Ekkert skip var við eftirlit

Þór við bryggju á Dalvík.
Þór við bryggju á Dalvík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hvorugt skipa Landhelgisgæslunnar var við eftirlit á sjó hluta þess tíma sem varðskipið Þór var við bryggju á Dalvík og sá byggðarlaginu fyrir rafmagni í kjölfar ofsaveðursins í seinustu viku. Þór var rafstöð Dalvíkinga í 140 klukkustundir en var aftengdur síðastliðið miðvikudagskvöld.

Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir í viðtali í 200 mílum, sérblaði Morgunblaðsins um sjávarútvegsmál, að áhöfnin á Þór og sérfræðingar hafi unnið þrekvirki þegar tókst að sjá Dalvík og nærliggjandi byggðarlögum fyrir rafmagni.

Áhöfnin á Tý var í fríi

Spurður hvort nokkurt skip hafi sinnt eftirliti á meðan segir Georg: „Landhelgisgæslan gerir út tvö varðskip og tvær áhafnir. Það þýðir að yfir vetrarmánuðina er siglingaáætlun Landhelgisgæslunnar þannig að annað skipið er þrjár vikur á sjó á meðan hitt er þrjár vikur í höfn. Æskilegast væri að hafa þrjár áhafnir til að geta haft tvö skip á sjó stóran hluta ársins en það kostar fjármuni sem við eigum ekki. Fyrstu dagana á meðan varðskipið Þór var bundið við bryggju á Dalvík var fasta áhöfnin á Tý í fríi. Ráðstafanir voru gerðar til þess að manna Tý ef mikið hefði legið við.“

Að sögn Georgs gerir þarfagreining og áhættumat Landhelgisgæslunnar ráð fyrir að ætíð séu tvö varðskip á sjó hverju sinni með sambærilega getu og Þór. Eins og staðan er í dag sé annað varðskipið á sjó hverju sinni en æskilegast væri að þau væru tvö á sjó stærstan hluta ársins. „Til að svo gæti orðið þyrfti að hafa þrjú varðskip í rekstri auk þriggja áhafna,“ segir hann í Morgunblaðinu í dag. Á næstu árum sé fyrirséð að endurnýja þurfi varðskipaflota Landhelgisgæslunnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.11.24 567,28 kr/kg
Þorskur, slægður 21.11.24 656,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.11.24 374,60 kr/kg
Ýsa, slægð 21.11.24 341,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.11.24 299,31 kr/kg
Ufsi, slægður 21.11.24 337,30 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 21.11.24 390,14 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.11.24 Hilmir ST 1 Línutrekt
Ýsa 3.675 kg
Þorskur 3.273 kg
Samtals 6.948 kg
21.11.24 Máni II ÁR 7 Línutrekt
Ýsa 920 kg
Samtals 920 kg
21.11.24 Katrín GK 266 Línutrekt
Þorskur 87 kg
Ýsa 12 kg
Sandkoli 3 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 104 kg
21.11.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Þorskur 7.558 kg
Samtals 7.558 kg
21.11.24 Erling KE 140 Þorskfisknet
Þorskur 7.690 kg
Samtals 7.690 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.11.24 567,28 kr/kg
Þorskur, slægður 21.11.24 656,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.11.24 374,60 kr/kg
Ýsa, slægð 21.11.24 341,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.11.24 299,31 kr/kg
Ufsi, slægður 21.11.24 337,30 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 21.11.24 390,14 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.11.24 Hilmir ST 1 Línutrekt
Ýsa 3.675 kg
Þorskur 3.273 kg
Samtals 6.948 kg
21.11.24 Máni II ÁR 7 Línutrekt
Ýsa 920 kg
Samtals 920 kg
21.11.24 Katrín GK 266 Línutrekt
Þorskur 87 kg
Ýsa 12 kg
Sandkoli 3 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 104 kg
21.11.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Þorskur 7.558 kg
Samtals 7.558 kg
21.11.24 Erling KE 140 Þorskfisknet
Þorskur 7.690 kg
Samtals 7.690 kg

Skoða allar landanir »