Líklega milljarðatjón fyrir þjóðina

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, í ræðustól Alþingis.
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, í ræðustól Alþingis. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Íslenska þjóðin sit­ur lík­lega uppi með millj­arðatjón og til­finn­ing þjóðar­inn­ar get­ur verið að eign­ar­hald á sjáv­ar­auðlind­inni sé óljós­ara en áður.“ Þetta sagði Logi Ein­ars­son, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og þingmaður, í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag.

Beindi hann fyr­ir­spurn sinni að Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra og benti á að Hæstirétt­ur hefði í síðustu viku dæmt ríkið skaðabóta­skylt, þar sem ekki hefði verið heim­ilt að bregða út frá lög­um um veiðireynslu við út­hlut­un mak­ríl­kvóta með reglu­gerð.

„Kannski kem­ur dóm­ur­inn ekk­ert sér­stak­lega á óvart, og auðvitað ber að virða hann. Hann end­ur­spegl­ar þó að við erum enn, nokkr­um ára­tug­um eft­ir að fisk­veiðistjórn­un­ar­kerfið var sett á í nú­ver­andi mynd, í deil­um um það og sér í lagi um það sem lýt­ur að út­hlut­un tak­markaðra gæða.“

Logi sagði ljóst af dómn­um að ekki væri hægt að aðgreina umræðu um veiðigjöld frá umræðu um út­hlut­un­araðferð og grund­vall­ar­spurn­ing­una um það hver rétt­lát­ur hlut­ur þjóðar­inn­ar sé í fisk­veiðiauðlind­inni.

„Það er ljóst að mat Deloitte fyr­ir stefn­anda, á tjóni sem af reglu­gerðinni hlaust, er mjög hátt, og enn eru ekki öll kurl kom­in til graf­ar. Ef ég skil rétt er þetta sami aðili sem vann for­send­ur sem lágu til grund­vall­ar lægra veiðigjaldi. Því spyr ég for­sæt­is­ráðherra, hvort hún hafi velt fyr­ir sér hvort það sé sam­ræmi þarna á milli?“

Sýnd veiði en ekki gef­in

Einnig spurði hann ráðherra hvort hún teldi ekki eðli­legt að fram­lengja nú­gild­andi lög, eins og gert var í vor, og freista þess að ná breiðari sátt um málið. Með þeim hætti væri hægt að skoða út­hlut­un­ar­regl­ur og veiðigjöld í sam­hengi, og tryggt ákvæði um tíma­bundna samn­inga, sem flest­ir væru sam­mála um.

„Þá væri auðvitað nauðsyn­legt að ná sam­stöðu um ásætt­an­legt auðlind­ar­á­kvæði í stjórn­ar­skrá, en eins og hæst­virt­ur ráðherra veit, er það sýnd veiði en ekki gef­in.“

Að lok­um spurði hann Katrínu hvernig hún sæi fyr­ir sér að fjár­magna kostnað vegna dóms­ins.

Katrín sagði frumvarpið snúast um að tryggja almenningi sanngjarnan hlut …
Katrín sagði frum­varpið snú­ast um að tryggja al­menn­ingi sann­gjarn­an hlut í auðlindar­ent­unni. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Snýst ekki um álagn­ingu veiðigjalda

Katrín sagði það ljóst að Hæstirétt­ur hefði talað, og að hann ætti síðasta orðið í þessu máli. Dóm­ur­inn hafi þó snú­ist um út­hlut­un afla­heim­ilda og þar með fisk­veiðistjórn­un­ar­kerfið.

„Hann snýst ekki um álagn­ingu veiðigjalda. Við get­um verið ósam­mála eða sam­mála um hvort það hafi verið rétt á sín­um tíma árið 2012, að aðskilja fisk­veiðistjórn­un­ar­kerfið og lög um það, og lög um veiðigjöld, en það var sú ákvörðun sem Vinstri hreyf­ing­in – grænt fram­boð og Sam­fylk­ing­in tóku á þeim tíma í rík­is­stjórn, og ég tel að það hafi verið rétt ákvörðun að aðskilja þetta á þeim tíma.“

Katrín sagðist ekki telja að um­rædd­ur dóm­ur hefði nein áhrif á hvernig frum­varp til nýrra laga um veiðigjöld yrði af­greitt. Hún sagði frum­varpið vel und­ir­búið og að það sner­ist um að tryggja al­menn­ingi sann­gjarn­an hlut í auðlindar­ent­unni.

Fyr­ir liggi að bregðast þurfi við dóm­in­um með breyt­ing­um á lög­um. Fara þurfi yfir lagaum­hverfið. Þá sagði Katrín að ekki liggi fyr­ir hvert fjár­tjónið verði fyr­ir ríkið. Kallaðir hafi verið til sér­fræðing­ar til að meta hvert það kunni að vera.

Útgerðinni gefið árið 2015

Logi sneri aft­ur í ræðustól og spurði á ný hvernig fjár­magna ætti þann kostnað sem dóm­ur­inn hefði í för með sér.

„Og ég er með hug­mynd að því, hæst­virt­ur for­sæt­is­ráðherra. Vegna þess að nú erum við með þess­um veiðigjöld­um – þá erum við að gefa út­gerðinni árið 2015, sem er hvorki meira né minna en besta árið í sögu út­gerðar­inn­ar,“ sagði Logi.

„Nú þegar gengið er farið að síga, og ým­is­legt hag­stætt í rekstr­ar­um­hverfi út­gerðar­inn­ar, þá legg ég til ein­mitt, að við fram­lengj­um í eitt ár, tök­um inn það sem við eig­um rétt­mætt fyr­ir árið 2015, sem er eins og ég sagði áðan besta árið í sögu út­gerðar­inn­ar, og not­um það að hluta til, til að borga þetta tjón sem hef­ur orðið.“

Ekki rétt að blanda umræðunum sam­an

Katrín sagði al­mik­il­væg­ast í þessu máli að fram kæmi að ekk­ert í dómn­um gæfi ástæðu til að ef­ast um það skýra ákvæði laga, um að auðlind­in sé sam­eign þjóðar­inn­ar.

„Það er ekk­ert í dómn­um sem gef­ur til­efni til þess að segja, að það hafi vaknað vafi um það. Hins veg­ar ætla ég að taka und­ir með hátt­virt­um þing­manni, hvað kom fram í hans fyrri fyr­ir­spurn – það er hins veg­ar mjög mik­il­vægt að við náum sam­an um auðlind­ar­á­kvæði í stjórn­ar­skrá til að und­ir­byggja þessi laga­ákvæði með enn skýr­ari hætti. En ég tel ekki að þessi dóm­ur grafi und­an því,“ sagði Katrín.

„Þessi dóm­ur fell­ur kannski fyrst og fremst, eft­ir því sem mér hef­ur verið greint frá, á lög­um um veiðar utan lög­sög­unn­ar, sem eru sett á sín­um tíma þegar þáver­andi hæst­virt­ur sjáv­ar­út­vegs­ráðherra var Þor­steinn Páls­son. Þannig það er all­langt um liðið síðan þau lög voru sett. Mér finnst ekki rétt að blanda sam­an umræðum um fisk­veiðistjórn­un­ar­kerfið og svo lög­um um álagn­ingu veiðigjalda.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.3.25 571,47 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.25 363,16 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.25 377,00 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.25 236,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.25 196,91 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.25 250,05 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.25 234,55 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.3.25 Guðmundur Þór NS 121 Handfæri
Þorskur 1.090 kg
Samtals 1.090 kg
26.3.25 Vestmannaey VE 54 Botnvarpa
Ýsa 13.822 kg
Þorskur 10.828 kg
Karfi 655 kg
Samtals 25.305 kg
26.3.25 Kóngsey ST 4 Grásleppunet
Grásleppa 6.417 kg
Þorskur 800 kg
Rauðmagi 200 kg
Samtals 7.417 kg
26.3.25 Freymundur ÓF 6 Handfæri
Þorskur 510 kg
Samtals 510 kg
26.3.25 Straumnes ÍS 240 Handfæri
Þorskur 2.437 kg
Samtals 2.437 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.3.25 571,47 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.25 363,16 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.25 377,00 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.25 236,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.25 196,91 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.25 250,05 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.25 234,55 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.3.25 Guðmundur Þór NS 121 Handfæri
Þorskur 1.090 kg
Samtals 1.090 kg
26.3.25 Vestmannaey VE 54 Botnvarpa
Ýsa 13.822 kg
Þorskur 10.828 kg
Karfi 655 kg
Samtals 25.305 kg
26.3.25 Kóngsey ST 4 Grásleppunet
Grásleppa 6.417 kg
Þorskur 800 kg
Rauðmagi 200 kg
Samtals 7.417 kg
26.3.25 Freymundur ÓF 6 Handfæri
Þorskur 510 kg
Samtals 510 kg
26.3.25 Straumnes ÍS 240 Handfæri
Þorskur 2.437 kg
Samtals 2.437 kg

Skoða allar landanir »