„Fullkomnasta vinnslustöð á heimsvísu“

Marel kynnti lausnina fyrir stjórnendum Brim í sýndarveruleika vikuna áður …
Marel kynnti lausnina fyrir stjórnendum Brim í sýndarveruleika vikuna áður en kaupin voru undirrituð. Ljósmynd/Marel

Brim hf. hefur undirritað samning við Marel um kaup og uppsetningu á hátækni vinnslubúnaði og hugbúnaði fyrir hvítfiskvinnslu sem munu gera aðstöðu félagsins á Norðurgarði í Reykjavík að fullkomnustu vinnslustöð fyrir bolfisk á heimsvísu, að því er fram kemur í tilkynningu frá Marel.

Í henni segir að áætlað sé að nýja vinnslukerfið verði sett upp um mitt ár 2020. „Kerfið felur í sér ýmsar nýjungar, þar á meðal öflugt gæðaeftirlitskerfi og nýjustu róbótatækni sem mun sjálfvirknivæða og straumlínulaga vinnsluna til muna.“

Í ítarlegu viðtali við Guðmund Kristjánsson, forstjóra Brim, í ViðskiptaMogganum á morgun verður fjallað um umfangsmiklar breytingar í rekstri Brim á næstu misserum.

Sýndarveruleiki við þjálfun

Marel kynnti lausnina fyrir stjórnendum Brim í sýndarveruleika vikuna áður en kaupin voru undirrituð. „Í tölvuhermiveröld gátu forsvarsmenn Brim gengið eftir öllum stigum vinnslunnar. Sú innsýn nýtist stjórnendum við skipulagningu. Þjálfun starfsfólks mun einnig fara fram í sýndarveruleika þannig að vinnsla getur hafist strax að uppsetningu lokinni.“ Er þjálfunin þannig gerð að starfsfólk Brims mun geta starfrækt búnaðinn frá fyrsta degi.

Marel kveðst nota sýndarverkuleika í auknum mæli, bæði við framleiðslu og sölu og jafnframt til þess að hraða þróunarferlinu og draga úr kostnaði við uppsetningar fyrir viðskiptavini.

Hátæknivélar

Fram kemur í tilkynningunni að Brim hefur meðal annars fest kaup á háþróuðu pökkunarkerfi með tíu róbótahausum sem mun straumlínulaga allt pökkunarferlið. „Jafnframt felur vinnslukerfið í sér þrjár FleXicut vatnsskurðarvélar ásamt tilheyrandi forsnyrtilínum og sjálfvirkri afurða dreifingu, auk þess sem Brim verður fyrst til að innleiða nýtt SensorX beinaleitarkerfi fyrir ferskar afurðir.“ Þá mun hugbúnaður gegna mikilvægu hlutverki í nýja vinnslukerfinu, þar sem hann tengir tækin í hverju vinnsluþrepi hvert við annað og tryggir jafnframt rekjanleika gegnum allt vinnsluferlið.

Hátækni samtenging búnaðarins gerir hann snjallan sem auðveldar Brim að mæta óskum og pöntunum viðskiptavina fljótt og nákvæmlega og um leið fullnýta verðmætt hráefni, segir í fréttatilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.1.25 612,65 kr/kg
Þorskur, slægður 30.1.25 742,81 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.1.25 405,82 kr/kg
Ýsa, slægð 30.1.25 312,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.1.25 226,54 kr/kg
Ufsi, slægður 30.1.25 286,62 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 30.1.25 251,67 kr/kg

Fleiri tegundir »

31.1.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Ufsi 1.517 kg
Þorskur 126 kg
Karfi 119 kg
Samtals 1.762 kg
31.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.491 kg
Þorskur 744 kg
Keila 47 kg
Hlýri 14 kg
Steinbítur 5 kg
Samtals 2.301 kg
31.1.25 Jóhanna Gísladóttir GK 357 Botnvarpa
Karfi 7.600 kg
Samtals 7.600 kg
31.1.25 Vörður ÞH 44 Botnvarpa
Þorskur 10.995 kg
Karfi 7.542 kg
Ýsa 1.432 kg
Skarkoli 926 kg
Ufsi 455 kg
Langa 430 kg
Steinbítur 242 kg
Þykkvalúra 111 kg
Blálanga 28 kg
Samtals 22.161 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.1.25 612,65 kr/kg
Þorskur, slægður 30.1.25 742,81 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.1.25 405,82 kr/kg
Ýsa, slægð 30.1.25 312,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.1.25 226,54 kr/kg
Ufsi, slægður 30.1.25 286,62 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 30.1.25 251,67 kr/kg

Fleiri tegundir »

31.1.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Ufsi 1.517 kg
Þorskur 126 kg
Karfi 119 kg
Samtals 1.762 kg
31.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.491 kg
Þorskur 744 kg
Keila 47 kg
Hlýri 14 kg
Steinbítur 5 kg
Samtals 2.301 kg
31.1.25 Jóhanna Gísladóttir GK 357 Botnvarpa
Karfi 7.600 kg
Samtals 7.600 kg
31.1.25 Vörður ÞH 44 Botnvarpa
Þorskur 10.995 kg
Karfi 7.542 kg
Ýsa 1.432 kg
Skarkoli 926 kg
Ufsi 455 kg
Langa 430 kg
Steinbítur 242 kg
Þykkvalúra 111 kg
Blálanga 28 kg
Samtals 22.161 kg

Skoða allar landanir »