Opinn fundur fyrir luktum dyrum

Fundinum um nýsköpun og sjávarútveg var varpað á netið vegna …
Fundinum um nýsköpun og sjávarútveg var varpað á netið vegna samkomubannsins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Samkomubannið setti svip sinn á opinn fund Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi um nýsköpun og sjávarútveg í morgun, en fundirnir í fundaröð samtakanna hafa verið nokkuð vinsælir og hefur verið húsfyllir á fyrri fundum.

Í stað þess að blása fundinn af var honum streymt á Youtube og sátu frummælendur og fundarstjóri í tómum salnum í Messanum í Sjóminjasafninu.

Ekki sjálfgefið að halda forskotinu

Það er ekki sjálfgefið að Íslendingar haldi samkeppnisforskoti sínu, sagði Berta Daníelsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska sjávarklasans, í erindi sínu. Telur hún mikilvægt að hlúa að rannsóknum og þeim stofnunum sem þeim sinna auk þess að örva samstarf þvert á greinar innan bláa hagkerfisins og laða til landsins fólk og fyrirtæki. Þá sagði Berta einnig grundvallaratriði að efla menntun og samræma vinnu á því sviði.

Guðmundur Hafsteinsson, sérfræðingur í nýsköpun, og Berta Daníelsdóttir, framkvæmdastjóri Sjávarklasans.
Guðmundur Hafsteinsson, sérfræðingur í nýsköpun, og Berta Daníelsdóttir, framkvæmdastjóri Sjávarklasans. Kristinn Magnússon

Berta sagði tækifæri vera falið í því að laða til landsins frumkvöðla á sviði bláa hagkerfisins með sama hætti og Danir hafa laðið til sín frumkvöðla á sviði þjarkatækni. „Þeir búa til innviði til þess að laða fólk til Kaupmannahafnar. Af hverju erum við ekki miðstöð fjármálamarkaðar í sjávarútvegi?“ spurði hún.

Fjölmörg tækifæri er einnig að finna í jaðartegundum eins og í grjótkrabba, kúfskel, sæbjúgu, þang og þara, að sögn Bertu. „Það virðist vera þannig að til þess að ná í fjármagn í sjávarútvegi þá þarf það yfirleitt að tengjast á einhvern hátt bolfiskvinnslu. En þessar tegundir eru staðbundnar, þær eru ekki á flakki í kringum Ísland sem þýðir að við getum búið til ný atvinnusvæði á landsbyggðinni.“

Hún viðurkenndi það að einhverju kann að rætast ekki úr, en benti á að til þess að nýsköpunin eigi sér stað verður að láta á nýjunga reyna og læra af reynslunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.6.24 391,85 kr/kg
Þorskur, slægður 28.6.24 416,18 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.6.24 243,61 kr/kg
Ýsa, slægð 28.6.24 190,90 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.6.24 79,71 kr/kg
Ufsi, slægður 27.6.24 190,37 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 28.6.24 360,81 kr/kg
Litli karfi 20.6.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.6.24 318,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.6.24 Ás SH 130 Grásleppunet
Grásleppa 1.148 kg
Samtals 1.148 kg
29.6.24 Jökull SH 339 Grásleppunet
Grásleppa 939 kg
Samtals 939 kg
29.6.24 Himbrimi BA 415 Sjóstöng
Þorskur 6 kg
Samtals 6 kg
29.6.24 Álka ÍS 409 Sjóstöng
Þorskur 234 kg
Steinbítur 47 kg
Ýsa 18 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 303 kg
29.6.24 Sendlingur ÍS 415 Sjóstöng
Þorskur 254 kg
Samtals 254 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.6.24 391,85 kr/kg
Þorskur, slægður 28.6.24 416,18 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.6.24 243,61 kr/kg
Ýsa, slægð 28.6.24 190,90 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.6.24 79,71 kr/kg
Ufsi, slægður 27.6.24 190,37 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 28.6.24 360,81 kr/kg
Litli karfi 20.6.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.6.24 318,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.6.24 Ás SH 130 Grásleppunet
Grásleppa 1.148 kg
Samtals 1.148 kg
29.6.24 Jökull SH 339 Grásleppunet
Grásleppa 939 kg
Samtals 939 kg
29.6.24 Himbrimi BA 415 Sjóstöng
Þorskur 6 kg
Samtals 6 kg
29.6.24 Álka ÍS 409 Sjóstöng
Þorskur 234 kg
Steinbítur 47 kg
Ýsa 18 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 303 kg
29.6.24 Sendlingur ÍS 415 Sjóstöng
Þorskur 254 kg
Samtals 254 kg

Skoða allar landanir »