Ein tæknivæddasta vinnsla í heimi í Grindavík

Vinnslulína Vísis í Grindavík hefur aukið afköst úr 25 tonnum …
Vinnslulína Vísis í Grindavík hefur aukið afköst úr 25 tonnum í 80 tonn með umfangsmikilli tækni- og sjálfvirknivæðingu á undanförnum árum.

Á undanförnum árum hefur stöðugt bæst við nýr tækni- og hugbúnaður frá Marel í hvítfiskvinnslu Vísis í Grindavík. Var nýjustu viðbótinni komið fyrir í nóvember í fyrra og í maí síðastliðnum og er um að ræða sjálfvirka pökkunar- og samvalsróbota sem tengjast miðlægum hugbúnaði sem tengir tækin og stjórnendur nota til þess að stýra framleiðslunni og framleiða samkvæmt pöntunum.

Með því að hafa lokið uppsetningunni er vinnslulína Vísis ein tæknivæddasta og fullkomnasta fiskvinnsla í heimi, að sögn Guðbjargar Heiðu Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra fiskiðnaðar hjá Marel.

Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir.
Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir. mbl.is/Arnþór Birkisson

Hún segir Marel hafa verið í vöruþróunarsamstarfi við Vísi um langt skeið og árið 2006 var mikilvægt skref stigið þegar Vísir festi kaup á vél- og hugbúnaði. Síðan hefur Vísir tæknivætt vinnslur sínar enn frekar skref fyrir skref og tók fyrirtækið stórt skref í tæknivæðingu árið 2015 með FleXicut-vatnsskurðarvélum. „Um daginn fórum við inn með róbotana okkar sem umbylta því hvernig pakkað er og Sensor-X-röntgenbúnaðinn sem eykur matvælaöryggi,“ segir framkvæmdastjórinn.

Kallar á eftirfylgni

Tæknivæðing vinnslunnar síðustu ár hefur leitt til þess að Vísi hefur tekist að vera með vinnslu í fremstu röð og segir Guðbjörg Heiða að framleiðnin hafi nær þrefaldast frá árinu 2015. Róbotar draga verulega úr snertingu mannshandar á fiski, sem eykur nákvæmni í vinnsluferlinu, lágmarkar yfirvigt og eykur gæði, að sögn hennar.

Guðbjörg Heiða segir tækni- og sjálfvirknivæðingu í matvælaiðnaði með aðkomu Marels ekki aðeins felast í sölu búnaðar til vinnsluaðila. „Við ræktum sambönd við viðskiptavini okkar sem eru yfirleitt áralöng. Þá skiptir máli að vera með þjónustufólk á svæðinu, bjóða alla varahluti og eftirfylgni til þess að geta þjónustað alla okkar viðskiptavini með sömu gæðum og áreiðanleika óháð stærð þeirra eða umfangi.“

Pökkunar- og samvalsróbotar taka við hlutverki sem áður var gert …
Pökkunar- og samvalsróbotar taka við hlutverki sem áður var gert með mannshendi.

Þegar nýjum hátæknibúnaði er komið fyrir þarf að sjá til þess að hægt sé að nýta hann rétt til að tryggja hámarksafköst og býður Marel starfsfólki þjálfun í notkun hans, að sögn Guðbjargar Heiðu. Bendir hún á að fyrirtækið hafi veitt talsverðum fjölda starfsmanna viðskiptasviðs þjálfun á dögunum vegna umfangsmikilla breytinga á fiskvinnslulínum. „Það er ekkert hægt að labba frá þessu fyrr en þetta er farið að virka og þá verða allir að vera með skilning á sínu hlutverki í ferlinu.“

Þá eru langtímasambönd við viðskiptavini, eins og í tilfelli Vísis, hagfelld með gagnkvæmum hætti þar sem báðir aðilar hagnast á því að finna sífellt bættar leiðir til þess að nýta tæki og hugbúnað, að sögn Guðbjargar Heiðu.

Ný störf verða til

„Sumir viðskiptavinir okkar vilja kaupa lausnir sem eru tilbúnar og sannreyndar á markaði. Á meðan vilja aðrir vera allra fremst í innleiðingu á nýrri tækni og nýjum framleiðsluaðferðum. Þeir vilja vera leiðandi með okkur í nýsköpun og við lærum gríðarlega mikið af því samstarfi. Töfrarnir verða þegar maður er kominn út í vinnslurnar og keyrir tækin, þá fyrst opnast allar gáttir.“

Oft er rætt um að sjálfvirknivæðing vinnslna sé til þess fallin að fækka störfum. Myndin er hins vegar ekki svo einföld að sögn Guðbjargar Heiðu, sem bendir á að breytingunum fylgi óhjákvæmilega að til verða önnur störf.

„Störfum hefur ekki fækkað, en virðisaukningin sem kemur úr verksmiðjunni er gríðarleg,“ útskýrir hún og bætir við að til verði til að mynda eftirsóknarverð hátæknistörf og störf við gæðaeftirlit.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg

Skoða allar landanir »