„Ekkert útlit fyrir ferðaveður“

Á Donegalflóa í morgun. Gola var að sunnan og sjá …
Á Donegalflóa í morgun. Gola var að sunnan og sjá má sveitabæi við ströndina. Ljósmynd/Tómas Kárason

„Nú er ekki mikið að frétta af veiðiskap. Við komum á miðin og tókum tvö hol og þurftum þá að sigla í var. Aflinn í þessum tveimur holum var samtals um 380 tonn,“ segir Hálfdan Hálfdanarson skipstjóri á Berki NK, sem liggur nú í vari á Donegalflóa við strendur Írlands.

Sjá staðsetningu Barkar á korti

Slæmt veður er á kolmunnamiðunum við Írland og spáin fyrir næstu daga er ljót. Ekki er gert ráð fyrir að fari að lægja fyrr en undir helgi eða á fimmtudag eða föstudag, að því er fram kemur á vef Síldarvinnslunnar, þar sem rætt er við Hálfdan.

„Á bak við næsta nes er bærinn Kyllibegs en það er sjávarútvegsbær og þar er eina stóra fiskimjölsverksmiðjan á Írlandi eftir því sem ég veit best. Hér á Donegalflóa liggja einnig Beitir, Sigurður og Grandaskipin Víkingur og Venus ásamt einum Færeyingi og einum Norðmanni,“ segir hann.

„Aðalsteinn Jónsson er einnig að koma hingað þannig að segja má að það sé traffík á bleyðunni. Höfnin í Kyllibegs er síðan full af Norðmönnum. Það er ekkert útlit fyrir veiðiveður næstu daga og því er tíminn hér um borð nýttur til að lagfæra ýmislegt og þrífa. Það er alltaf nóg að gera. Hér á flóanum er bara sunnan gola og sveitabæir allt um kring þannig að við höfum ekki yfir neinu að kvarta. Í talstöðinni hljóma hins vegar sífelldar stormviðvaranir.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 3.5.24 328,79 kr/kg
Þorskur, slægður 3.5.24 570,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 3.5.24 167,18 kr/kg
Ýsa, slægð 3.5.24 153,38 kr/kg
Ufsi, óslægður 3.5.24 101,25 kr/kg
Ufsi, slægður 3.5.24 131,97 kr/kg
Djúpkarfi 2.5.24 264,00 kr/kg
Gullkarfi 3.5.24 126,74 kr/kg
Litli karfi 2.5.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

3.5.24 Flugaldan AK 14 Grásleppunet
Grásleppa 310 kg
Þorskur 113 kg
Skarkoli 17 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 442 kg
3.5.24 Arnþór EA 37 Grásleppunet
Grásleppa 1.931 kg
Þorskur 94 kg
Samtals 2.025 kg
3.5.24 Dagur SI 100 Grásleppunet
Grásleppa 2.337 kg
Þorskur 224 kg
Skarkoli 99 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 2.664 kg
3.5.24 Ver AK 38 Grásleppunet
Grásleppa 501 kg
Samtals 501 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 3.5.24 328,79 kr/kg
Þorskur, slægður 3.5.24 570,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 3.5.24 167,18 kr/kg
Ýsa, slægð 3.5.24 153,38 kr/kg
Ufsi, óslægður 3.5.24 101,25 kr/kg
Ufsi, slægður 3.5.24 131,97 kr/kg
Djúpkarfi 2.5.24 264,00 kr/kg
Gullkarfi 3.5.24 126,74 kr/kg
Litli karfi 2.5.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

3.5.24 Flugaldan AK 14 Grásleppunet
Grásleppa 310 kg
Þorskur 113 kg
Skarkoli 17 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 442 kg
3.5.24 Arnþór EA 37 Grásleppunet
Grásleppa 1.931 kg
Þorskur 94 kg
Samtals 2.025 kg
3.5.24 Dagur SI 100 Grásleppunet
Grásleppa 2.337 kg
Þorskur 224 kg
Skarkoli 99 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 2.664 kg
3.5.24 Ver AK 38 Grásleppunet
Grásleppa 501 kg
Samtals 501 kg

Skoða allar landanir »