Missti sig af hamingju þegar stúlkan fannst á lífi

Hallbjörg Erla Fjeldsted, varðstjóri Landhelgisgæslunnar, segir óhjákvæmilegt að verða fyrir …
Hallbjörg Erla Fjeldsted, varðstjóri Landhelgisgæslunnar, segir óhjákvæmilegt að verða fyrir tilfinningaflökti í starfinu hjá Landhelgisgæslunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar sinnir skipulagningu leitar- og björgunarþjónustu fyrir sjófarendur og samhæfingu framkvæmdar leitar- og björgunaraðgerða. Þar er gefandi og krefjandi að starfa, segir Hallbörg Erla Fjeldsted varðstjóri.

„Stór hluti af starfinu er fjarskiptasamskipti á miðum og landinu. Í talstöðvarsamskiptum við skip er mikið verið að taka á móti útmeldingum skipa þegar þau halda til hafs. Þó svo að við notumst ennþá við gamla strandstöðvafyrirkomulagið sinnum við hlustvörslu fyrir allt landið og öllum skipum er svarað úr Skógarhlíðinni. Því er oft talsverður hamagangur á hóli, sérstaklega á strandveiðinni þegar skipin leggja flest úr höfn á svipuðum tíma. Þá getum við verið með nokkur skip að kalla á sama tíma, hvert úr sínum landshlutanum. Þeir heyra ekki hver í öðrum á milli landshluta, en við heyrum í öllum sendum,“ segir Hallbjörg Erla og bætir við að allir dagar séu óútreiknanlegir og nýjar áskoranir og ný viðfangsverkefni bætist við á degi hverjum.

Ljósmynd/Landhelgisgæslan

„Annað sem er stór þáttur í okkar starfi er ferilvöktun skipa. Ferilvöktun felur í sér að ganga úr skugga um að skip séu ofansjávar og allt í góðu. Flest skip senda frá sér staðsetningu í gegnum sjálfvirkan staðsetningarbúnað en önnur færum við handvirkt inn í vöktunarkerfið. Ef einhverra hluta vegna þetta sjálfvirka merki skilar sér ekki inn í kerfin til okkar á réttum tíma þurfum við því að hafa samband við skipið og grennslast fyrir um það. Stundum náum við ekki sambandi við skipið í gegnum talstöð eða síma og þurfum því oft að fara alls konar krókaleiðir, jafnvel í mikla rannsóknarvinnu, til að ná sambandi. En tíminn tikkar hratt í þessu og ef okkur tekst ekki að ná sambandi við skipið innan hálftíma þurfum við að ræsa út leit og björgun,“ útskýrir hún.

Mikilvægur milliliður

Forgangsmálin sem rata inn á borð stjórnstöðvarinnar eru yfirleitt þess eðlis að mannslíf sé í hættu eða gæti orðið það, að sögn Hallbjargar Erlu. „Því þarf oft að hafa hraðar hendur og leysa málin hratt og örugglega.“ Þá segir hún dæmi um slík tilfelli vera þyrluútköll, móttöku og úrvinnslu neyðarskeyta skipa og flugvéla eða skipskaða. „Í þyrluútköllum er stjórnstöðin milligönguliður á milli vettvangs og þyrlu annars vegar og spítala og þyrlu hins vegar. Í þyrluútköllum er ýmislegt sem þarf að hugsa fyrir og leysa úr í samráði við þyrluáhöfnina. Við upplýsum þyrluna til dæmis um staðsetningu og veður, pöntum neyðarblóð úr blóðbankanum og fleira.“

Engin banaslys hafa orðið á sjó síðastliðin þrjú ár og segir Hallbjörg Erla það fræðslu og skjótum og góðum viðbrögðum að þakka. „Við segjum oft á stjórnstöðinni að öflugasta björgunartækið séu sjómennirnir sjálfir, en það er mikill styrkur fólginn í því fyrir sjófarendur að vita hver af öðrum þegar á þarf að halda og reiða sig á. Sjómenn eru yfirleitt boðnir og búnir að bjóða fram aðstoð sína ef svipast þarf um eftir skipi sem við náum ekki sambandi við eða aðstoða á einn eða annan hátt,“ útskýrir hún og vísar meðal annars til þess að sjómenn hafi verið mikilvægur viðbragðsaðili þegar Blíða SH sökk í Breiðafirði, „en þá varð mannbjörg þegar þremur skipverjum var bjargað yfir í Leyni SH“.

Óhjákvæmilegt að upplifa tilfinningaflökt

Það hefur ekki farið fram hjá neinum að gengið hefur yfir landið verulegt óveður undanfarna mánuði og þrátt fyrir að færri hafi verið á sjó þegar versta veðrið herjaði var nóg um að vera hjá starfsmönnum stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar, að sögn Hallbjargar Erlu. „Það voru aðrar áskoranir sem við þurftum að takast á við. Sem dæmi má nefna að fleiri slys um borð í erlendum flutningaskipum komu inn á borð til okkar með oft tilheyrandi tungumálaörðugleikum. Eitt atvik er mér minnisstætt, en þá höfðu tveir áhafnarmeðlimir erlends flutningaskips slasast um borð. Skipstjórinn talaði enga ensku, en notaðist við þýðingaforrit sem hann gat stuðst við og gert sig nokkuð skiljanlegan í bréfaskriftum við okkur. Þyrlulæknirinn kom niður á stöð til okkar og náði með mikilli fyrirhöfn og aðstoð túlks að átta sig á stöðu mála í gegnum síma.

Eins áttum við í miklu samstarfi við varðskipið Þór þegar það stóð í ströngu fyrir norðan og á Vestfjörðum í óveðursbylgjunum sem gengu yfir í vetur. Ég var einmitt á vaktinni kvöldið sem snjóflóðin féllu á Flateyri og í Súgandafirði. Fólk í þessu er mannlegt og ég allavega missti mig af hamingju að heyra í talstöðinni þegar björgunarsveitin fann stelpuna á lífi og hugsaði til þess hvað við erum heppin að eiga svona gott almannavarnateymi á Íslandi.“

Þrátt fyrir mikið álag tekst að halda jákvæðum anda á vinnustaðnum segir Hallbjörg Erla. „Það er óhjákvæmilegt í þessu starfi að upplifa tilfinningaflökt, bæði þegar vel gengur og eins í þeim málum sem lýkur ekki eins og við óskuðum. [...] Það eru miklir húmoristar sem starfa á stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og veit ég stundum ekki hvort ég er í vinnunni eða á miðri uppistandssýningu, en hlátur er einmitt nauðsynlegur til að takast á við álag.“

Fyrsta fastráðna konan

Það var eiginlega tilviljun að Hallbjörg Erla hóf störf hjá Landhelgisgæslunni að eigin sögn, en hún er fyrsta fastráðna konan í stjórnstöðinni frá stofnun hennar árið 1951. „Ég hef lengi haft áhuga á Landhelgisgæslunni og því góða starfi sem hún sinnir. Þar get ég nýtt skipstjórnarmenntunina og áhugann á siglingum og sjávarútvegi. En ég er þakklát fyrir að fá að vera hluti af þessu öfluga og samheldna teymi. Að 10. bekk loknum bauðst krökkum tækifæri um skeið til að sækja um sem varðskipsnemar og fara einn túr með varðskipi sumarið eftir. Ég sendi inn umsókn þar sem ég fann strax að þetta væri eitthvað sem ætti við mig.

Ef fólk hefur áhuga á siglingum, sjávarútvegi og leit og björgun mæli ég hiklaust með þessu og sérstaklega fyrir konur að víkka sjóndeildarhringinn og sjá hvar tækifærin liggja. [...] Mín reynsla er sú að fólk sem hefur ekkert vit á siglingum eða sjómennsku annað en sínar staðalmyndir sé oft fordómafyllra en sjómennirnir sjálfir. Við megum bara ekki láta það slá okkur út af laginu.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.8.24 487,39 kr/kg
Þorskur, slægður 27.8.24 335,12 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.8.24 198,15 kr/kg
Ýsa, slægð 27.8.24 160,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.8.24 188,48 kr/kg
Ufsi, slægður 27.8.24 191,43 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 27.8.24 223,77 kr/kg
Litli karfi 26.8.24 32,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 27.8.24 247,64 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.8.24 Sandfell SU 75 Lína
Steinbítur 404 kg
Ýsa 156 kg
Þorskur 131 kg
Skarkoli 33 kg
Ufsi 15 kg
Keila 5 kg
Samtals 744 kg
27.8.24 Hulda GK 17 Lína
Þorskur 2.695 kg
Ýsa 1.721 kg
Steinbítur 53 kg
Hlýri 22 kg
Samtals 4.491 kg
27.8.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 2.865 kg
Ýsa 1.201 kg
Steinbítur 45 kg
Ufsi 41 kg
Samtals 4.152 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.8.24 487,39 kr/kg
Þorskur, slægður 27.8.24 335,12 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.8.24 198,15 kr/kg
Ýsa, slægð 27.8.24 160,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.8.24 188,48 kr/kg
Ufsi, slægður 27.8.24 191,43 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 27.8.24 223,77 kr/kg
Litli karfi 26.8.24 32,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 27.8.24 247,64 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.8.24 Sandfell SU 75 Lína
Steinbítur 404 kg
Ýsa 156 kg
Þorskur 131 kg
Skarkoli 33 kg
Ufsi 15 kg
Keila 5 kg
Samtals 744 kg
27.8.24 Hulda GK 17 Lína
Þorskur 2.695 kg
Ýsa 1.721 kg
Steinbítur 53 kg
Hlýri 22 kg
Samtals 4.491 kg
27.8.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 2.865 kg
Ýsa 1.201 kg
Steinbítur 45 kg
Ufsi 41 kg
Samtals 4.152 kg

Skoða allar landanir »