3 millj­arðar króna og fé­lagið Hug­inn var talið hafa orðið af 365 millj­ón­um króna hagnaði.

Kristján Þór seg­ir ekki hægt að segja til á þess­um tíma­punkti hvert fram­haldið verður, þ.e. hvort ís­lenska ríkið setj­ist að samn­inga­borðinu með út­gerðarfé­lög­un­um eða hvort þau þurfi að höfða skaðabóta­mál á hend­ur rík­inu.

„Ég get engu svarað um það. Sam­kvæmt lög­um um rík­is­lög­mann þá fer það embætti með upp­gjör á bóta­kröf­um sem bein­ast að rík­is­sjóði og ég verð að vísa þessu þangað til um­fjöll­un­ar. Það er lög­skylt verk­efni rík­is­lög­manns að fara með alla þessa þætti og ég sem sjáv­ar­út­vegs­ráðherra hef í raun ekk­ert um það að segja,“ sagði hann jafn­framt.

Dóm­arn­ir sem féllu í dag og meint­ur hagnaðarmiss­ir út­gerðarfé­lag­anna náðu aðeins til ár­anna 2011 til 2014 og því enn óvíst hver staðan er varðandi 2015 til 2018 en Kristján Þór seg­ir það þurfi einnig að skoða.

„Það er eitt­hvað sem við þurf­um að leggj­ast yfir og meta í fram­hald­inu af þessu, hvort það sé með sama hætti ólög­mætt. Það er eitt af þeim verk­efn­um sem framund­an er,“ bætti hann við.

Hef­ur áhrif á fleiri út­gerðarfé­lög

Þá er óvíst hvaða af­leiðing­ar dóm­ar Hæsta­rétt­ar í dag hafa á aðrar út­gerðir og önn­ur mál sem hafa verið höfðuð vegna sömu sjón­ar­miða. Heim­ild­ir mbl.is herma að tvö önn­ur út­gerðarfé­lög hafi höfðað mál af sömu ástæðum og Hug­inn og Ísfé­lag Vest­manna­eyja og að meðferð þeirra sé yf­ir­stand­andi á lægri dóms­stig­um.

„Það er hluti af þeirri skoðun sem við mun­um fara í varðandi þessa niður­stöðu Hæsta­rétt­ar. Hún kall­ar á að við för­um yfir þetta allt sam­an frá grunni og tök­um mið af þeirri niður­stöðu sem rétt­ur­inn kemst að,“ seg­ir Kristján Þór að lok­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.3.25 536,76 kr/kg
Þorskur, slægður 30.3.25 621,48 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.3.25 341,11 kr/kg
Ýsa, slægð 30.3.25 265,50 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.3.25 170,00 kr/kg
Ufsi, slægður 30.3.25 234,10 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 30.3.25 254,95 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.3.25 Huld SH 76 Handfæri
Þorskur 1.026 kg
Samtals 1.026 kg
29.3.25 Stakkhamar SH 220 Lína
Ýsa 3.277 kg
Langa 1.098 kg
Keila 252 kg
Karfi 214 kg
Ufsi 155 kg
Þorskur 16 kg
Steinbítur 15 kg
Hlýri 10 kg
Samtals 5.037 kg
29.3.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 4.957 kg
Ýsa 2.035 kg
Langa 362 kg
Steinbítur 24 kg
Keila 24 kg
Ufsi 15 kg
Karfi 8 kg
Samtals 7.425 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.3.25 536,76 kr/kg
Þorskur, slægður 30.3.25 621,48 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.3.25 341,11 kr/kg
Ýsa, slægð 30.3.25 265,50 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.3.25 170,00 kr/kg
Ufsi, slægður 30.3.25 234,10 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 30.3.25 254,95 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.3.25 Huld SH 76 Handfæri
Þorskur 1.026 kg
Samtals 1.026 kg
29.3.25 Stakkhamar SH 220 Lína
Ýsa 3.277 kg
Langa 1.098 kg
Keila 252 kg
Karfi 214 kg
Ufsi 155 kg
Þorskur 16 kg
Steinbítur 15 kg
Hlýri 10 kg
Samtals 5.037 kg
29.3.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 4.957 kg
Ýsa 2.035 kg
Langa 362 kg
Steinbítur 24 kg
Keila 24 kg
Ufsi 15 kg
Karfi 8 kg
Samtals 7.425 kg

Skoða allar landanir »