„Verðmætin urðu ekki til á kontórum Stjórnarráðs“

Guðmundur Örn Gunnarsson, stjórnarformaður Vinnslustöðvarinnar segir að ítrekaðar tilraunir til …
Guðmundur Örn Gunnarsson, stjórnarformaður Vinnslustöðvarinnar segir að ítrekaðar tilraunir til sátta í makrílmálinu hafi verið hafnað. mbl.is/Golli

„Mak­ríl­veiðar og mak­ríl­vinnsla er reynd­ar ein stærsta ný­sköp­un í ís­lensk­um sjáv­ar­út­vegi í seinni tíð. Ætla má að þessi þátt­ur í starf­semi at­vinnu­grein­ar­inn­ar hafi skilað ís­lenskri þjóð um 200 millj­arða króna gjald­eyris­tekj­um á ár­un­um 2006-2018. Þessi verðmæti urðu til að frum­kvæði og með þraut­seigju fólks og fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­veg­in­um sjálf­um. Þau urðu ekki til á kon­tór­um Stjórn­ar­ráðs Íslands, svo því sé haldið til haga,“ sagði Guðmund­ur Örn Gunn­ars­son, stjórn­ar­formaður Vinnslu­stöðvar­inn­ar í Vest­manna­eyj­um, í ræðu sinni á aðal­fundi fé­lags­ins, að því er fram­kem­ur á vef þess.

„Kast­ljós­um var í vet­ur beint að Vinnslu­stöðinni og öðrum upp­sjáv­ar­fyr­ir­tækj­um í til­efni áforma um mála­rekst­ur þeirra gegn rík­inu og kröf­ur um skaðabæt­ur vegna út­hlut­un­ar afla­heim­ilda í mak­ríl á ár­un­um 2011 til 2014,“ sagði stjórn­ar­formaður­inn.

Vísaði hann til þess sjö út­gerðarfé­lög boðuðu skaðabóta­mál gegn rík­inu eft­ir Hæstirétt­ur dæmdi ís­lenska ríkið skaðabóta­skylt vegna fjár­tjóns sem út­gerðarfé­lög töldu sig hafa orðið fyr­ir með því að fiski­skip­um þeirra hefði á grund­velli reglu­gerða verið út­hlutað minni afla­heim­ild­ir en skylt væri sam­kvæmt lög­um. En fimm fyr­ir­tæki hafa fallið frá kröfu sinni.

„For­sæt­is­ráðherra hvatti fyr­ir­tæk­in til að falla frá mál­sókn og fjár­málaráðherra hótaði því að skatt­leggja fyr­ir­tæk­in sér­stak­lega ef þau fengju dæmd­ar skaðabæt­ur sér til handa úr rík­is­sjóði. Fimm fyr­ir­tæki af sjö féllu þá frá mála­rekstri, það er að segja öll nema Hug­inn og Vinnslu­stöðin,“ sagði Guðmund­ur Örn.

Ráðherr­ar sáu leik á borði

Full­yrti hann að ít­rekaðar um­leit­an­ir Vinnslu­stöðvar­inn­ar að sátt­um hafi verið hafnað. „Á dög­un­um var farið fram á fund með for­ystu­mönn­um rík­is­stjórn­ar­flokk­anna um málið við hent­ugt tæki­færi en því er­indi hef­ur ekki verið svarað. Ráðamenn hafa mörg­um hnöpp­um að hneppa nú um stund­ir en gefa sér von­andi tíma síðar á ár­inu. Okk­ur ligg­ur ekk­ert á. Mála­rekst­ur­inn tek­ur lang­an tíma, ef til hans kem­ur á annað borð.“

Sagði Guðmund­ur Örn „að sjálf­sagðar og eðli­leg­ar leik­regl­ur rétt­ar­rík­is­ins eru að út­kljá deil­ur í dóm­söl­um ef aðrar leiðir reyn­ast ófær­ar af ein­hverj­um ástæðum. Rík­is­valdið tel­ur ekki eft­ir sér að sækja þannig rétt sinn og spyr þá hvorki um aðstæður þeirra sem sótt er að né um ástandið í sam­fé­lag­inu á sama tíma. Nú sáu ráðherr­ar sér hins veg­ar leik á borði að spila á al­menn­ings­álitið og fjöl­miðlana í and­rúms­lofti kór­ónu­veirunn­ar á kostnað þeirra sem höfðu sig­ur gegn rík­inu í Hæsta­rétti.

Þá sé áhuga­verðasta hlið mak­ríls­máls­ins „að út­gerðir í Vest­manna­eyj­um voru í frum­kvöðlahópi sem gerði mak­ríl­inn að því sem hann varð um leið og rétt­ur Íslands sem strand­rík­is var tryggður gagn­vart mak­ríl­veiðum,“ að sögn stjórn­ar­for­manns­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.3.25 546,49 kr/kg
Þorskur, slægður 23.3.25 634,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.3.25 306,62 kr/kg
Ýsa, slægð 23.3.25 233,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.3.25 206,33 kr/kg
Ufsi, slægður 23.3.25 244,50 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 23.3.25 241,92 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.3.25 Sæli BA 333 Lína
Þorskur 144 kg
Samtals 144 kg
23.3.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 4.269 kg
Ýsa 3.139 kg
Langa 483 kg
Keila 105 kg
Karfi 37 kg
Steinbítur 37 kg
Samtals 8.070 kg
23.3.25 Víxill II SH 158 Handfæri
Þorskur 876 kg
Samtals 876 kg
23.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 1.709 kg
Ýsa 66 kg
Steinbítur 9 kg
Samtals 1.784 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.3.25 546,49 kr/kg
Þorskur, slægður 23.3.25 634,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.3.25 306,62 kr/kg
Ýsa, slægð 23.3.25 233,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.3.25 206,33 kr/kg
Ufsi, slægður 23.3.25 244,50 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 23.3.25 241,92 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.3.25 Sæli BA 333 Lína
Þorskur 144 kg
Samtals 144 kg
23.3.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 4.269 kg
Ýsa 3.139 kg
Langa 483 kg
Keila 105 kg
Karfi 37 kg
Steinbítur 37 kg
Samtals 8.070 kg
23.3.25 Víxill II SH 158 Handfæri
Þorskur 876 kg
Samtals 876 kg
23.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 1.709 kg
Ýsa 66 kg
Steinbítur 9 kg
Samtals 1.784 kg

Skoða allar landanir »