Sjálfsagt að leita réttar í makríldeilu

Útgerðir töldu brotið á rétti sínum við úthlutun makrílkvóta.
Útgerðir töldu brotið á rétti sínum við úthlutun makrílkvóta. mbl.is/Árni Sæberg

„Við lifum eins og allir vita í réttarríki. Ef einhver brýtur lög, sem í þessu tilfelli var ríkið, er ekkert sjálfsagðara en að leita réttar síns,“ segir Friðrik Mar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar.

Tilefnið er sú ákvörðun Loðnuvinnslunnar og fjögurra annarra útgerða að falla frá málsókn á hendur íslenska ríkinu vegna þess hvernig staðið var að úthlutun aflaheimilda á makríl árin 2011-14.

„Frumkvöðlar sköpuðu þjóðinni þennan kvóta. Jón Bjarnason [þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (2009-2011)] ákveður hins vegar að dreifa makrílkvótanum á frystitogara, ísfisktogara og smábáta. Við það urðu frumkvöðlarnir flestir af tekjum. Þess vegna fóru Huginn og Ísfélagið í mál gegn ríkinu og unnu það,“ segir Friðrik Mar.

Vísar hann þar til tveggja dóma Hæstaréttar í desember 2018 í málum 508/9 2017.

Ríkið dæmt skaðabótaskylt

Hæstiréttur dæmdi þar íslenska ríkið skaðabótaskylt gagnvart Hugin og Ísfélagi Vestmannaeyja. Með því sneri Hæstiréttur við sýknudómum Héraðsdóms Reykjavíkur.

Til upprifjunar höfðu útgerðirnar krafist viðurkenningar á skaðabótaskyldu vegna fjártjóns sem þær töldu sig hafa orðið fyrir. Það er að segja með því að fiskiskipum þeirra hefði á grundvelli reglugerða verið úthlutað minni aflaheimildum í makríl árin 2011 til 2014 en skylt hefði verið samkvæmt lögum nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða og lögum nr. 151/1996 um fiskveiðar utan lögsögu Íslands.

Í dómum Hæstaréttar var rifjað upp að með reglugerðum þeim, sem ráðherra setti um makrílveiðar íslenskra skipa innan og utan íslenskrar lögsögu á árunum 2008 til 2014, hafi í skilningi 2. mgr. 5. gr. laga nr. 151/1996 verið tekin ákvörðun um að takmarka heildarafla úr makrílstofninum. Hins vegar hafi verið skylt að úthluta kvótanum í samræmi við veiðireynslu en þá er miðað við þrjú bestu veiðitímabil á undangengnum sex veiðitímabilum.

Friðrik Mar rifjar upp að auk þess sem fram kom í dómum Hæstaréttar hafi umboðsmaður Alþingis fundið að embættisfærslum Jóns Bjarnasonar við úthlutun makrílkvótans.

Lá fyrir í fyrrasumar

Eftir dómana hafi sjö útgerðir, þ.e. Eskja, Gjögur, Huginn, Ísfélag Vestmannaeyja, Loðnuvinnslan, Skinney-Þinganes og Vinnslustöðin farið að útbúa stefnur sem hafi legið fyrir í júní í fyrra. Þær hafi í stefnunum gert ýtrustu kröfur en venju samkvæmt komi matsmenn og aðrir úrskurðaraðilar að málum á síðari stigum. Kröfur félaganna náðu annars vegar til áranna 2011-2014, sem fjallað var um í áðurnefndum dómum Hæstaréttar, og hins vegar tímabilsins 2015-2018. Þetta kemur fram í svari Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra vegna fyrirspurnar á þingi. Með gildistöku laga 46/2019 var úthlutað makrílkvóta á grundvelli veiðireynslu.

Hefði tekið þrjú til fjögur ár

„Þetta er langur ferill. Það má ætla að þetta hefði tekið þrjú til fjögur ár. Fyrirtakan hefði mögulega orðið í haust,“ segir Friðrik Mar.

„Menn fóru að hugsa sig um í hörmungunum sem nú ganga yfir þjóðina. Það er orðið ljóst að það verður mikið atvinnuleysi og ríkissjóður þarf að taka hressilega á,“ segir Friðrik Mar. Það hafi síðan verið ákvörðun stjórna fimm útgerða af sjö, sem komu að þessum málshöfðunum, að falla frá kröfum á hendur ríkinu. Sú ákvörðun Loðnuvinnslunnar hafi legið fyrir eftir páska.

„Menn fóru að ræða saman. Niðurstaðan var að í stað þess að hvert og eitt félag myndi tilkynna þetta skyldu þau standa sameiginlega að tilkynningu. Hafa Eskja, Gjögur, Ísfélag Vestmannaeyja, Loðnuvinnslan og Skinney-Þinganes því sameiginlega tilkynnt ákvörðum um að falla frá málsókninni.“

Friðrik Mar segir aðspurður að stjórnmálaumræðan hafi ekki haft áhrif á niðurstöðuna.

„Hún hefur ekki mikil áhrif á mann. Hún er ansi oft út og suður,“ segir Friðrik Mar. Að sama skapi hafi borið á rangfærslum í fjölmiðlum um aðdraganda ákvarðana stjórna þessara fimm félaga, þar á meðal því hvernig staðið var að tilkynningunni á miðvikudaginn var um að falla frá málsóknunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.11.24 589,39 kr/kg
Þorskur, slægður 20.11.24 618,73 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.11.24 442,45 kr/kg
Ýsa, slægð 20.11.24 364,40 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.11.24 111,15 kr/kg
Ufsi, slægður 20.11.24 343,79 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 20.11.24 379,78 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.11.24 Siggi Bessa SF 97 Línutrekt
Þorskur 7.995 kg
Ýsa 3.128 kg
Langa 83 kg
Skötuselur 65 kg
Keila 64 kg
Ufsi 19 kg
Samtals 11.354 kg
21.11.24 Þórsnes SH 109 Grálúðunet
Þorskur 17.935 kg
Samtals 17.935 kg
21.11.24 Halldór NS 302 Handfæri
Þorskur 532 kg
Ufsi 496 kg
Karfi 7 kg
Samtals 1.035 kg
21.11.24 Akurey AK 10 Botnvarpa
Þorskur 105.873 kg
Karfi 49.259 kg
Ufsi 3.805 kg
Ýsa 1.580 kg
Hlýri 880 kg
Langa 586 kg
Grálúða 386 kg
Blálanga 368 kg
Steinbítur 363 kg
Keila 56 kg
Þykkvalúra 30 kg
Skarkoli 22 kg
Samtals 163.208 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.11.24 589,39 kr/kg
Þorskur, slægður 20.11.24 618,73 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.11.24 442,45 kr/kg
Ýsa, slægð 20.11.24 364,40 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.11.24 111,15 kr/kg
Ufsi, slægður 20.11.24 343,79 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 20.11.24 379,78 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.11.24 Siggi Bessa SF 97 Línutrekt
Þorskur 7.995 kg
Ýsa 3.128 kg
Langa 83 kg
Skötuselur 65 kg
Keila 64 kg
Ufsi 19 kg
Samtals 11.354 kg
21.11.24 Þórsnes SH 109 Grálúðunet
Þorskur 17.935 kg
Samtals 17.935 kg
21.11.24 Halldór NS 302 Handfæri
Þorskur 532 kg
Ufsi 496 kg
Karfi 7 kg
Samtals 1.035 kg
21.11.24 Akurey AK 10 Botnvarpa
Þorskur 105.873 kg
Karfi 49.259 kg
Ufsi 3.805 kg
Ýsa 1.580 kg
Hlýri 880 kg
Langa 586 kg
Grálúða 386 kg
Blálanga 368 kg
Steinbítur 363 kg
Keila 56 kg
Þykkvalúra 30 kg
Skarkoli 22 kg
Samtals 163.208 kg

Skoða allar landanir »