Ráðuneyti Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mun fara yfir forsendur dóma Hæstaréttar um viðurkenningu á bótaskyldu ríkisins sem féllu fyrr í dag. Óhjákvæmilegt er að jafnhliða verði tekið til athugunar breytt skipulag stjórnar makrílveiða.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. Þar segir:
„Hæstiréttur Íslands kvað í dag upp tvo dóma í málum Hugins ehf. og Ísfélags Vestmannaeyja hf. gegn íslenska ríkinu. Í dómunum kemst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið sé skaðabótaskylt vegna stjórnunar veiða á makrílstofninum á árunum 2011-2014. Hæstiréttur sneri þar með við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafði sýknað íslenska ríkið.
Með dómunum var viðurkennt að skylt hafi verið árið 2011 að úthluta aflamarki til veiðanna og að veiðireynsla hafi talist samfelld á þeim tíma. Með þessu var álitið að fyrirkomulag veiðileyfa samkvæmt árlegum reglugerðum sjávarútvegsráðherra frá 2010-2013 um stjórn veiðanna, sem fólu í sér úthlutun til fleiri aðila en þeirra einna sem verið höfðu að veiðunum 2007-2010, hafi ekki samrýmst lögum. Þess í stað var á sínum tíma ráðstafað jafnhliða á aðra flokka skipa til að auka fjölbreytni við veiðarnar.“
Ráðuneytið muni nú fara yfir forsendur dómsins með ríkislögmanni og í kjölfarið ákvarða næstu skref. Þá sé óhjákvæmilegt að jafnhliða verði tekið til athugunar breytt skipulag stjórnar makrílveiða.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.1.25 | 587,63 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.1.25 | 698,96 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.1.25 | 469,41 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.1.25 | 380,87 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.1.25 | 275,33 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.1.25 | 323,86 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.1.25 | 254,99 kr/kg |
22.1.25 Straumnes ÍS 240 Handfæri | |
---|---|
Þorskur | 406 kg |
Samtals | 406 kg |
22.1.25 Eyrarröst ÍS 201 Landbeitt lína | |
---|---|
Ýsa | 3.369 kg |
Þorskur | 874 kg |
Steinbítur | 364 kg |
Langa | 11 kg |
Samtals | 4.618 kg |
22.1.25 Benni ST 5 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 7.501 kg |
Steinbítur | 199 kg |
Ýsa | 121 kg |
Samtals | 7.821 kg |
22.1.25 Vigur SF 80 Lína | |
---|---|
Þorskur | 992 kg |
Ýsa | 25 kg |
Langa | 16 kg |
Steinbítur | 12 kg |
Keila | 9 kg |
Samtals | 1.054 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.1.25 | 587,63 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.1.25 | 698,96 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.1.25 | 469,41 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.1.25 | 380,87 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.1.25 | 275,33 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.1.25 | 323,86 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.1.25 | 254,99 kr/kg |
22.1.25 Straumnes ÍS 240 Handfæri | |
---|---|
Þorskur | 406 kg |
Samtals | 406 kg |
22.1.25 Eyrarröst ÍS 201 Landbeitt lína | |
---|---|
Ýsa | 3.369 kg |
Þorskur | 874 kg |
Steinbítur | 364 kg |
Langa | 11 kg |
Samtals | 4.618 kg |
22.1.25 Benni ST 5 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 7.501 kg |
Steinbítur | 199 kg |
Ýsa | 121 kg |
Samtals | 7.821 kg |
22.1.25 Vigur SF 80 Lína | |
---|---|
Þorskur | 992 kg |
Ýsa | 25 kg |
Langa | 16 kg |
Steinbítur | 12 kg |
Keila | 9 kg |
Samtals | 1.054 kg |