Greiða 900 milljónir í arð eftir góða afkomu

Árið 2023 var það besta í sögu Vinnslustöðvarinnar með tilliti …
Árið 2023 var það besta í sögu Vinnslustöðvarinnar með tilliti til afkomu samstæðu félagsins. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Samstæða Vinnslustöðvarinnar hagnaðist um 4,5 milljarða króna á síðasta ári og nam samanlögð velta hennar um 35 milljörðum króna. Um er að ræða bestu afkomu félagsins frá upphafi.

Á aðalfundi félagsins í síðustu viku var samþykkt að greiða hluthöfum 900 milljónir í arð vegna ársins 2023, þó með þeim fyrirvara að heimilt sé að lækka fjárhæðina eða hætta við greiðslu arðs skyldi aðstæður breytast þegar líður á þetta ár.

Þetta má lesa í tilkynningu á vef Vinnslustöðvarinnar.

Þar segir að góð afkoma á síðasta ári hafi að miklu leyti komið til vegna uppsjávarveiðanna, sérstaklega vegna gjöfulustu loðnuvertíð í verðmætum talið frá því að Íslendingar hófi að stunda veiðarnar. Vegur þar þungt verð á mjöli og lýsi sem var hátt allt síðasta ár.

Heilt yfir gekk reksturinn vel árið 2023, þrátt fyrir sölutregðu frosinna botnfiskafurða og verðlækkunar í Bandaríkjunum, Bretlandi og Frakklandi.

„Metvertíð loðnu í fyrra fylgir loðnuleysisár nú með þeim afleiðingum sem slíkt hefur fyrir sjávarútveginn, byggðarlögin þar sem uppsjávarveiðar eru stoðir í atvinnulífi og fyrir sjálft þjóðarbúið. Loðnubresturinn nú er til vitnis um hve sveiflukennd atvinnugrein sjávarútvegur er og mikilli óvissu háður um skilyrði og takmörk sem móðir náttúra setur starfsemi hans á hverjum tíma,“ segir í tilkynningunni.

Stöðugildum fjölgaði um 90

Á síðasta ári festi Vinnslustöðin kaup á útvegs- og fiskvinnslufyrirtækjunum Ósi ehf. og Leo Seafood ehf. af Sigurjóni Óskarssyni útgerðarmanni og fjölskyldu hans í Vestmannaeyjum. Með þessu fylgdi skipið Þórunn Sveinsdóttir VE og tilheyrandi aflaheimildir.

Við þessa umfangsmiklu fjárfestingu stækkuðu umsvif samstæðu vinnslustöðvarinnar um 40% og stöðugildum fjölgaði um 90, að því er segir í tilkynningunni. Eru stöðugildi Vinnslustöðvarinnar nú 460, þar af 400 á Íslandi og 60 erlendis.

Vinnslustöðin hefur fjárfest mikið að undanförnu og hófst á síðasta ári byggingaframkvæmdir á lóð Vinnslustöðvarinnar, en þar voru gömul og úrelt hús rifin og rís í staðinn tveggja hæða steinhús sem telur 5.600 fermetra. Stefnt er að því að það verði saltfiskvinnsla á neðri hæð og að á efri hæðinni verði innvigtun uppsjávarafla sem og flokkun og flökun.

Gert er ráð fyrir að framkvæmdum ljúki á árinu 2025.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.4.24 391,92 kr/kg
Þorskur, slægður 30.4.24 432,85 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.4.24 189,19 kr/kg
Ýsa, slægð 30.4.24 117,75 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.4.24 163,69 kr/kg
Ufsi, slægður 30.4.24 175,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 30.4.24 142,62 kr/kg
Litli karfi 28.4.24 7,72 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.5.24 Hlökk ST 66 Landbeitt lína
Þorskur 5.340 kg
Steinbítur 842 kg
Ýsa 796 kg
Skarkoli 21 kg
Langa 3 kg
Karfi 1 kg
Samtals 7.003 kg
1.5.24 Hafrafell SU 65 Lína
Steinbítur 434 kg
Þorskur 227 kg
Ýsa 77 kg
Ufsi 22 kg
Langa 8 kg
Samtals 768 kg
1.5.24 Patrekur BA 64 Dragnót
Skarkoli 3.314 kg
Þorskur 2.732 kg
Sandkoli 558 kg
Ýsa 20 kg
Samtals 6.624 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.4.24 391,92 kr/kg
Þorskur, slægður 30.4.24 432,85 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.4.24 189,19 kr/kg
Ýsa, slægð 30.4.24 117,75 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.4.24 163,69 kr/kg
Ufsi, slægður 30.4.24 175,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 30.4.24 142,62 kr/kg
Litli karfi 28.4.24 7,72 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.5.24 Hlökk ST 66 Landbeitt lína
Þorskur 5.340 kg
Steinbítur 842 kg
Ýsa 796 kg
Skarkoli 21 kg
Langa 3 kg
Karfi 1 kg
Samtals 7.003 kg
1.5.24 Hafrafell SU 65 Lína
Steinbítur 434 kg
Þorskur 227 kg
Ýsa 77 kg
Ufsi 22 kg
Langa 8 kg
Samtals 768 kg
1.5.24 Patrekur BA 64 Dragnót
Skarkoli 3.314 kg
Þorskur 2.732 kg
Sandkoli 558 kg
Ýsa 20 kg
Samtals 6.624 kg

Skoða allar landanir »