Ljóst að endurskoða þurfi lög um makrílveiðar

Kristján Þór Júliússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Íslands.
Kristján Þór Júliússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Íslands. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að ráðast þurfi í endurskoðun á veiðistjórnun makrílveiða í kjölfar þess að skaðabótaskylda íslenska ríkisins gagnvart tveimur útgerðarfélögum var viðurkennd af Hæstarétti Íslands í dag.

„Ég skil niðurstöðu Hæstaréttar á þann veg að það fyrirkomulag sem var haft við veiðistjórn makríls árin 2011 til 2014 standist ekki lög og úr þeirri stöðu þurfum við að ráða,“ segir Kristján Þór í samtali við mbl.is.

Hæstiréttur Íslands komst að þeirri niðurstöðu í tveimur dómum sínum í dag að íslenska ríkið væri skaðabótaskylt gagnvart útgerðarfélögunum Huginn ehf. og Ísfélagi Vestmannaeyja hf. Hæstiréttur sneri þar með við niðurstöðum Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafði sýknað íslenska ríkið.

Útgerðarfé­lög­in kröfðust viður­kenn­ing­ar á skaðabóta­skyldu ís­lenska rík­is­ins vegna fjár­tjóns sem fé­lög­in töldu sig hafa orðið fyr­ir með því að fiski­skip­um þeirra hefði á grund­velli reglu­gerða verið út­hlutað minni afla­heim­ild­um á mak­ríl árin 2011 til 2014 en skylt hefði verið sam­kvæmt lög­um. Ráðgjaf­ar- og end­ur­skoðun­ar­fyr­ir­tækið Deloitte tel­ur hagnaðarmissi fé­lag­anna nema rúm­um 2,6 millj­örðum króna.

Of snemmt til að segja um áhrif dómanna

Kristján Þór telur að það sé of snemmt að segja til um hvaða þýðingu og áhrif þessi niðurstaða Hæstaréttar hefur á sjávarútveginn á Íslandi.

„Það er í raun allt of snemmt að spá fyrir um það. Ég geri ráð fyrir því að við munum ganga til þess verks að fara yfir forsendur dómsins. Ég mun kynna ríkisstjórn niðurstöðuna í fyrramálið og við höfum sett niður fund með ríkislögmanni eftir helgi,“ segir Kristján Þór og bætir við:

„Jafnhliða því þurfum við á mínu málaefnasviði að fara í endurskoðun á veiðistjórninni á makríl. Það er alveg augljóst mál.“

Þá segir Kristján Þór að það verkefni að endurskoða lög um úthlutun veiðiheimilda makríls sé flókið mál og ekki sé hægt að spá fyrir um hvað það gæti tekið langan tíma.

Skaðabótamál mögulega í aðsigi

Í dómum Hæstaréttar kemur fram að útgerðarfélögin hafi fengið endurskoðunarfyrirtækið Deloitte til að meta hver hagnaðarmissir þeirra hafi verið vegna ólögmætrar úthlutunar veiðiheimilda. Í tilviki Ísfélags Vestmannaeyja var hagnaðarmissirinn metinn um 2,3 milljarðar króna og félagið Huginn var talið hafa orðið af 365 milljónum króna hagnaði.

Kristján Þór segir ekki hægt að segja til á þessum tímapunkti hvert framhaldið verður, þ.e. hvort íslenska ríkið setjist að samningaborðinu með útgerðarfélögunum eða hvort þau þurfi að höfða skaðabótamál á hendur ríkinu.

„Ég get engu svarað um það. Samkvæmt lögum um ríkislögmann þá fer það embætti með uppgjör á bótakröfum sem beinast að ríkissjóði og ég verð að vísa þessu þangað til umfjöllunar. Það er lögskylt verkefni ríkislögmanns að fara með alla þessa þætti og ég sem sjávarútvegsráðherra hef í raun ekkert um það að segja,“ sagði hann jafnframt.

Dómarnir sem féllu í dag og meintur hagnaðarmissir útgerðarfélaganna náðu aðeins til áranna 2011 til 2014 og því enn óvíst hver staðan er varðandi 2015 til 2018 en Kristján Þór segir það þurfi einnig að skoða.

„Það er eitthvað sem við þurfum að leggjast yfir og meta í framhaldinu af þessu, hvort það sé með sama hætti ólögmætt. Það er eitt af þeim verkefnum sem framundan er,“ bætti hann við.

Hefur áhrif á fleiri útgerðarfélög

Þá er óvíst hvaða afleiðingar dómar Hæstaréttar í dag hafa á aðrar útgerðir og önnur mál sem hafa verið höfðuð vegna sömu sjónarmiða. Heimildir mbl.is herma að tvö önnur útgerðarfélög hafi höfðað mál af sömu ástæðum og Huginn og Ísfélag Vestmannaeyja og að meðferð þeirra sé yfirstandandi á lægri dómsstigum.

„Það er hluti af þeirri skoðun sem við munum fara í varðandi þessa niðurstöðu Hæstaréttar. Hún kallar á að við förum yfir þetta allt saman frá grunni og tökum mið af þeirri niðurstöðu sem rétturinn kemst að,“ segir Kristján Þór að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg
22.12.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Skarkoli 773 kg
Þorskur 257 kg
Ýsa 26 kg
Steinbítur 10 kg
Þykkvalúra 8 kg
Karfi 7 kg
Sandkoli 6 kg
Hlýri 5 kg
Samtals 1.092 kg
22.12.24 Kristján HF 100 Lína
Keila 44 kg
Þorskur 23 kg
Karfi 12 kg
Ýsa 7 kg
Samtals 86 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg
22.12.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Skarkoli 773 kg
Þorskur 257 kg
Ýsa 26 kg
Steinbítur 10 kg
Þykkvalúra 8 kg
Karfi 7 kg
Sandkoli 6 kg
Hlýri 5 kg
Samtals 1.092 kg
22.12.24 Kristján HF 100 Lína
Keila 44 kg
Þorskur 23 kg
Karfi 12 kg
Ýsa 7 kg
Samtals 86 kg

Skoða allar landanir »