Ástandið eykur áhersluna á sveigjanleika

Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri fiskiðnaðar hjá Marel, segir áföll til …
Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri fiskiðnaðar hjá Marel, segir áföll til þess fallin að knýja fram sveigjanlegra viðskiptamódel. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nýr framkvæmdastjóri fiskiðnaðar hjá Marel telur sjálfvirknivæðinguna fá byr undir báða vængi á komandi misserum. Samhliða eru mikil tækifæri á þeim mörkuðum sem ekki eru komnir á það stig, að sögn hennar.

„Við erum alþjóðlegt fyrirtæki og erum að veita heildarlausnir fyrir fiskiðnaðinn sem er ótrúlega spennandi iðnaður sem er sífellt að færast í átt að meiri sjálfvirknivæðingu. Ég sé fyrir mér að við munum stíga hröð skref núna eftir að fyrstu róbótalausnirnar eru komnar í góða keyrslu hjá mörgum framleiðendum. Maður sér alltaf hvernig markaðurinn þróast, þetta fer hægt af stað en svo allt í einu tekur hann kipp,“ segir Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri fiskiðnaðarsviðs hjá Marel.

Skurðvélarnar hafa séð miklar breytingar á síðustu árum.
Skurðvélarnar hafa séð miklar breytingar á síðustu árum. Ljósmynd/Marel

Hún segir að eftir að FleXicut-lausn Marel kom á markað fyrir um fimm árum hafi farið af stað hröð þróun í sérhæfðum skurði eftir pöntunum. Jafnframt eykst sífellt eftirspurn eftir auknum rekjanleika afurða sem tryggja aukin gæði. Hvað gæði varðar telur Guðbjörg hvítfiskinn eiga eftir að marka sér skýrari spor sem hágæðavara. „Þetta er náttúrlega dásamlegt hráefni,“ segir hún og vísar til þess hvernig laxinn hefur orðið alþjóðlega viðurkennd hágæðavara.

Þá er ástandið sem skapast hefur vegna útbreiðslu kórónuveirunnar líklegt til þess að ýta enn frekar undir þessa þróun að mati Guðbjargar. „Þeir sem þegar eru búnir að stíga með tærnar út í þetta sjá hvaða tækifæri felast í róbótunum og hugbúnaðinum munu vilja taka þetta áfram.“

Kallar á sveigjanleika

Ljóst er að þeir aðilar sem hafa lagt áherslu á vinnslu ferskra afurða til útflutnings eru að ganga í gegnum erfiðleika, en þær afurðir hafa af mikið ratað í veitingageirann og hafa aðgerðir stjórnvalda í Evrópu og Bandaríkjunum leitt til þess að veitingahús og hótel hafa lokað dyrum. Auk þess hafa stórar verslunarkeðjur í Bretlandi eins og Tesco og Sainsbury‘s í Bretlandi lokað fiskborðum sínum og hefur uppboðsmarkaði fyrir fisk í Grimsby einnig verið einnig verið lokað.

Guðbjörg segir þessa þróun líklega til þess að hvetja fyrirtæki, sem hafa einblínt á framleiðslu ferskra afurða, til þess að sækjast eftir auknum sveigjanleika sem myndi gera þeim kleift að beina framleiðslunni í það sem skapað geti tekjur í breyttu umhverfi. „Nú eru margir sem vilja skipta úr fersku í frosið. Hafa kannski verið að flytja út ferskan heilan fisk eða heil flök og vilja geta unnið fiskin enn frekar hér heima. Ég hugsa að það verði meiri spurn eftir sveigjanleika,. Sumir hugsa væntanlega að þeir ætli ekki að lenda í aðstæðum þar sem dregur úr framleiðslu vegna þess að starfsfólk fer í sóttkví eða að geta ekki skipt milli framleiðsluleiða.“

Þá geta slík skakkaföll ýtt undir þróun nýrra lausna sem skapa grundvöll fyrir sveigjanlegra viðskiptamódeli, segir hún. „Samtalið verður oft til í kjölfar áfalla. Þegar gengið er í gegnum krísu koma upp ákveðnar spurningar og sumt sem hefur kannski tekið langan tíma að koma í framkvæmd, það fer í miklu hraðskreiðara ákvörðunarferli.“

Vélarnar taka sífellt við fleiri verkefnum.
Vélarnar taka sífellt við fleiri verkefnum. Ljósmynd/Marel

Heimamarkaðurinn tíu árum á undan

Spurð hvernig málin standa á nýmörkuðum segir Guðbjörg þá vilja lausnir eins og minni flokkara, einfaldari línur og lausnir sem að eykur afköstin. „Um leið og fyrirtæki eru búin að stíga þessi skref þá kemur hitt í kjölfarið. „Það er mjög áhugavert að sjá hvernig eldishvítfiskurinn er að þróast. Þar eru tækifæri til þess að koma með einfaldari tæki, sem þegar eru til, inn á nýmarkaði. Þar hefur vinnuaflið oft verið ódýrara, en þegar það þarf að auka magn í gegnum vinnsluna er einfalt að koma upp tækjum sem hafa verið lengi á öðrum mörkuðum,“ segir Guðbjörg og bendir á Suður-Ameríku, Asíu og Afríku.

Þrátt fyrir aukin umsvif Marel á alþjóðlegum mörkuðum á undanförnu telur Guðbjörg mikilvægt að viðhalda góðu og nánu samstarfi við viðskiptavini á heimamarkaðnum. „Heimamarkaðurinn býður upp á endalaus tækifæri til þess að vera í nánu samstarfi í nýsköpun og vera þannig tíu árum á undan öllum öðrum mörkuðum, enda eru aðilar hér mjög fljótir að nýta sér nýjustu tæknilausnir og til í að taka þátt í vöruþróun og nýsköpun í samstarfi við okkur. Þetta er virðissköpun sem er ótrúlega gaman að taka þátt í.

Öflug nýsköpun

Hugbúnaður mun sífellt skipta meira máli enda eru tæki í auknum mæli samtengd inn á eitt kerfi og þurfa að getað talað saman, auk þess sem stjórnun tækjanna verður sífellt tæknivæddari, að sögn Guðbjargar. Þá sé mikilvægt að vera í samstarfi um nýsköpun innanlands og bendir meðal annars á að fyrirtækið hefur verið í samstarfi við Háskólann í Reykjavík um þróun á sviði gervigreindar.

Ljósmynd/Marel

„Nýsköpunarumhverfið á Íslandi er að verða mjög öflugt og klárlega þarf að styðja við frekari nýsköpun, það græða allir á aukinni þekkingu,“ svarar hún spurð hvort þurfi að styðja við bættar aðstæður til nýsköpunar á Íslandi. Jafnframt þurfi að stuðla að því að erlendir aðilar með sérhæfða þekkingu sækjast eftir því að starfa á Íslandi.

Tækifæri með sýndarveruleika

Marel hefur þegar hafið nýtingu nýrrar tækni til þess að miðla upplýsingum til viðskiptavina, að sögn Guðbjargar. „Það er ótrúleg framþróun á sviði sýndarveruleika sem opnar á meiri skilning á hvernig sé unnið með hráefnið,“ útskýrir hún og bætir við að viðskiptavinir Marels geta séð sínar eigin vinnslur í sýndarveruleika og skoðað hvaða tækifæri eru til úrbóta. „Eitt er að sjá einhver gögn í excel-skjali, annað er að horfa á það á skjánum í sýndarveruleika. Þá eykst skilningurinn svo svakalega.“ Þá er einnig kostur að hægt er að nýta slíka tækni þvert á landamæri og er hægt að miðla upplýsingum með þessari tækni í raun hvert sem er.

Dæmi eru um að Marel hafi nýtt sýndarveruleika í samskiptum við viðskiptavini hér á landi. Brim hf. undirritaði samning við Marel í október á síðasta ári um uppsetningu á hátækni vinnslubúnaði og hugbúnaði fyrir hvítfiskvinnslu sem sagt hefur verið gera aðstöðu félagsins á Norðurgarði í Reykjavík að fullkomnustu vinnslustöð fyrir bolfisk á heimsvísu. Áður en gengið var til samninga kynnti Marel lausnina fyrir stjórnendum Brim í sýndarveruleika, auk þess sem gert var ráð fyrir að þjálfun starfsmanna færi fram í gegnum sýndarveruleika þannig að starfsfólk Brims mun geta starfrækt búnaðinn frá Marel frá fyrsta degi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.7.24 486,19 kr/kg
Þorskur, slægður 18.7.24 329,49 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.7.24 317,70 kr/kg
Ýsa, slægð 19.7.24 238,10 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.7.24 158,32 kr/kg
Ufsi, slægður 19.7.24 15,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 19.7.24 186,65 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.7.24 Kristinn ÞH 163 Handfæri
Þorskur 2.176 kg
Samtals 2.176 kg
19.7.24 Bobby 20 ÍS 380 Sjóstöng
Þorskur 74 kg
Steinbítur 32 kg
Ýsa 25 kg
Samtals 131 kg
19.7.24 Bobby 7 ÍS 367 Sjóstöng
Þorskur 16 kg
Samtals 16 kg
19.7.24 Bobby 8 ÍS 368 Sjóstöng
Þorskur 79 kg
Samtals 79 kg
19.7.24 Bobby 10 ÍS 370 Sjóstöng
Þorskur 164 kg
Samtals 164 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.7.24 486,19 kr/kg
Þorskur, slægður 18.7.24 329,49 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.7.24 317,70 kr/kg
Ýsa, slægð 19.7.24 238,10 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.7.24 158,32 kr/kg
Ufsi, slægður 19.7.24 15,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 19.7.24 186,65 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.7.24 Kristinn ÞH 163 Handfæri
Þorskur 2.176 kg
Samtals 2.176 kg
19.7.24 Bobby 20 ÍS 380 Sjóstöng
Þorskur 74 kg
Steinbítur 32 kg
Ýsa 25 kg
Samtals 131 kg
19.7.24 Bobby 7 ÍS 367 Sjóstöng
Þorskur 16 kg
Samtals 16 kg
19.7.24 Bobby 8 ÍS 368 Sjóstöng
Þorskur 79 kg
Samtals 79 kg
19.7.24 Bobby 10 ÍS 370 Sjóstöng
Þorskur 164 kg
Samtals 164 kg

Skoða allar landanir »