Fimm útgerðarfélög falla frá skaðabótakröfu

Fimm af þeim sjö sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um sem höfðuðu skaðabóta­mál á hend­ur rík­inu vegna ágrein­ings um út­hlut­un afla­heim­ila á mak­ríl ætla að falla frá mál­sókn­inni. Í frétta­til­kynn­ingu  seg­ir að ákvörðunin sé til­kom­in vegna áhrifa kór­ónu­veirunn­ar og að all­ir verði að leggja lóð á vog­ar­skál­ar. 

Um er að ræða fé­lög­in Eskju, Gjög­ur, Ísfé­lag Vest­manna­eyja, Loðnu­vinnsl­una og Skinn­ey-Þinga­nes. En Hug­inn ehf. og Vinnslu­stöðin standa ekki að til­kynn­ing­unni.

Fyr­ir­tæk­in gerðu kröfu um skaðabæt­ur upp á 10,2 millj­arða króna, auk vaxta, vegna fjár­tjóns sem þau töldu sig hafa orðið fyr­ir á ár­un­um 2011 til 2018. 

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra sagði í ræðustól Alþing­is í gær að fyr­ir­tæk­in ættu að íhuga að draga kröf­una til baka enda væri þetta ekki góð leið til að vekja sam­hug á þess­um tím­um.

Til­kynn­ing­in í heild sinni er svohljóðandi: 

Svo sem fram hef­ur komið munu áhrif heims­far­ald­urs kór­ónu­veirunn­ar hafa víðtæk áhrif á rík­is­sjóð og allt ís­lenskt sam­fé­lag. Fyr­ir end­ann á því verður ekki enn séð, því miður. Það er hins veg­ar á svona stund­um sem styrk­leik­ar ís­lensks sam­fé­lags koma vel í ljós. Víðtæk samstaða og bar­áttu­hug­ur hafa ein­kennt sam­fé­lagið síðustu vik­ur og mánuði. Nú verða all­ir að leggja lóð á vog­ar­skál­ar. Af þess­um sök­um hafa und­ir­rituð fimm sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki tekið þá ákvörðun að falla frá kröf­um á hend­ur ís­lenska rík­inu vegna ágrein­ings um út­hlut­un afla­heim­ilda í mak­ríl.

Þann 6. des­em­ber 2018 voru kveðnir upp tveir dóm­ar Hæsta­rétt­ar, þar sem viður­kennd var skaðabóta­skylda ís­lenska rík­is­ins vegna fjár­tjóns sem tvær út­gerðir (Ísfé­lag Vest­manna­eyja hf. og Hug­inn ehf.) töldu sig hafa orðið fyr­ir með því að fiski­skip þeirra hefðu á grund­velli reglu­gerða verið út­hlutað minni afla­heim­ild­um í mak­ríl árin 2011 til 2014 en skylt hefði verið sam­kvæmt lög­um. Með dóm­um þess­um var því staðfest að lög hefðu verið brot­in af hálfu þáver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráðherra við út­hlut­un afla­heim­ilda og að leidd­ar hefðu verið að því lík­ur að fjár­hags­legt tjón hefði hlot­ist af þeirri hátt­semi. Umboðsmaður Alþing­is komst að sam­bæri­legri niður­stöðu vegna þess­ar­ar meðferðar ráðsherra.

Í kjöl­far þess­ara dóma höfðuðu sjö út­gerðarfé­lög, um miðbik síðasta árs, mál á hend­ur ís­lenska rík­inu til heimtu skaðabóta vegna þess tjóns sem þau urðu fyr­ir vegna rangr­ar út­hlut­un­ar mak­ríl­kvóta, á tíma­bil­inu 2011-2018.

Árétta ber að enn hef­ur ekki verið dæmt um hvert hið fjár­hags­lega tjón hlutaðeig­andi aðila var á því tíma­bili sem afla­heim­ild­um var út­hlutað í and­stöðu við sett lög. Það hef­ur raun­ar ekki verið grund­vall­arþátt­ur máls­ins. Það sem mest er um vert er að sett­um lög­um sé fylgt og ábyrgð fylgi því þegar út af bregður. Það á við um fyr­ir­tæki, ein­stak­linga og stjórn­völd. Þetta er einn grund­vall­arþátt­ur rétt­ar­rík­is.

 

Virðing­ar­fyllst,

Eskja

Gjög­ur

Ísfé­lag Vest­manna­eyja

Loðnu­vinnsl­an

Skinn­ey-Þinga­nes

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.25 247,00 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.25 363,52 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.25 383,19 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.25 236,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.25 196,89 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.25 250,05 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.25 234,63 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.3.25 Finnur EA 245 Þorskfisknet
Þorskur 950 kg
Samtals 950 kg
27.3.25 Harðbakur EA 3 Botnvarpa
Skarkoli 4.064 kg
Samtals 4.064 kg
27.3.25 Viðey RE 50 Botnvarpa
Ýsa 49.547 kg
Karfi 39.822 kg
Þorskur 35.213 kg
Ufsi 29.425 kg
Samtals 154.007 kg
27.3.25 Sigurbjörg VE 67 Botnvarpa
Karfi 37.877 kg
Samtals 37.877 kg
26.3.25 Þorgrímur SK 27 Grásleppunet
Grásleppa 1.426 kg
Þorskur 363 kg
Samtals 1.789 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.3.25 247,00 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.25 363,52 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.25 383,19 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.25 236,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.25 196,89 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.25 250,05 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.25 234,63 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.3.25 Finnur EA 245 Þorskfisknet
Þorskur 950 kg
Samtals 950 kg
27.3.25 Harðbakur EA 3 Botnvarpa
Skarkoli 4.064 kg
Samtals 4.064 kg
27.3.25 Viðey RE 50 Botnvarpa
Ýsa 49.547 kg
Karfi 39.822 kg
Þorskur 35.213 kg
Ufsi 29.425 kg
Samtals 154.007 kg
27.3.25 Sigurbjörg VE 67 Botnvarpa
Karfi 37.877 kg
Samtals 37.877 kg
26.3.25 Þorgrímur SK 27 Grásleppunet
Grásleppa 1.426 kg
Þorskur 363 kg
Samtals 1.789 kg

Skoða allar landanir »