Haftengd starfsemi gæti þrefaldast á 20 árum

26 sérfræðingar sem koma að riti um haftengda starfsemi telja …
26 sérfræðingar sem koma að riti um haftengda starfsemi telja að umfang hennar geti þrefaldast á tveimur áratugum. mbl.is/Ómar

„Öll starfsemi sem við kemur hafinu í kringum Ísland, getur þrefaldast að umfangi á næstu tveim áratugum. Í bláa hagkerfinu felast því mörg tækifæri til að skapa verðmæti og áhugaverð störf til framtíðar,“ segir í fréttatilkynningu frá Íslenska sjávarklasanum vegna útgáfu nýs rits undir heitinu: „Bak við yztu sjónarrönd“.

Höfundar ritsins eru þeir Þór Sigfússon og Þórlindur Kjartansson en 26 sérfræðingar og frumkvöðlar veita einnig álit sitt á ýmsum framtíðarviðfangsefnum er lúta að hafinu, segir í tilkynningunni.

Tekið er fram að stór hluti af veltu bláa hagkerfisins sé í dag tengdur hefðbundnum sjávarútvegi. En í ritinu er talið að þróunin til komandi árum geti orðið til þess að stór hluti bláa hagkerfisins „sé lítið eða ekkert tengdur hefðbundnum fiskveiðum. Nýjar atvinnugreinar, sem nýta auðlindir hafsins, munu skjóta enn frekar rótum og verða fyrirferðarmiklar á komandi árum ef rétt er á málum haldið.“

Fiskveiðar hafa verið ráðandi hluti af veltu sem skapast við …
Fiskveiðar hafa verið ráðandi hluti af veltu sem skapast við nýtingu hafsins. Sérfræðingar telja að hlutdeild þeirra geti minnkað á komandi árum. mbl.is/Árni Sæberg

Í ritinu er meðal annars rætt um hver þróun veltu einstakra greina sem tengjast nýtingu hafsins og byggjast þær áætlanir bæði á áætlunum sem gerðar hafa verið um veltuaukningu þessara atvinnugreina á heimsvísu og á viðtölum við ýmsa frumkvöðla og forsvarsmenn fyrirtækja hérlendis.

Talið er að tækifæri liggja í aukinni fiskirækt, líftækni, fullvinnslu aukaafurða, vaxandi stofnum nýrra veiðitegunda við Ísland eins og skelfiski, nýtingu þara og ræktun þörunga. Jafnframt er bent á að ógnanirnar felast fyrst og fremst aukinni mengun í hafinu í kringum Ísland, hitnun og súrnun sjávar og plastmengun.

Eliza Reid, forsetafrú, mun í dag taka á móti fyrsta eintaki af ritinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.7.24 496,50 kr/kg
Þorskur, slægður 18.7.24 329,49 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.7.24 315,52 kr/kg
Ýsa, slægð 19.7.24 231,85 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.7.24 159,32 kr/kg
Ufsi, slægður 19.7.24 15,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 19.7.24 190,37 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.7.24 Langvía ÍS 416 Sjóstöng
Þorskur 16 kg
Steinbítur 13 kg
Samtals 29 kg
20.7.24 Álft ÍS 413 Sjóstöng
Þorskur 319 kg
Samtals 319 kg
20.7.24 Óðinshani BA 407 Sjóstöng
Þorskur 261 kg
Samtals 261 kg
20.7.24 Himbrimi BA 415 Sjóstöng
Þorskur 259 kg
Ýsa 16 kg
Ufsi 10 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 289 kg
20.7.24 Svanur BA 413 Sjóstöng
Þorskur 389 kg
Samtals 389 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.7.24 496,50 kr/kg
Þorskur, slægður 18.7.24 329,49 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.7.24 315,52 kr/kg
Ýsa, slægð 19.7.24 231,85 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.7.24 159,32 kr/kg
Ufsi, slægður 19.7.24 15,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 19.7.24 190,37 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.7.24 Langvía ÍS 416 Sjóstöng
Þorskur 16 kg
Steinbítur 13 kg
Samtals 29 kg
20.7.24 Álft ÍS 413 Sjóstöng
Þorskur 319 kg
Samtals 319 kg
20.7.24 Óðinshani BA 407 Sjóstöng
Þorskur 261 kg
Samtals 261 kg
20.7.24 Himbrimi BA 415 Sjóstöng
Þorskur 259 kg
Ýsa 16 kg
Ufsi 10 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 289 kg
20.7.24 Svanur BA 413 Sjóstöng
Þorskur 389 kg
Samtals 389 kg

Skoða allar landanir »