Greinin má ekki draga sig inn í skel

Framtíð nýsköpunar í sjávarútvegi byggist m.a. á að greinin opnist …
Framtíð nýsköpunar í sjávarútvegi byggist m.a. á að greinin opnist betur út á við og að regluverkið utan um starfsemi sprotafyrirtækja verði bætt enn frekar, segir Guðmundur Hafsteinsson. Eggert Jóhannesson

Síðasti áratugur var tímabil mikillar hugmyndaauðgi og nýsköpunar í íslenskum sjávarútvegi. Fjöldi nýrra fyrirtækja varð til innan greinarinnar, í kringum allt frá betri tækni fyrir vinnslu og kælingu, yfir í framleiðslu fæðubótarefna, dýrmætra ensíma og sárabinda. Eru þeir sem hafa besta yfirsýn yfir sjávarútveginn jafnvel farnir að spá því að þess verði ekki langt að bíða að heilsubætandi ensím og alls kyns tæki fyrir veiðar og vinnslu verði orðin verðmætari útflutningsvara en fínustu hnakkastykki, og virðist greinin enn eiga heilmikið inni þegar kemur að því að skapa ný verðmæti.

Guðmundur Hafsteinsson, frumkvöðull, var einn frummælenda á fundi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi á miðvikudag um hvernig megi auka má nýsköpun í sjávarútvegi.

Meðal þess sem Guðmundur ræddi um var að hvaða marki nýsköpunarsamfélag íslensks sjávarútvegs getur lært af velgengni Kísildals í Bandaríkjunum en Guðmundur starfaði þar um langt skeið og var m.a. yfirmaður vöruþróunar hjá bæði Google og Apple.

Hann segir árangur undanfarins áratugar m.a. minna á að alltaf er hægt að gera betur, og minnist Guðmundur gamals brandara um það þegar ákveðið var að loka þýsku einkaleyfastofunni undir lok 19. aldar, þar eð ljóst þótti að þegar væri búið að finna upp allt sem hægt væri að finna upp. „Það er ekkert sem heitir, á nokkru sviði atvinnulífsins, að gera hlutina upp á tíu og geta ekki gert betur. Alltaf er hægt að taka enn meiri framförum, og hugsunarhátturinn þarf að hverfast um það að finna tækifærin og leita leiða til að stíga næstu skref.“

Umræðuvandi

Aðspurður að hvaða marki megi yfirfæra vinnubrögð Kísildals yfir á sjávarútvegstengda nýsköpun í sjávarútvegi nefnir Guðmundur fyrst af öllu að reynslan hafi kennt honum að það boði alla jafna gott ef fólk og fyrirtæki einbeiti sér að því sem þau þekkja best. „Það liggur beinast við að Ísland sé í fremstu röð í sjávarútvegstengdri nýsköpun enda grein sem við höfum mikla reynslu af, og hægt að byggja á uppsöfnuðum rannsóknum og þekkingu sem aðrir búa ekki að.“

Árangur Kísildals minnir líka á mikilvægi þess að laða að hæfileikafólk úr öllum áttum og opna greinina út á við. Þar segir Guðmundur að sjávarútvegurinn glími við nokkurs konar umræðuvanda sem m.a. má rekja til langvarandi deilna um hvernig fiskveiðum skuli háttað, hvernig útdeila skuli kvóta og hvernig skattleggja skuli þá sem nýta auðlindina. „Út af langvarandi neikvæðri umræðu er eins og sjávarútvegurinn hafi sumpart dregið sig inn í skel og hiki við að hleypa utanaðkomandi inn af ótta við að allir þeir sem vilja láta sig greinina varða séu komnir til að gagnrýna hana. Þetta getur leitt til þess að sjávarútvegsfyrirtækin verði frekar einangraður hópur, sem svo skapar hættuna á að nýjar hugmyndir komist ekki að og þess í stað reynt að gera hlutina allaf með sama hætti og áður.“

mbl.is/Alfons Finnsson

Guðmundur segir þurfa að höggva á þennan hnút, og að jafnvel þó seint muni takast að útkljá allar deilur um sjávarútveginn verði þjóðfélagið að gangast við því að blómleg fiskvinnsla og -veiðar skipti samfélagið miklu. „Þá getur greinin kannski tekið að opnast betur út á við og gert meira af því að fá utanaðkomandi fólk og fyrirtæki með sér í lið, með einum eða öðrum hætti, til að skapa enn meiri verðmæti.“

Gullpottur við sjónarrönd

Loks segir Guðmundur að það eigi við um nýsköpun í sjávarútvegi rétt eins og nýsköpun og frumkvöðlastarf almennt að lög og reglugerðir þurfa að skapa réttan ramma, og veita það svigrúm sem sprotar þurfa til að hefja sig til flugs.

„Grunnatriðin í frumkvöðlastarfi eru alltaf þau sömu; hugmyndin þarf að vera góð, leysa alvöru vandamál, skapa raunveruleg verðmæti og vera skalanleg; hópurinn sem stendur að framkvæmdinni þarf að vera þess megnugur að gera hugmyndina að veruleika, og loks þarf að vera nægilega gott aðgengi að fjármagni,“ útskýrir hann og bætir við að fjárfestar séu sífellt á höttunum eftir góðum verkefnum til að liðsinna og fjármagnið leiti alltaf – fyrr eða síðar – þangað sem góðar hugmyndir og öflug teymi fara saman.

Miklar tækniframfarir hafa átt sér stað undanfarin ár.
Miklar tækniframfarir hafa átt sér stað undanfarin ár. Ljósmynd/Valka

Ef rammi laganna er ekki eins og hann á að vera getur það hins vegar dregið þróttinn úr frumkvöðlunum, og torveldað þeim að fá aðra til liðs við sig og bendir Guðmundur á að þrátt fyrir ýmsar jákvæðar breytingar á regluverkinu þá sé Ísland ekki nema hálfnað á þeirri vegferð að bjóða sprotum upp á sams konar rekstrarumgjörð og tíðkast t.d. í Bandaríkjunum þar sem alvanalegt er að lykilfólk sem kemur inn í sprotafyrirtæki á fyrstu stigum vinni launalaust eða launalítið í skiptum fyrir eignarhluti sem mögulega verða mjög verðmætir seinna meir:

„Það skapar mikla hvata til að ná settu marki ef allir eiga einhverja hlutdeild í gullpottinum sem er út við sjónarrönd, þó hann sé kannski ekki í seilingarfjarlægð fyrr en eftir nokkur ár. Þessi fjárhagslegi hvati fær fólk til að leggja enn harðar að sér, sem þýðir um leið að sprotafyrirtækið er fljótara að ná mikilvægum áföngum sem svo aftur gerir fjárfesta enn áhugasamari.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.12.24 644,29 kr/kg
Þorskur, slægður 30.12.24 734,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.12.24 504,17 kr/kg
Ýsa, slægð 30.12.24 505,97 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.12.24 242,05 kr/kg
Ufsi, slægður 30.12.24 335,13 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 30.12.24 355,37 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

30.12.24 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 6.927 kg
Ýsa 1.522 kg
Steinbítur 43 kg
Langa 16 kg
Samtals 8.508 kg
30.12.24 Sæfari HU 212 Landbeitt lína
Þorskur 3.126 kg
Ýsa 1.283 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 4.413 kg
30.12.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Ýsa 8.609 kg
Þorskur 3.818 kg
Steinbítur 67 kg
Samtals 12.494 kg
30.12.24 Vigur SF 80 Lína
Þorskur 295 kg
Ýsa 89 kg
Steinbítur 3 kg
Langa 3 kg
Samtals 390 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.12.24 644,29 kr/kg
Þorskur, slægður 30.12.24 734,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.12.24 504,17 kr/kg
Ýsa, slægð 30.12.24 505,97 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.12.24 242,05 kr/kg
Ufsi, slægður 30.12.24 335,13 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 30.12.24 355,37 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

30.12.24 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 6.927 kg
Ýsa 1.522 kg
Steinbítur 43 kg
Langa 16 kg
Samtals 8.508 kg
30.12.24 Sæfari HU 212 Landbeitt lína
Þorskur 3.126 kg
Ýsa 1.283 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 4.413 kg
30.12.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Ýsa 8.609 kg
Þorskur 3.818 kg
Steinbítur 67 kg
Samtals 12.494 kg
30.12.24 Vigur SF 80 Lína
Þorskur 295 kg
Ýsa 89 kg
Steinbítur 3 kg
Langa 3 kg
Samtals 390 kg

Skoða allar landanir »