„Við höfum skyldur gagnvart þessu fólki“

Vinnustöðvun félagsmanna Sjómannasambandsins stendur yfir út morgundaginn. Herjólfur siglir ekki …
Vinnustöðvun félagsmanna Sjómannasambandsins stendur yfir út morgundaginn. Herjólfur siglir ekki á meðan.

Forsvarsmenn Herjólfs ohf. leita nú allra leiða til að tryggja samgöngur á milli lands og Eyja þannig að fólk og aðföng geti komist þar á milli. Þetta segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs.

Tveggja daga vinnustöðvun félagsmanna Sjómannasambandsins, sem eru í áhöfn Herjólfs, hefur staðið yfir frá því á miðnætti og verði enn ósamið leggja starfsmenn niður störf í þrjá daga í næstu viku, frá þriðjudegi til fimmtudags.

Guðbjartur bendir á að skipverjar Herjólfs séu í fleiri stéttarfélögum og nýverið hafi verið samið við félagsmenn Sjómannafélagsins Jötuns um kjarasamning sem byggður er á lífskjarasamningunum svokölluðu. Spurður hvort til greina komi að hefja siglingar á einhvern hátt þrátt fyrir að á verkfallinu standi, vill hann ekki útiloka það án þess þó að gangast við því.

„Það er auðvitað lögmætt verkfall í gangi, en það breytir því ekki að það eru starfsmenn hjá félaginu sem sinna þessum störfum og eru ekki í verkfalli. Við höfum skyldur gagnvart þessu fólki og eins samfélaginu sem við búum í.“

Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf.
Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Hann segir að ekki sé hægt að láta núverandi ástand viðgangast og því séu ýmsir hlutir til skoðunar. „Það yrði ekki látið viðgangast lengi ef þjóðvegur 1 væri rofinn eða mikilvægar samgöngur innan höfuðborgarsvæðisins eða til annarra bæja.“

Bergur Þorkelsson, formaður Sjómannafélags Íslands, segir í samtali við mbl.is að hann hafi enga trú á því að reynt verði að sigla hvorki nýja né gamla Herjólfi meðan á verkfalli stendur. „Það hlýtur að vera kjaftasaga,“ segir hann. Hann furðar sig þó á því að ekki hafi verið boðað til annars fundar í kjaradeilunni en hann hafi fengið þær upplýsingar frá ríkissáttasemjara að Samtök atvinnulífsins, sem fara með samningsumboð fyrir Herjólf, hafi ekki séð neina ástæðu til að funda. „Það finnst mér mjög skrítið að menn sjái enga ástæðu til þess.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.2.25 623,92 kr/kg
Þorskur, slægður 9.2.25 790,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.2.25 455,61 kr/kg
Ýsa, slægð 9.2.25 411,58 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.2.25 245,09 kr/kg
Ufsi, slægður 7.2.25 303,57 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Gullkarfi 9.2.25 380,63 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.2.25 Hafdís SK 4 Dragnót
Þorskur 1.528 kg
Skarkoli 1.359 kg
Sandkoli 735 kg
Steinbítur 105 kg
Grásleppa 30 kg
Ýsa 25 kg
Samtals 3.782 kg
8.2.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Langa 75 kg
Steinbítur 47 kg
Ýsa 31 kg
Þorskur 28 kg
Samtals 181 kg
8.2.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 460 kg
Langa 172 kg
Ýsa 93 kg
Steinbítur 43 kg
Keila 7 kg
Samtals 775 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.2.25 623,92 kr/kg
Þorskur, slægður 9.2.25 790,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.2.25 455,61 kr/kg
Ýsa, slægð 9.2.25 411,58 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.2.25 245,09 kr/kg
Ufsi, slægður 7.2.25 303,57 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Gullkarfi 9.2.25 380,63 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.2.25 Hafdís SK 4 Dragnót
Þorskur 1.528 kg
Skarkoli 1.359 kg
Sandkoli 735 kg
Steinbítur 105 kg
Grásleppa 30 kg
Ýsa 25 kg
Samtals 3.782 kg
8.2.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Langa 75 kg
Steinbítur 47 kg
Ýsa 31 kg
Þorskur 28 kg
Samtals 181 kg
8.2.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 460 kg
Langa 172 kg
Ýsa 93 kg
Steinbítur 43 kg
Keila 7 kg
Samtals 775 kg

Skoða allar landanir »