Víða er titringur vegna ákvæðis um sjávarspendýr

Framkvæmd ákvæðis í lögum í Bandaríkjunum um vernd sjávarspendýra (Marine Mammal Protection Act) hefur valdið titringi hjá sjávarútvegsþjóðum um allan heim, en virkjun þess gæti haft víðtæk áhrif á innflutning sjávarafurða til Bandaríkjanna. Ákvæðið tekur gildi í ársbyrjun 2022 og þá verður þjóðum sem flytja sjávarfang til Bandaríkjanna gert skylt að uppfylla sömu eða sambærilegar kröfur um vernd sjávarspendýra við fiskveiðar og eru í gildi í Bandaríkjunum.

Hérlendis er það einkum meðafli landsels í grásleppunet sem veldur áhyggjum, vegna veikrar stöðu stofnsins, samkvæmt upplýsingum Brynhildar Benediktsdóttur, sérfræðings í sjávarútvegsráðuneytinu. Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum úr úrvinnslu rafrænnar upplýsingagáttar bandarískra stjórnvalda væri leyfilegur meðafli landsels í veiðum íslenskra skipa undir 40 dýrum á ári.

Ferli sem sjávarútvegsþjóðir fara í gegnum

Á skrifstofu sjávarútvegs og fiskeldis í atvinnuvegaráðuneyti hefur mikil undirbúningsvinna átt sér stað vegna þessara krafna og svo verður áfram.

„Við eigum, eins og margar aðrar þjóðir, í viðræðum við Bandaríkin um sjávarspendýralögin,“ segir Brynhildur. „Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og Hafrannsóknastofnun eru nýbúin að skila ítarlegri skýrslu um stöðu meðaflamála við fiskveiðar til bandarískra stjórnvalda, sem allir innflytjendur sjávarafurða til Bandaríkjanna, sem eru nánast allar sjávarútvegsþjóðir í heiminum, þurftu að skila í september. Áður höfðu íslensk stjórnvöld átt frumkvæði að fundi ráðuneytisins og formanns umgengnisnefndar sjávarútvegsins með Bandaríkjamönnum, en nefndin er samstarfshópur þar sem eru meðal annars fulltrúar ráðuneytisins, Fiskistofu, Hafrannsóknastofnunar og útvegsins.

Nú eru Bandaríkjamenn að fara yfir þau gögn sem skilað var í september og fulltrúar íslenskra stjórnvalda munu eiga fund með þeim fljótlega og gætu jafnvel þurft að ræða málin frekar á fundi í Bandaríkjunum í byrjun næsta árs. Einnig næsta vor eftir að Bandaríkjamenn hafa gefið út fyrsta mat á ástandi mála hér á landi. Þetta er ferli sem allar þjóðir sem flytja út sjávarafurðir til Bandaríkjanna þurfa að fara í gegnum. Við erum í góðu sambandi við aðrar þjóðir um þessa stöðu, meðal annars Noreg, Kanada, Grænland og Færeyjar,“ segir Brynhildur.

Selastofnar á válista

Selastofnar við landið hafa gefið eftir á síðustu árum. Stofn landsels er á válista íslenskra spendýra á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands og metinn „í bráðri hættu“. Útselur er hins vegar metinn í áhættuflokknum „í nokkurri hættu“.

Brynhildur segir að við mat sem byggist á bráðabirgðaniðurstöðu úr úrvinnslu rafrænu upplýsingargáttarinnar sem bandarísk stjórnvöld hafa komið upp hafi komið í ljós að fjöldi landsela sem veiðast sem meðafli við fiskveiðar íslenskra skipa, megi ekki fara yfir 40 dýr á hverju ári eigi að flytja aflann til Bandaríkjanna. Fjöldinn helgist m.a. af því að tegundin er á válista. Hún segir að ef landselur fari af válista og upp fyrir viss mörk um leið muni talan margfaldast en ekkert sé hægt að segja um líkur á slíku á þessari stundu.

Spurð hvort það sé framkvæmanlegt að halda fjöldanum í nokkrum tugum segir Brynhildur að það sé mjög ólíklegt nema takist að finna stjórnunarráðstafanir sem geri slíkt kleift. Þó sé rétt að benda á að enn sé nokkur óvissa um hvernig Bandaríkin snúi sér í þessu máli.

„Spurning er hvernig reglur verða túlkaðar og hver þróunin verður, en enn er þetta á viðræðustigi. Ísland líkt og aðrar þjóðir sem hyggjast flytja sjávarafurðir á Bandaríkjamarkað þurfa að skýra hvaða aðgerða þær hyggjast grípa til og hvernig staðið verður að málum. Ráðuneytið tekur þetta alvarlega og hefur átt í alls konar og miklum viðræðum, undirbúningi og áætlunum um hvað þurfi að gera,“ segir Brynhildur.

Sigur umhverfisverndarsamtaka

Sjávarspendýralögin hafa verið í gildi í Bandaríkjunum frá 1972 og segir ráðuneytið ekki líklegt að Íslendingar geti fengið undanþágu frá innflutningsákvæðinu, enda myndu aðrar sjávarútvegsþjóðir ekki sætta sig við mismunandi kröfur til þjóða.

En hvers vegna er þetta orðið vandamál nú 47 árum eftir að lögin voru sett?

„Lengi vel var ákvæði um að sjávarafurðir, sem eru fluttar til Bandaríkjanna uppfylli sömu eða sambærileg skilyrði og gilda í Bandaríkjunum ekki virkt. Umhverfisverndarsamtök höfðu farið í mál við bandaríska ríkið af því að ákvæði hafði ekki verið virkjað. Málinu hafði verið vísað frá dómstólum þar sem talið var að Bandaríkjamenn hefðu ekki að fullu innleitt aðgerðir til að uppfylla lögin heimavið.

Árið 2016 gerðist það hins vegar að umhverfisverndarsamtök unnu málið á þeim forsendum að Bandaríkin ættu að vera komin með kerfi sem væri í samræmi við lögin og þyrftu því að virkja þetta ákvæði. Niðurstaðan er því að það mun að fullu taka gildi í byrjun árs 2022,“ rifjar Brynhildur upp í umfjöllun Morgunblaðsins. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.12.24 Sjöfn SH 4 Plógur
Ígulker Hvf C 1.236 kg
Samtals 1.236 kg
26.12.24 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Hvf C 1.140 kg
Samtals 1.140 kg
23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.12.24 Sjöfn SH 4 Plógur
Ígulker Hvf C 1.236 kg
Samtals 1.236 kg
26.12.24 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Hvf C 1.140 kg
Samtals 1.140 kg
23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg

Skoða allar landanir »