Endurunnið plast að toghlerum á Dalvík

Báturinn Spirted Lady er með Neptune toghlera frá Pólar úr …
Báturinn Spirted Lady er með Neptune toghlera frá Pólar úr stáli, en bráðum mun fyrirtækið selja toghlera úr endurunnu plasti. Ljósmynd/Polar toghlerar ehf.

Plastmengun hefur hlotið verulega athygli á undanförnum árum og víða verið lögð aukin áhersla á flokkun og endurvinnslu. Nú styttist í að endurunnið plast, sem meðal annars verður til vegna haftengdrar starfsemi, geti nýst í gerð toghlera og hlerarnir sjálfir verði endurunnir þegar þeim þarf að farga.

„Hugmyndin varð til fyrir að verða tíu árum þegar veruleg umræða varð um plastmengun,“ segir Atli Már Jósafatsson, einn eigenda og framkvæmdastjóri Polar toghlera ehf. Fyrirtækið stefnir að framleiðslu toghlera úr enurunnu plasti frá Pure North Recycling í Hveragerði, en framleiðslan verður hjá Sæplasti á Dalvík.

Hann segir að nú hafi skapast skilyrði til þess að hrinda hugmyndinni í framkvæmd. „Tæknin fleytir þessu fram og nú er mjög einfalt að endurvinna plastúrgang og svo hefur heimurinn verið að minnka í þeim skilningi að við erum farin að selja hlera til mun fleiri landa en áður. Við erum að reka okkurá aðstæður í minna þróuðum löndum þar sem væri veruleg búbót fyrir þá aðila sem stunda veiðar að fá nútímahönnun á toghlerum.“

Atli Már bendir á að á þessum mörkuðum noti margir útgerðaraðilar enn sambærilega hönnun og verið hefur í margar kynslóðir og toghlerarnir séu oft úr járni og timbri.

Hann segir markhópinn vera gífurlegan fjölda togbáta sem eru minna en 24 metrar að lengd. Talið er að allt að ein milljón báta í þessum stærðarflokki stundi togveiðar. Flestir bátarnir eru í Asíu, Afríku, Mið- og Suður-Ameríku og Suður-Evrópu í Miðjarðarhafi.

Endurunnið plast frá hveragerði mun verða að toghlerum á Dalvík.
Endurunnið plast frá hveragerði mun verða að toghlerum á Dalvík. Reikning/Polar toghlerar ehf.

Þá sé ný hönnun á toghlerum til þess gerð að skila notendum betri veiðimöguleikum þar hönnunin miðar að því að hámarka getu hlerans til þess að opna trollið með sem minnstu viðnámi, að sögn Atla Más. „Það sem meira er, að toghlerar úr plasti, steyptir hlerar, gefa endalausa möguleika í hönnun á hleranum. Við erum með hlera sem er búinn að fara í gegnum langt ferli í hönnun til þess að gera hann eins hagkvæman og hægt er.“

Hringrásarvara

Fyrir liggja mikil tækifæri fyrir minni báta að skila betri afkomu, að sögn hans, og hann bendir á að toghlerarnir séu minni og dragi úr rekstrarkostnaði með töluvert minni olíunotkun og auki tekjur með betri aflabrögðum.

Þá segir Atli Már óhagkvæm veiðarfæri hafa mjög slæm áhrif á vistkerfið. „Með því að skrapa botninn eyðast viðkvæmar botnlífverur sem eru uppistaðan í fæðu smáfiska og með sama áframhaldi má búast við lélegri endurnýjun og að fiskistofnar hverfi af mörgum svæðum. Með straumfræðilega hönnuðum toghlerum steyptum úr plasti og léttum í sjó er hægt að draga verulega úr viðnámi veiðarfærisins við botn. Hagkvæm hönnun sem dregur úr viðnámi toghleranna við botn hlífir einnig viðkvæmum botnlífverum.“ Þá séu toghlerar sem draga úr olíunotkun líklegri til þess að stuðla að minni losun.

Atli Már Jósafatsson.
Atli Már Jósafatsson.

Spurður hvort toghlerar úr plasti séu ekki úr veikara efni en til að mynda þeir sem eru úr stáli segir hann svo vera. Hins vegar sé það svo að smærri bátar þurfi ekki jafn mikinn styrk til þess að stunda sínar veiðar.

Í skýrslu sem unnin var fyrir Norrænu ráðherranefndina vegna verkefnisins Hrein norræn höf og birt var í janúar kemur fram að mikilvægt sé að skapa hvata til þess að tilkynna töpuð veiðarfæri og til þess að endurvinna þau. En toghlerana, sem hafa fengið nafnið Plútó, má einmitt gera úr endurunnum veiðarfærum auk kaðla, kara og annarra plastefna. Þannig getur búnaður sem ekki er lengur nothæfur orðið hluti af veiðum á ný. Jafnframt getur myndast jákvæð hringrás þar sem endurvinna megi hlerana í nýja hlera.

Fyrst um sinn mun framleiðsla toghleranna ekki geta reitt sig eingöngu á plast sem tengist hafsókn, en markmiðið er að svo verði. Atli Már segir áherslu lagða á að framleiðslan verði hér á landi að eins miklu leyti og unnt er, en ljóst sé að einnig sé þörf á að endurvinna plast nær þeim mörkuðum þar sem markhóp kaupenda toghleranna er að finna enda er plastúrgangur vandamál á heimsvísu.

Líkan prentað í Danmörku

„Við erum að fara að prófa líkan í flæðitanki. Það er tilraunatankur í Hirtshals [í Danmörku] sem við notum til að prófa öll okkar hleramódel áður en við setjum þau á markað,“ svarar Atli Már spurður um stöðu verkefnisins nú. Hann segir að um þessar mundir séu þrívíddarprentarar í Danmörku að prenta út líkan af toghlerunum, á grundvelli teikninga frá fyrirtækinu, sem verða nýttar við prófanirnar.

Hann segir fleiri aðila hafa sýnt verkefninu áhuga. „Við erum með aðila á Englandi sem vilja prófa fyrir okkur hlerana, í Skotlandi og Frakklandi. Þannig að við munum senda nokkur pör til prófana á mismunandi stöðum.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.1.25 585,21 kr/kg
Þorskur, slægður 24.1.25 676,52 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.1.25 404,34 kr/kg
Ýsa, slægð 24.1.25 347,34 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.1.25 205,25 kr/kg
Ufsi, slægður 24.1.25 280,65 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 24.1.25 222,85 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.1.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína
Steinbítur 293 kg
Þorskur 178 kg
Ýsa 113 kg
Hlýri 19 kg
Karfi 7 kg
Langa 3 kg
Samtals 613 kg
25.1.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 1.069 kg
Ýsa 472 kg
Keila 133 kg
Steinbítur 8 kg
Karfi 4 kg
Hlýri 3 kg
Samtals 1.689 kg
25.1.25 Sandfell SU 75 Lína
Ýsa 1.972 kg
Þorskur 481 kg
Keila 384 kg
Karfi 296 kg
Hlýri 98 kg
Samtals 3.231 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.1.25 585,21 kr/kg
Þorskur, slægður 24.1.25 676,52 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.1.25 404,34 kr/kg
Ýsa, slægð 24.1.25 347,34 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.1.25 205,25 kr/kg
Ufsi, slægður 24.1.25 280,65 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 24.1.25 222,85 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.1.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína
Steinbítur 293 kg
Þorskur 178 kg
Ýsa 113 kg
Hlýri 19 kg
Karfi 7 kg
Langa 3 kg
Samtals 613 kg
25.1.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 1.069 kg
Ýsa 472 kg
Keila 133 kg
Steinbítur 8 kg
Karfi 4 kg
Hlýri 3 kg
Samtals 1.689 kg
25.1.25 Sandfell SU 75 Lína
Ýsa 1.972 kg
Þorskur 481 kg
Keila 384 kg
Karfi 296 kg
Hlýri 98 kg
Samtals 3.231 kg

Skoða allar landanir »