Víða eru tækifæri til að gera enn betur

Niceland Seafood gerir neytendum mögulegt að skoða allt ferðalag fisksins …
Niceland Seafood gerir neytendum mögulegt að skoða allt ferðalag fisksins frá veiðum yfir í kæliborð verslunar. Ljósmynd/Niceland

Margir bíða spenntir eftir að sjá hver hreppir Hvatningarverðlaun Sjávarútvegsráðstefnunnar og TM í næstu viku. Þrjú stórmerkileg fyrirtæki hafa verið tilnefnd og er dómnefndin ekki öfundsverð af því hlutskipti að þurfa að gera upp á milli þeirra.

Hólmfríður Sveinsdóttir, verkefnastjóri hjá Genís á Siglufirði, er formaður valnefndarinnar sem tilnefndi þessi þrjú félög úr stórum hópi tillagna sem bárust úr ýmsum áttum. „Verðlaunin eru veitt ungum fyrirtækjum eða sjálfstætt starfandi einstaklingum fyrir nýbreytni og þróunarverkefni sem þykja hafa skarað fram úr og skapa væntingar um mikilvægt framlag í framtíðinni sem treysta mun stoðir íslensks sjávarútvegs,“ útskýrir Hólmfríður en fyrirtækin þrjú sem koma til greina í ár eru Sjávarklasinn, Codland og Niceland Seafood.

Hólmfríður Sveinsdóttir.
Hólmfríður Sveinsdóttir. mbl.is/Hari

„Þau eiga það öll sameiginlegt að vera afurðir stefnumörkunar í sjávarútvegi þar sem sjálfbærni, verðmætasköpun og aukin framlegð hafa verið sett sem markmið og hugvit og markaðsþekking notuð til að drífa þróun þeirra áfram. Nú þegar hægir á hagvexti er líklegt og mikilvægt að fyrirtæki af þessum toga stuðli að bata í íslensku hagkerfi á næstu árum.“

Hugsað í lausnum

Starfsemi fyrirtækjanna er mjög ólík en öll hafa þau vakið verðskuldaða athygli fyrir öflugt starf og áhugaverðar lausnir. „Niceland Seafood varð fyrsta fyrirtækið til að selja ferskan íslenskan fisk með rekjanleikalausn sem leyfir neytendum að sjá ferðalag fisksins allt frá því hann var veiddur og þar til hann var afhentur í verslun eða á veitingahúsi. Kóði sem fylgir fiskinum er skannaður inn í Niceland-snjallsímaforrit sem sýnir uppruna fisksins á myndrænan hátt og gefur neytanda jafnframt aðgang að eftirlitsgögnum og vottunum, veitir upplýsingar um næringargildi og býður upp á fjölda uppskrifta,“ segir Hólmfríður en Niceland Seafood hefur sótt af krafti inn á Bandaríkjamarkað og umsvif fyrirtækisins vaxið hratt.

„Þau hafa náð að svara kalli neytenda eftir betri og ítarlegri upplýsingum um uppruna og eiginleika matvöru, og kröfu markaðarins um sjálfbæra nýtingu sjávarstofna. Um leið felst í nálgun Niceland mikilvægt tækifæri til að aðgreina sérstöðu og verðmæti villts fisks.“

Hjá Codland hefur áherslan verið á að fullnýta þorskinn og leita leiða til að framleiða hágæðavöru úr hliðarafurðum sem verða til við veiðar og vinnslu. „Þau eru að vinna með hluti eins og hausinn og hrygginn, slóg, roð og bein og eru að þróa aðferðir til að skapa sem mest verðmæti úr þessum afurðum,“ útskýrir Hólmfríður. Afraksturinn af starfi Codland er m.a. kalk- og kollagen-fæðubótarefni, hágæðalýsi og næringarríkt mjöl til að nota sem dýrafóður eða sem lífrænan áburð.

Codland setti meðal annars á markað drykk með kollageni sem …
Codland setti meðal annars á markað drykk með kollageni sem gerir húð og liðum gott. Ófeigur Lýðsson

Að sögn Hólmfríðar hefur starf Codlands sýnt að fullnýting tegunda eins og þorsksins er möguleg, og þarf ekki að vera svo flókið eða kostnaðarsamt að breyta vinnu- og vinnsluferlum þannig að ekkert fari til spillis. „Hliðarafurðirnar hafa líka að geyma verðmæt næringarefni sem eru líkamanum nauðsynleg og eiga fullt erindi við markaðinn.“

Starfsemi Sjávarklasans þarf svo varla að kynna fyrir lesendum. Frá stofnun árið 2011 hefur Sjávarklasinn verið duglegur að vekja athygli á mikilvægi nýsköpunar og í Húsi Sjávarklasans tókst að skapa umgjörð utan um frjótt starf einyrkja og smáfyrirtækja sem finna þar bæði hvatningu, stuðning og samstarfstækifæri. „Bæði hefur Sjávarklasinn eflt nýsköpunarstarf með ýmsu hætti og líka átt ríkan þátt í að bæta samstarf fyrirtækja, menntastofnana og rannsóknarstofnana. Framtakið hefur vakið athygli erlendis og m.a. orðið fyrirmynd sambærilegra verkefna í Bandaríkjunum.“

Eigum takmarkaða auðlind

Gaman hefur verið að fylgjast með metnaði íslenskra sjávrútvegsfyrirtækja og -frumkvöðla undanfarinn áratug og margir hafa náð undraverðum árangri á skömmum tíma. Hólmfríður segir hægt að rekja þetta blómlega nýsköpunarstarf allt aftur til þess tíma þegar kvótakerfið var sett á: „Það varð til þess að þvinga fyrirtækin inn í þessa hugsun, enda varð öllum ljóst að við erum að vinna með takmarkaða auðlind. Þetta hefur síðan reynst lykillinn að árangri greinarinnar og í dag er sjávarútvegurinn sennilega sú atvinnugrein á Íslandi sem hefur hvað mesta forystu í alþjóðlegri samkeppni.“

Hólmfríður segir mikilvægt að hafa það hugfast að forskot íslensks sjávarútvegs vari ekki að eilífu og nauðsynlegt að slá hvergi af í þróunar- og rannsóknarstarfi. Víða séu tækifæri til að gera betur, nýta nýjustu tækni til að spara handtök og auka gæði, eða búa til verðmæta vöru úr hráefni sem í dag fer í súginn. Hún segir jafnvel vert að skoða hvort skylda eigi útgerðir til að koma með allar hliðarafurðir í land, svipað og þær eru í dag skyldugar til að landa þeirri fisklifur sem fellur til þegar aflinn er slægður. „Sem dæmi um áhugaverða og vannýtta hliðarafurð eru fiskmagar, en það er stór markaður fyrir þá víða í Asíu, og hráefni sem við eigum alveg eftir að reyna að skapa verðmæti úr.“

Í öðrum tilvikum þarf að gera breytingar á regluverki í takt við tækniframfarir. „Líftæknifyrirtæki hafa þróað betri aðferðir til að vinna og hreinsa lýsi en reglugerðirnar taka mið af eldri tækni og leyfa ekki að lýsi sem unnið er úr slógi sé notað til manneldis.“

Missi ekki dampinn

Þá hefur Hólmfríður áhyggjur af að það geti dregið þróttinn úr nýsköpuninni ef þrengir að hjá sjávarútvegsfyrirtækjunum sem mörg hafa haft beina aðkomu að stofnun efnilegra sprota. Virðist sem að á sumum stöðum sé komið annað hljóð í strokkinn nú en fyrr á þessum áratug þegar rekstrarskilyrði sjávarútvegsins voru betri og meira svigrúm í rekstrinum. „Það er breytilegt eftir útgerðarfélögum hversu reiðubúin þau eru að beina kröftum sínum og fjármagni í nýsköpun og þróun, en þau sem hafa sýnt hvað mestan metnað sjá góðan árangur af starfinu. Er skemmst að minnast þess að af þeim fyrirækjum sem hlotið hafa Nýsköpunarverðlaun Íslands frá árinu 2012 eru átta tengd sjávarútvegi.“

Eitt og annað mætti laga til að örva nýsköpun enn frekar og nefnir Hólmfríður að þrátt fyrir jákvæðar breytingar á skattalögum, sem létta byrðar fyrirtækja sem verja miklu fjármagni til rannsókna og þróunar, séu fyrirtækin oft á tíðum ekki að nýta sér allar heimildir laganna þar sem þau telja það of flókið. „Og þrátt fyrir áherslu núverandi ríkisstjórnar á nýsköpun er verið að draga úr fjáframlögum ríkisins til Tækniþróunarsjóðs sem gerir þekkingarvinnu á fyrstu stigum nýsköpunar erfitt fyrir.“

Þessu til viðbótar þarf mikið fjármagn og þolinmótt til að nýta ný tækifæri á sviði líftækni, hvað þá ef möguleikar koma í ljós á fæðubótarefna- eða lyfjamarkaði. „Þar dugar ekkert minna en vandaðar og umfangsmiklar rannsóknir sem eru kostnaðarsamar og taka tíma. Þannig fjárfestingu fylgir alltaf áhætta sem erfitt hefur verið að fá íslenskt fjármagn í, en gangi allt að óskum tekst að búa til verðmæta vöru.“

Viðtalið var fyrst birt í 200 mílum 31. október.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.11.24 530,81 kr/kg
Þorskur, slægður 22.11.24 560,82 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.11.24 345,49 kr/kg
Ýsa, slægð 22.11.24 257,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.11.24 199,50 kr/kg
Ufsi, slægður 22.11.24 282,11 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.11.24 232,84 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.11.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 2.305 kg
Þorskur 904 kg
Keila 95 kg
Hlýri 57 kg
Ufsi 17 kg
Karfi 7 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 3.388 kg
23.11.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Ýsa 5.110 kg
Þorskur 3.886 kg
Langa 62 kg
Steinbítur 50 kg
Karfi 22 kg
Keila 13 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 9.145 kg
23.11.24 Vigur SF 80 Lína
Þorskur 1.191 kg
Ýsa 90 kg
Keila 88 kg
Hlýri 51 kg
Karfi 33 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 1.457 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.11.24 530,81 kr/kg
Þorskur, slægður 22.11.24 560,82 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.11.24 345,49 kr/kg
Ýsa, slægð 22.11.24 257,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.11.24 199,50 kr/kg
Ufsi, slægður 22.11.24 282,11 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.11.24 232,84 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.11.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 2.305 kg
Þorskur 904 kg
Keila 95 kg
Hlýri 57 kg
Ufsi 17 kg
Karfi 7 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 3.388 kg
23.11.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Ýsa 5.110 kg
Þorskur 3.886 kg
Langa 62 kg
Steinbítur 50 kg
Karfi 22 kg
Keila 13 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 9.145 kg
23.11.24 Vigur SF 80 Lína
Þorskur 1.191 kg
Ýsa 90 kg
Keila 88 kg
Hlýri 51 kg
Karfi 33 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 1.457 kg

Skoða allar landanir »