Unnu í myrkri til að vernda augu humarsins

Hljóðmerki sett á humar. Að störfum í rauðu myrkri í …
Hljóðmerki sett á humar. Að störfum í rauðu myrkri í Jökuldýpi, frá vinstri Hjalti Karlsson, Guðjón Már Sigurðsson og Jónas Páll Jónasson. Ljósmynd/Svanhildur Egilsdóttir

Sem liður í humarrannsóknum við landið og til að grennslast fyrir um ferðir humars, staðsetningu og háttalag var hljóðmerkjum komið fyrir á 32 humrum á tveimur svæðum í Jökuldýpi nýverið. Þetta er í fyrsta skipti sem slíkt er gert hérlendis og mun vera í annað skipti sem hljóðmerki eru sett á humra af þessum stofni í heiminum. Aðstæður voru sérstakar og talsverðar tilfæringar þurfti við verkefnið sem var unnið í myrkri um borð í ljóslausu rannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni.

Eins og í vísindakvikmynd

Jónas Páll Jónasson, fiskifræðingur á Hafrannsóknastofnun, stjórnar verkefninu og segir það hafa verið líkast því sem gerist í vísindakvikmyndum þegar rannsóknaskipið kom á staðinn.

„Humarinn er með mjög stór og viðkvæm augu, sem hafa aðlagast því litla ljósi sem berst í heimkynni þeirra á kannski 100-300 metra dýpi,“ segir Jónas. „Til að vernda sjón þeirra og spilla ekki hugsanlegu atferli voru öll ljós slökkt um borð og við vorum nánast í myrkri þegar við tókum pokann inn. Við notuðum aðeins dauf, rauð vinnuljós, en aðstæður voru eins og best varð á kosið; skýjað og blankalogn.“

„Hljóðmerkin, sem eru tólf millimetrar að stærð, voru límd á bakskjöld dýranna, en merkin hafa ekki áhrif á dýrin sjálf. Við höfðum tímaramma milli klukkan 23 og fjögur um nóttina og slepptum fyrri 16 humrunum um miðnætti. Svo var kippt yfir á hitt svæðið í Jökuldýpi þar sem við náðum að sleppa seinni hlutanum fyrir klukkan fjögur eða áður en fór að birta,“ útskýrir hann.

Skilað á botninn í trogum

„Við veiddum humrana nærri þeirri slóð sem við ætlum að fylgjast með, en svo þurfti að koma humrunum á fasta punkta sem við vitum hverjir eru. Það var því ekki nóg að henda þeim út fyrir borðstokkinn heldur notuðum við búnað sem alla jafna er notaður við að mynda humar á hafsbotninum. Humrarnir voru settir í nokkurs konar trog og sleppt þegar komið var á botninn á 115 metra og 200 metra dýpi á tilteknum svæðum.“

Merkin voru sett á bak humarana.
Merkin voru sett á bak humarana. Ljósmynd/Svanhildur Egilsdóttir

Jónas segir að þekkt sé að humar fari helst úr holum sínum við sólarupprás og sólsetur, en margt sé óljóst um hætti hans. Með hljóðmerkjunum fáist vonandi upplýsingar um hvað humarinn haldi sig lengi í holunni og virkni hans yfir sólarhringinn. Níu hljóðdufl á hvoru svæði greini hljóðmerki og greini á milli dýra. Ef merki berist í þrjú dufl sé hægt að staðsetja viðkomandi humar. Þá settu haffræðingar Hafrannsóknastofnunar straumsjár á svæðin og segir Jónas að vonandi verði hægt að tengja virkni humranna við strauma, fallaskipti og tunglgang.

„Upphaf þessa verkefni gekk eins og í sögu og við ráðgerum að sækja hljóðduflin snemma í nóvember og lesa úr gögnum,“ segir Jónas. Stofnunin fékk styrk frá sjávarútvegsráðuneytinu í þetta verkefni, en humarstofninn hefur átt undir högg að sækja síðustu ár.

Ljósmynd/Svanhildur Egilsdóttir

Tilraunir Spánverja

Að sögn Jónasar gerðu Spánverjar sambærilega tilraun í fyrravetur og settu þá hljóðmerki í humra austur af Barcelona. Niðurstöðurnar hafa ekki verið birtar, en svo virðist sem hver humar ferðist ekki ýkja langt um sitt heimasvæði. Eftir merkingu um borð í rannsóknaskipi virðast þeir ráðvilltir í um vikutíma, en taki þá upp hefðbundið háttalag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 387,20 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 204,76 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 76,84 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 121,39 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.12.24 Kristján HF 100 Lína
Karfi 261 kg
Þorskur 203 kg
Keila 107 kg
Ýsa 37 kg
Samtals 608 kg
21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína
Þorskur 11.697 kg
Ýsa 99 kg
Steinbítur 45 kg
Keila 4 kg
Samtals 11.845 kg
21.12.24 Björg EA 7 Botnvarpa
Þorskur 103.876 kg
Ýsa 944 kg
Samtals 104.820 kg
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa
Karfi 189.310 kg
Þorskur 103.686 kg
Grálúða 54.139 kg
Gulllax 9.379 kg
Blálanga 7.603 kg
Ufsi 2.610 kg
Hlýri 1.608 kg
Steinbítur 1.339 kg
Ýsa 605 kg
Langa 334 kg
Arnarfjarðarskel 207 kg
Keila 76 kg
Kolmunni 26 kg
Samtals 370.922 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 387,20 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 204,76 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 76,84 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 121,39 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.12.24 Kristján HF 100 Lína
Karfi 261 kg
Þorskur 203 kg
Keila 107 kg
Ýsa 37 kg
Samtals 608 kg
21.12.24 Benni ST 5 Landbeitt lína
Þorskur 11.697 kg
Ýsa 99 kg
Steinbítur 45 kg
Keila 4 kg
Samtals 11.845 kg
21.12.24 Björg EA 7 Botnvarpa
Þorskur 103.876 kg
Ýsa 944 kg
Samtals 104.820 kg
20.12.24 Guðmundur í Nesi RE 13 Botnvarpa
Karfi 189.310 kg
Þorskur 103.686 kg
Grálúða 54.139 kg
Gulllax 9.379 kg
Blálanga 7.603 kg
Ufsi 2.610 kg
Hlýri 1.608 kg
Steinbítur 1.339 kg
Ýsa 605 kg
Langa 334 kg
Arnarfjarðarskel 207 kg
Keila 76 kg
Kolmunni 26 kg
Samtals 370.922 kg

Skoða allar landanir »

Loka