Útgerðirnar lögðu íslenska ríkið

Hæstiréttur Íslands viðurkenndi skaðabótaskyldu íslenska ríkisins gagnvart Hugin og Ísfélagi …
Hæstiréttur Íslands viðurkenndi skaðabótaskyldu íslenska ríkisins gagnvart Hugin og Ísfélagi Vestmannaeyja. mbl.is/Golli

Hæstirétt­ur Íslands hef­ur dæmt ís­lenska ríkið skaðabóta­skylt gagn­vart út­gerðunum Hug­in og Ísfé­lagi Vest­manna­eyja. Snýr Hæstirétt­ur þar með við sýknu­dóm­um Héraðsdóms Reykja­vík­ur. Ráðgjaf­ar- og end­ur­skoðun­ar­fyr­ir­tækið Deloitte tel­ur hagnaðarmissi fé­lag­anna nema rúm­um 2,6 millj­örðum króna.

Útgerðarfé­lög­in kröfðust viður­kenn­ing­ar á skaðabóta­skyldu ís­lenska rík­is­ins vegna fjár­tjóns sem fé­lög­in töldu sig hafa orðið fyr­ir með því að fiski­skip­um þeirra hefði á grund­velli reglu­gerða verið út­hlutað minni afla­heim­ild­um á mak­ríl árin 2011 til 2014 en skylt hefði verið sam­kvæmt lög­um.

Í tveim­ur aðskild­um dóm­um Hæsta­rétt­ar, sem féllu í dag, kem­ur fram að þegar ráðherra setti sér­stak­ar regl­ur um stjórn veiða ís­lenskra skipa, á grund­velli 5. mgr. 4. gr. laga nr. 151/​1996 um fisk­veiðar utan lög­sögu Íslands, hafi gilt al­menn ákvæði lag­anna um út­hlut­un afla­heim­ilda eft­ir því sem við gæti átt nema á ann­an veg væri mælt í lög­um, en svo hefði ekki verið.

Var því talið að með umþrætt­um reglu­gerðum hefði verið tek­in ákvörðun um að tak­marka heild­arafla úr mak­ríl­stofn­in­um án þess að ákv­arða afla­hlut­deild fiski­skip­anna miðað við veiðireynslu þeirra í mak­ríl. Því voru viður­kenn­ing­ar­kröf­ur út­gerðarfé­lag­anna tekn­ar til greina.

Hæstiréttur dæmdi útgerðarfélögunum engar bætur.
Hæstirétt­ur dæmdi út­gerðarfé­lög­un­um eng­ar bæt­ur. mbl.is/Ó​feig­ur Lýðsson

Eng­ar bæt­ur dæmd­ar

Í dóm­un­um kem­ur fram að út­gerðarfé­lög­in hafi farið þess á leit við Deloitte að það reiknaði út fjár­tjón vegna þess að afla­heim­ild­ir fé­lag­anna hefðu verið skert­ar með reglu­gerð.

Hagnaðarmiss­ir Ísfé­lags Vest­manna­eyja var tal­inn nema um 2,3 millj­örðum króna vegna skerðing­ar afla­heim­ild­anna sam­kvæmt niður­stöðu Deloitte. Í til­viki út­gerðarfé­lags­ins Hug­ins var hagnaðarmiss­ir­inn tal­inn vera um 365 millj­ón­ir króna.

Hæstirétt­ur dæmdi út­gerðarfé­lög­un­um eng­ar bæt­ur enda voru mál­in ein­ung­is höfðuð sem viður­kenn­ing­ar­mál. Bú­ast má því við að skaðabóta­mál verði höfðuð í kjöl­far dóms­ins.

Í dómsorði er það „viður­kennt að stefndi, ís­lenska ríkið, ber skaðabóta­ábyrgð á því fjár­tjóni sem áfrýj­andi [Hug­inn ehf. og Ísfé­lag Vest­manna­eyja hf.] kann að hafa beðið [...] með ákvörðunum Fiski­stofu, sem tekn­ar voru á grund­velli reglu­gerða, út­hlutað minni afla­heim­ild­um en skylt var sam­kvæmt lög­um nr. 151/​1996 um fisk­veiðar utan lög­sögu Íslands.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.3.25 571,29 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.25 363,16 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.25 383,19 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.25 236,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.25 196,89 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.25 250,05 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.25 234,63 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.3.25 Þorgrímur SK 27 Grásleppunet
Grásleppa 1.426 kg
Þorskur 363 kg
Samtals 1.789 kg
26.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Langa 801 kg
Ýsa 596 kg
Keila 224 kg
Steinbítur 65 kg
Þorskur 60 kg
Karfi 10 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 1.761 kg
26.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 3.129 kg
Ýsa 103 kg
Steinbítur 27 kg
Samtals 3.259 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.3.25 571,29 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.25 363,16 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.25 383,19 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.25 236,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.25 196,89 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.25 250,05 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.25 234,63 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.3.25 Þorgrímur SK 27 Grásleppunet
Grásleppa 1.426 kg
Þorskur 363 kg
Samtals 1.789 kg
26.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Langa 801 kg
Ýsa 596 kg
Keila 224 kg
Steinbítur 65 kg
Þorskur 60 kg
Karfi 10 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 1.761 kg
26.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 3.129 kg
Ýsa 103 kg
Steinbítur 27 kg
Samtals 3.259 kg

Skoða allar landanir »