Útgerðirnar lögðu íslenska ríkið

Hæstiréttur Íslands viðurkenndi skaðabótaskyldu íslenska ríkisins gagnvart Hugin og Ísfélagi …
Hæstiréttur Íslands viðurkenndi skaðabótaskyldu íslenska ríkisins gagnvart Hugin og Ísfélagi Vestmannaeyja. mbl.is/Golli

Hæstiréttur Íslands hefur dæmt íslenska ríkið skaðabótaskylt gagnvart útgerðunum Hugin og Ísfélagi Vestmannaeyja. Snýr Hæstiréttur þar með við sýknudómum Héraðsdóms Reykjavíkur. Ráðgjafar- og endurskoðunarfyrirtækið Deloitte telur hagnaðarmissi félaganna nema rúmum 2,6 milljörðum króna.

Útgerðarfélögin kröfðust viðurkenningar á skaðabótaskyldu íslenska ríkisins vegna fjártjóns sem félögin töldu sig hafa orðið fyrir með því að fiskiskipum þeirra hefði á grundvelli reglugerða verið úthlutað minni aflaheimildum á makríl árin 2011 til 2014 en skylt hefði verið samkvæmt lögum.

Í tveimur aðskildum dómum Hæstaréttar, sem féllu í dag, kemur fram að þegar ráðherra setti sérstakar reglur um stjórn veiða íslenskra skipa, á grundvelli 5. mgr. 4. gr. laga nr. 151/1996 um fiskveiðar utan lögsögu Íslands, hafi gilt almenn ákvæði laganna um úthlutun aflaheimilda eftir því sem við gæti átt nema á annan veg væri mælt í lögum, en svo hefði ekki verið.

Var því talið að með umþrættum reglugerðum hefði verið tekin ákvörðun um að takmarka heildarafla úr makrílstofninum án þess að ákvarða aflahlutdeild fiskiskipanna miðað við veiðireynslu þeirra í makríl. Því voru viðurkenningarkröfur útgerðarfélaganna teknar til greina.

Hæstiréttur dæmdi útgerðarfélögunum engar bætur.
Hæstiréttur dæmdi útgerðarfélögunum engar bætur. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Engar bætur dæmdar

Í dómunum kemur fram að útgerðarfélögin hafi farið þess á leit við Deloitte að það reiknaði út fjártjón vegna þess að aflaheimildir félaganna hefðu verið skertar með reglugerð.

Hagnaðarmissir Ísfélags Vestmannaeyja var talinn nema um 2,3 milljörðum króna vegna skerðingar aflaheimildanna samkvæmt niðurstöðu Deloitte. Í tilviki útgerðarfélagsins Hugins var hagnaðarmissirinn talinn vera um 365 milljónir króna.

Hæstiréttur dæmdi útgerðarfélögunum engar bætur enda voru málin einungis höfðuð sem viðurkenningarmál. Búast má því við að skaðabótamál verði höfðuð í kjölfar dómsins.

Í dómsorði er það „viðurkennt að stefndi, íslenska ríkið, ber skaðabótaábyrgð á því fjártjóni sem áfrýjandi [Huginn ehf. og Ísfélag Vestmannaeyja hf.] kann að hafa beðið [...] með ákvörðunum Fiskistofu, sem teknar voru á grundvelli reglugerða, úthlutað minni aflaheimildum en skylt var samkvæmt lögum nr. 151/1996 um fiskveiðar utan lögsögu Íslands.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 12.11.24 570,75 kr/kg
Þorskur, slægður 12.11.24 581,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 12.11.24 361,40 kr/kg
Ýsa, slægð 12.11.24 375,16 kr/kg
Ufsi, óslægður 12.11.24 304,09 kr/kg
Ufsi, slægður 12.11.24 317,50 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 12.11.24 352,61 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.11.24 277,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

13.11.24 Björg EA 7 Botnvarpa
Karfi 30.034 kg
Samtals 30.034 kg
12.11.24 Aðalsteinn Jónsson SU 11 Flotvarpa
Kolmunni 2.072.335 kg
Samtals 2.072.335 kg
12.11.24 Kristján HF 100 Lína
Ýsa 180 kg
Þorskur 147 kg
Keila 146 kg
Steinbítur 16 kg
Samtals 489 kg
12.11.24 Haförn ÞH 26 Dragnót
Þorskur 802 kg
Ýsa 537 kg
Skarkoli 260 kg
Sandkoli 45 kg
Samtals 1.644 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 12.11.24 570,75 kr/kg
Þorskur, slægður 12.11.24 581,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 12.11.24 361,40 kr/kg
Ýsa, slægð 12.11.24 375,16 kr/kg
Ufsi, óslægður 12.11.24 304,09 kr/kg
Ufsi, slægður 12.11.24 317,50 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 12.11.24 352,61 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.11.24 277,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

13.11.24 Björg EA 7 Botnvarpa
Karfi 30.034 kg
Samtals 30.034 kg
12.11.24 Aðalsteinn Jónsson SU 11 Flotvarpa
Kolmunni 2.072.335 kg
Samtals 2.072.335 kg
12.11.24 Kristján HF 100 Lína
Ýsa 180 kg
Þorskur 147 kg
Keila 146 kg
Steinbítur 16 kg
Samtals 489 kg
12.11.24 Haförn ÞH 26 Dragnót
Þorskur 802 kg
Ýsa 537 kg
Skarkoli 260 kg
Sandkoli 45 kg
Samtals 1.644 kg

Skoða allar landanir »

Loka