Landa milljónasamningi í Bretlandi

Morrisons í Bretlandi hefur fest kaup á tæknibúnaði fyrir 300 …
Morrisons í Bretlandi hefur fest kaup á tæknibúnaði fyrir 300 milljónir króna frá Skaganum 3X. Ljósmynd/Skaginn 3X

Breska verslunarkeðjan Morrisson, sem hefur yfir 550 verslanir í Bretlandi hefur fest kaup á SUB-CHILLING tækninni frá Skaganum 3X og verður fyrsta fyrirtækið til að nýta þessa tækni á Bretlandsmarkaði. Auk SUB-CHILLING hefur Morrisons fest kaup á RoteX uppþiðingarkerfi fyrir frystar afurðir og lausn sem vinnur marning og sundmagahryggi, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Skaganum 3X. Heildarsöluverðið nemur 300 milljónum króna.

Samhliða því að reka verslanir er Morrisons framleiðandi á fiski og öðru sjávarfangi til breskra neytenda og er áætlað að uppsetningu búnaðarins í verksmiðju Morrisons í Grimsby í Englandi ljúki í júlí. Kerfið mun viðhalda gæðum og lengja geymsluþol á þeim 20 þúsund tonnum af hvítfisk og laxi sem Morrisons framleiðir árlega, segir í tilkynningunni.

Fram kemur að SUB-CHILLING kerfið sé hannað og þróað af Skaganum 3X og notar sérhæfða tækni í þeim tilgangi að viðhalda upprunalegum gæðum afurðar og auka geymsluþol. Fiskurinn er kældur niður í mínus eina gráðu en til samanburðar verður fiskur kældur með ís aldrei kaldari en um frostmark, segir í tilkynningunni. Ávinningurinn er sagður stífari flök til vinnslu án frumuskemmda vegna ískristallamyndunar og þannig lengist geymsluþol afurðarinnar.

Ragnar A. Gudmundsson, sölustjóri Skaginn 3X, og Peter Nickson, framkvæmdarstjóri …
Ragnar A. Gudmundsson, sölustjóri Skaginn 3X, og Peter Nickson, framkvæmdarstjóri fiskisviðs hjá Morrisons. Ljósmynd/Skaginn 3X

„Þrátt yfir kórónuveiruna tókst okkur að ná saman um þessi viðskipti og er ætlun okkar að óbreyttu að ljúka uppsetningu í júlí. Frá því að við afhentum fyrsta SUB-CHILLING™ kerfið árið 2014 hefur markaðurinn smám saman áttað sig á hverju það getur áorkað. Mörg fyrirtæki hafa bæst í hópinn og viðræður standa yfir við nokkur önnur fyrirtæki. Við trúum því að ofurkælt hráefni verði viðmið markaðarins fyrr en varir,“ segir Ragnar A. Guðmundsson, sölustjóri hjá Skaganum 3X.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.11.24 564,58 kr/kg
Þorskur, slægður 21.11.24 656,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.11.24 374,69 kr/kg
Ýsa, slægð 21.11.24 341,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.11.24 315,48 kr/kg
Ufsi, slægður 21.11.24 337,30 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 21.11.24 393,63 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.11.24 Auður Vésteins SU 88 Lína
Ýsa 221 kg
Þorskur 190 kg
Ufsi 44 kg
Steinbítur 15 kg
Keila 7 kg
Samtals 477 kg
21.11.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Ýsa 180 kg
Þorskur 109 kg
Keila 29 kg
Steinbítur 17 kg
Langa 9 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 349 kg
21.11.24 Hlökk ST 66 Landbeitt lína
Ýsa 4.050 kg
Þorskur 3.889 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 7.943 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.11.24 564,58 kr/kg
Þorskur, slægður 21.11.24 656,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.11.24 374,69 kr/kg
Ýsa, slægð 21.11.24 341,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.11.24 315,48 kr/kg
Ufsi, slægður 21.11.24 337,30 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 21.11.24 393,63 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.11.24 Auður Vésteins SU 88 Lína
Ýsa 221 kg
Þorskur 190 kg
Ufsi 44 kg
Steinbítur 15 kg
Keila 7 kg
Samtals 477 kg
21.11.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Ýsa 180 kg
Þorskur 109 kg
Keila 29 kg
Steinbítur 17 kg
Langa 9 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 349 kg
21.11.24 Hlökk ST 66 Landbeitt lína
Ýsa 4.050 kg
Þorskur 3.889 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 7.943 kg

Skoða allar landanir »