Væntir þess að RÚV biðjist afsökunar

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, hefur krafist þess að RÚV …
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, hefur krafist þess að RÚV biðjist afsökunar á að hafa árið 2012 gefið í skyn að Vinnslustöðin hafi selt karfa á undirverði.

„Margumrætt skjal, sem kom í leitirnar hjá Verðlagsstofu skipaverðs og varðar útflutning á karfa, staðfestir svo ekki þarf um að deila að Helgi Seljan fréttamaður og RÚV fóru með hreint fleipur um Vinnslustöðina í Kastljósþætti 28. mars 2012,“ skrifar Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, í opnu bréfi sem birt var á vef fyrirtækisins í dag.

Vísar Sigurgeir Brynjar til vinnureglna RÚV þar sem kveðið er á um að fréttastofa skuli biðjast afsökunar ef gerð hafa verið mistök og bætir við að hann „vænti þess að RÚV taki sér skamman tíma til að fara að eigin starfs- og siðareglum.“

Segir viðskiptahætti dregna í efa

Í greininni segir framkvæmdastjórinn frá því að í kynningu umrædds Kastljósþáttar hafi verið vitnað í þáverandi formann Sjómannasambands Íslands, Sævar Gunnarsson, og sagt að hann fullyrðir að „Samherji sé ekki eina fyrirtækið sem rannsaka eigi vegna undirverðlagningar á afurðum út úr landinu.“

Segir síðan Helgi í kynningu á viðtali sínu við Sævar: „Eins og fram kom í Kastljósi í gær kalla forystumenn sjómanna og fiskútflytjenda eftir því að yfirvöld kanni viðskipti íslenskra útgerðarfyrirtækja með fiskafurðir við dótturfélög erlendis. Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum sér um eigin sölumál líkt og mörg önnur félög.“

Telur Sigurgeir Brynjar kynningu þáttarins og viðtalsins gefa í skyn að það sé eitthvað athugavert við viðskiptahætti Vinnslustöðvarinnar sem kalli á rannsókn. Segir hann skjalið hins vegar sýna „að  Vinnslustöðin og sölukerfi hennar skilaði langhæstu verði fyrirtækja í samanburði Verðlagsstofu á karfa heim til Íslands, sem skilaði þar með mestu til sjómanna, eigenda félagsins og þar með mestu til hins opinbera! Við erum hér að tala um tvöfalt og þrefalt verð sem greitt var fyrir heilan karfa á sama tíma á íslenskum fiskmörkuðum!“

Yfirlýsingin í heild:

„Margumrætt skjal, sem kom í leitirnar hjá Verðlagsstofu skipaverðs og varðar útflutning á karfa, staðfastir svo ekki þarf um að deila að Helgi Seljan fréttamaður og RÚV fóru með hreint fleipur um Vinnslustöðina í Kastljósþætti 28. mars 2012. Útvarpsstjóri getur í krafti reynslu sinnar og þekkingar úr fyrra starfi staðfest að þessi fullyrðing mín er rétt og verið snöggur að því að fá það staðfest með skyndirannsókn.

Ég hef í blaðagreinum undanfarin ár krafist þess að RÚV dragi „fréttir“ sínar um undirverðlagningu Vinnslustöðvarinnar til baka og biðjist afsökunar á fyrrnefndum Kastljósþætti. Upplýsingar í nýbirtum gögnum loka öllum flóttaleiðum fréttamannsins og RÚV frá málinu. Það liggur fyrir að Helgi Seljan misnotaði aðstöðu sína og brást trausti almennings. Stendur hann enn við fullyrðingar sínar? Tekur útvarpsstjóri virkilega ábyrgð á vinnubrögðum fréttamannsins?

Um hvað snýst svo málið?

Í kynningu Kastljósþáttarins var vitnað í þáverandi formann Sjómannasambandsins:

„...hann [Sævar Gunnarsson] fullyrði að Samherji sé ekki eina fyrirtækið sem rannsaka eigi vegna undirverðlagningar á afurðum út úr landinu.”

Í kynningu sinni á viðtali sínu við Sævar sagði Helgi:  

„Eins og fram kom í Kastljósi í gær (28. mars 2012) kalla forystumenn sjómanna og fiskútflytjenda eftir því að yfirvöld kanni viðskipti íslenskra útgerðarfyrirtækja með fiskafurðir við dótturfélög erlendis. Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum sér um eigin sölumál líkt og mörg önnur félög.”

Síðan segir Helgi (réttilega) að Vinnslustöðin eigi sölufélag í Þýskalandi, About Fish, og lætur þannig skiljast að einmitt í viðskiptum félaganna sé eitthvað gruggugt að finna sem beri að rannsaka.

Sævar Gunnarsson kom á dögunum fram á völlinn og staðfesti tilvist skjalsins sem kom nú í leitirnar og þá um leið forsendurnar sem Helgi Seljan gaf sér.

Hvað kemur svo á daginn? Í skjali Verðlagsstofu skiptaverðs er borið saman verð á ferskum, heilum karfa. Samantektin sem slík er reyndar meingölluð vegna þess að engin tilraun er gerð til að aðgreina stærðir karfa (stór karfi er verðmeiri en sá smái), ekkert mat lagt á gæði og síðast en ekki síst er ekki leiðrétt fyrir miklum sveiflum gengis íslenskrar krónu árin 2008 og 2009. 

Skjalið er því varla nothæft sem samanburður en með þessum fyrirvörum kemur í ljós að Vinnslustöðin og sölukerfi hennar skilaði langhæstu verði fyrirtækja í samanburði Verðlagsstofu á karfa heim til Íslands, sem skilaði þar með mestu til sjómanna, eigenda félagsins og þar með mestu til hins opinbera! 

Við erum hér að tala um tvöfalt og þrefalt verð sem greitt var fyrir heilan karfa á sama tíma á íslenskum fiskmörkuðum!

Þetta er nú öll „undirverðlagningin“ sem RÚV dylgjaði um á sínum tíma.

Í Kastljósþætti 2. apríl 2012 fékk ég sem framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar tækifæri til að svara ósannindum og dylgjum þáttarins og sagði meðal annars:

„Þetta vekur mér spurningar um vinnubrögð Kastljóss.  Þetta vekur mér líka spurningar um tímasetningu Kastljóss.  Samherji daginn áður, strax í kjölfar framlagningar fiskveiðistjórnunarfrumvarpsins, við daginn eftir til að reyna að kasta rýrð á Vinnslustöðina.“  [...]

„Við getum boðið Kastljósi að koma og skoða öll gögnin og fara yfir allt saman.  Það sem er óhreint og stendur eftir aðdragandi og rannsókn á aðdraganda umfjöllunar Kastljóss og tímasetningin í tengslum við framlagningu fiskveiðistjórnarfrumvarpsins.“

Nú er sem sagt komið í ljós að grunngagn Kastljóss styður á engan hátt fréttaflutninginn. Þvert á móti, upplýsingar í grunngagninu sanna að farið var með fleipur. Er þetta í lagi?  Teljast þetta vera vönduð vinnubrögð og í samræmi við vinnureglur RÚV þar sem segir að

„fréttamönnum ber ætíð að fullvissa sig um að upplýsingar þeirra séu réttar og eiga afdráttarlaust að fylgja þeirri reglu að leita til fleiri en eins aðila til að sannreyna þær upplýsingar sem þeir hafa undir höndum“?

Svari nú hver fyrir sig, útvarpsstjórinn líka. Í vinnureglunum stendur líka:

„Almenningur á að geta treyst því að rétt sé farið með efnisatriði í fréttum RÚV. Til að svo geti verið þurfa heiðarleiki, agi, nákvæmni og sanngirni að ríkja í vinnubrögðum.“

„Geri fréttastofan mistök og skýri rangt frá ber að leiðrétta þau svo fljótt sem auðið er á sambærilegum vettvangi og biðjast afsökunar á mistökunum. Aldrei skal reyna að fela, breiða yfir eða draga úr mistökum eða rangfærslum.“

Ég vænti þess að RÚV taki sér skamman tíma til að fara að eigin starfs- og siðareglum og þó fyrr hefði fyrir.“

Sigurgeir B. Kristgeirsson

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 12.1.25 508,46 kr/kg
Þorskur, slægður 12.1.25 728,59 kr/kg
Ýsa, óslægð 12.1.25 365,87 kr/kg
Ýsa, slægð 12.1.25 236,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 12.1.25 277,70 kr/kg
Ufsi, slægður 12.1.25 286,29 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 12.1.25 241,71 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

12.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.666 kg
Ýsa 4.511 kg
Steinbítur 1.143 kg
Hlýri 34 kg
Langa 30 kg
Karfi 25 kg
Samtals 13.409 kg
12.1.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Ýsa 6.634 kg
Þorskur 3.071 kg
Steinbítur 1.744 kg
Samtals 11.449 kg
12.1.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína
Steinbítur 712 kg
Langa 123 kg
Ýsa 90 kg
Þorskur 47 kg
Hlýri 11 kg
Karfi 1 kg
Samtals 984 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 12.1.25 508,46 kr/kg
Þorskur, slægður 12.1.25 728,59 kr/kg
Ýsa, óslægð 12.1.25 365,87 kr/kg
Ýsa, slægð 12.1.25 236,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 12.1.25 277,70 kr/kg
Ufsi, slægður 12.1.25 286,29 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 12.1.25 241,71 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

12.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.666 kg
Ýsa 4.511 kg
Steinbítur 1.143 kg
Hlýri 34 kg
Langa 30 kg
Karfi 25 kg
Samtals 13.409 kg
12.1.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Ýsa 6.634 kg
Þorskur 3.071 kg
Steinbítur 1.744 kg
Samtals 11.449 kg
12.1.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína
Steinbítur 712 kg
Langa 123 kg
Ýsa 90 kg
Þorskur 47 kg
Hlýri 11 kg
Karfi 1 kg
Samtals 984 kg

Skoða allar landanir »