Tengist stærri breytingum

Leturhumar.
Leturhumar.

Takmarkaðar veiðar á humri í ár til að fylgjast með þróun stofnsins eru ekki trygging fyrir því að stofninn rétti úr kútnum. Nýliðun er í sögulegu lágmarki og árgangar frá 2005 eru mjög litlir, eins og fram kom í ráðgjöf í síðustu viku. Þegar spurt er hvað valdi hruni í stofninum eru svör ekki á reiðum höndum. Bent er á að ýmsir aðrir stofnar við Suðurland hafi minnkað og einnig hafi fuglum eins og lundum fækkað. Skýringa er einkum leitað í frumframleiðslu hafsins.

Jónas P. Jónasson, fiskifræðingur á Hafrannsóknastofnun, segir að á síðustu árum hafi orðið nýliðunarskortur hjá suðlægum tegundum, sem einkum hafi veiðst suður af landinu. Hann nefnir keilu, blálöngu og langlúru. Einnig nefnir hann lundastofninn, sem hafi liðið fyrir hrun í stofni sandsílis, og segir að menn beini sjónum sínum meðal annars að frumframleiðslunni í hafinu.

„Hvað vantaði sílið?“

„Lundann vantaði sandsílið, en hvað vantaði sílið?“ spyr Jónas. „Ég hef trú á að þessi þróun tengist stærri breytingum í hafinu og þá ekki síst seltuinnihaldi sjávar, en fyrir Suðurlandi var sjór mjög selturíkur í nokkur ár, en hann er aftur orðinn seltuminni. Þarna eru einhverjar aðstæður sem skýra að öllum líkindum nýliðunarbrest hjá humri meðal annars. Minna seltuinnihald gæti leitt til þess að nýliðun lagist eitthvað. Fullorðinn humar vex hins vegar og þrífst ágætlega.“

Háfsýni af humarlirfum

Jónas segir að á síðasta ári hafi í fyrsta skipti verið reynt að taka háfsýni af humarlirfum á fjórðu hverri rannsóknastöð. Lirfur hafi fundist á um 40% þessara stöðva, sem sé jákvætt. Reynt verði að meta það sem sjáist í svifinu og bera saman við nýliðun eftir nokkur ár.

Humar er við norðurmörk útbreiðslu sinnar hér við land og hann kann ekki vel við sig fari hitastig sjávar niður fyrir 6-9 gráður, að sögn Jónasar. Humarinn hafi leitað vestur með landinu með hækkandi hitastigi síðustu ár, en fari nánast ekki austar en að Berufjarðarál þar sem séu skörp skil.

Alls staðar svipað ástand

Skip sem stunda humarveiðar hafa orðið öflugri á síðustu árum, en veiðarfæri jafnframt fullkomnari. Jónas segist ekki skrifa undir að of miklu veiðiálagi megi kenna um hrun í humarstofninum. Sé farið á svæði þar sem veiðar hafi ekki verið stundaðar komi í ljós svipað ástand og á veiðisvæðum og þar sé heldur ekki að sjá ungan humar eða meiri nýliðun.

Stofnmatið í ár er byggt er á stofnmælingu þar sem humarholur eru taldar með neðansjávarmyndavélum og er það í þriðja sinn sem slík stofnmæling er gerð. Jónas segir að með þessum myndatökum fáist einnig upplýsingar um ástand botns þar sem veiðarfæri hafa farið yfir og greinilega megi sums staðar sjá togför.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.1.25 608,58 kr/kg
Þorskur, slægður 21.1.25 681,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.1.25 383,32 kr/kg
Ýsa, slægð 21.1.25 301,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.1.25 261,00 kr/kg
Ufsi, slægður 21.1.25 302,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 21.1.25 332,43 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.1.25 Stormur ST 69 Landbeitt lína
Þorskur 1.524 kg
Ýsa 886 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 2.412 kg
21.1.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Ýsa 4.944 kg
Steinbítur 1.881 kg
Þorskur 1.619 kg
Samtals 8.444 kg
21.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Steinbítur 939 kg
Þorskur 244 kg
Ýsa 205 kg
Langa 118 kg
Hlýri 29 kg
Keila 25 kg
Ufsi 19 kg
Skarkoli 2 kg
Karfi 1 kg
Samtals 1.582 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.1.25 608,58 kr/kg
Þorskur, slægður 21.1.25 681,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.1.25 383,32 kr/kg
Ýsa, slægð 21.1.25 301,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.1.25 261,00 kr/kg
Ufsi, slægður 21.1.25 302,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 21.1.25 332,43 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.1.25 Stormur ST 69 Landbeitt lína
Þorskur 1.524 kg
Ýsa 886 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 2.412 kg
21.1.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Ýsa 4.944 kg
Steinbítur 1.881 kg
Þorskur 1.619 kg
Samtals 8.444 kg
21.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Steinbítur 939 kg
Þorskur 244 kg
Ýsa 205 kg
Langa 118 kg
Hlýri 29 kg
Keila 25 kg
Ufsi 19 kg
Skarkoli 2 kg
Karfi 1 kg
Samtals 1.582 kg

Skoða allar landanir »