Sigla í eitt ár í þágu hafsins

Skipið Esperanza sem mun sigla frá norðurslóðum að Suðurskautslandinu er …
Skipið Esperanza sem mun sigla frá norðurslóðum að Suðurskautslandinu er nú í Reykjavíkurhöfn. Haraldur Jónasson/Hari

„Það sem við erum að gera með ferðinni er að varpa ljósi á það sem er jákvætt og líka það sem er neikvætt í málefnum hafsins. Við höfum áhyggjur af því hvernig við nýtum höfin í dag og líka því að í gildi er takmarkað regluverk sem horfir ekki á heildarsamhengið,“ segir Frida Bengtsson, leiðangursstjóri hjá Greenpeace, í samtali við mbl.is.

Skip Greenpeace, Esperanza, er nú í Reykjavíkurhöfn á leið sinni um allt Atlantshafið – frá norðurslóðum til suðurskautsins – og nefnist leiðangurinn „Verndum höfin“. Áætlað er að ferðin taki heilt ár. Esperanza liggur í höfn hér til 5. júní og verður aðgengilegt almenningi á auglýstum tímum.

Frida Bengtsson á kynningu í Esperenza í dag.
Frida Bengtsson á kynningu í Esperenza í dag. mbl.is/Hari

„Verkefnið er í sambandi við nýjan sáttmála sem unnið er að hjá Sameinuðu þjóðunum sem snýr að vernd hafsins og lífrænnar fjölbreytni,“ segir Bengtsson og bætir við að markmiðið er að styðja við það ferli og hvetja til framsækni í úthafssamningi Sameinuðu þjóðanna.

„Þetta er svo mikilvægt, en þetta virðist mikið leyndarmál að þetta sé í gangi í New York, það vita fáir af þessu,“ ítrekar Bengtsson.

Banna veiðar, en heimila námugröft

„Það mikilvægasta að okkar mati er að komið verður á samþykkt um verndun hafsins sem verður framfylgt. […] Okkar mat er að það þurfi að skilgreina 30% af hafsvæðum heimsins sem verndarsvæði, í dag er aðeins 1% hafsins sem nýtur einhvers konar verndar. Það verður ekki hægt að ná þessu markmiði nema við höfum einhver haldbær verkfæri í formi alþjóðlegra samþykkta,“ segir leiðangursstjórinn.

„Síðan þarf að setja málin í samhengi. Það þýðir ekki að banna botnvörpu á ákveðnu svæði vegna viðkvæms lífríkis og á sama tíma heimila námurekstur. Það er þetta sem við erum að kljást við í dag,“ bætir hún við. „Við þurfum samræmdar reglur fyrir stjórnun nýtingar og verndun.“

mbl.is/Hari

„Ég trúi því, ég vil trúa því og verð að trúa því,“ svarar Bengtsson er hún er spurð hvort hægt sé að ná framsæknum samningi á sviði verndunarr hafsins í ljósi þess að valdamikil ríki hafa ekki til þessa sýnt vilja til þess að framfylgja umhverfissamningum sem gerðir hafa verið.

„Það sem er líka sérstakt með þennan samning er að hann þarf ekki samþykki allra, heldur aðeins meirihluta. Að auki felur hann í sér formgerðar reglur og sem ekki eru háðar aðgerðum sem ríkin þurfa að hafa frumkvæði að.“

Sigling í eitt ár

Hún segir mikið teymi rannsóknarmanna um borð í skipinu og munu niðurstöður rannsókna vera birtar á næstu tveimur árum. „Það er mikilvægt fyrir okkur að miðla þeim rannsóknum sem gerðar eru í tengslum við verkefnið.“

Er blaðamaður spyr hvernig mönnun verði háttað í ljósi þess að siglingin tekur heilt ár, svarar Bengtsson að skipt verði um áhöfn á þriggja mánaða fresti. Þá segir hún ferðina taka langan tíma þar sem fyrirhugað er að stoppa í nokkurn tíma á mörgum stöðum á leiðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 426,40 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,86 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,25 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,71 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 114,63 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 163,11 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Bjargfugl RE 55 Grásleppunet
Grásleppa 485 kg
Þorskur 32 kg
Rauðmagi 5 kg
Skarkoli 4 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 529 kg
26.4.24 Kambur HU 24 Grásleppunet
Grásleppa 2.813 kg
Þorskur 262 kg
Skarkoli 32 kg
Ýsa 10 kg
Þykkvalúra 5 kg
Rauðmagi 5 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 3.130 kg
26.4.24 Dagrún HU 121 Grásleppunet
Grásleppa 2.877 kg
Þorskur 167 kg
Skarkoli 47 kg
Ýsa 9 kg
Ufsi 7 kg
Rauðmagi 1 kg
Þykkvalúra 1 kg
Samtals 3.109 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 426,40 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,86 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,25 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,71 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 114,63 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 163,11 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Bjargfugl RE 55 Grásleppunet
Grásleppa 485 kg
Þorskur 32 kg
Rauðmagi 5 kg
Skarkoli 4 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 529 kg
26.4.24 Kambur HU 24 Grásleppunet
Grásleppa 2.813 kg
Þorskur 262 kg
Skarkoli 32 kg
Ýsa 10 kg
Þykkvalúra 5 kg
Rauðmagi 5 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 3.130 kg
26.4.24 Dagrún HU 121 Grásleppunet
Grásleppa 2.877 kg
Þorskur 167 kg
Skarkoli 47 kg
Ýsa 9 kg
Ufsi 7 kg
Rauðmagi 1 kg
Þykkvalúra 1 kg
Samtals 3.109 kg

Skoða allar landanir »