Beittur Baldur fer í brotajárn

Þannig sá teiknarinn Halldór Pétursson fyrir sér afleiðingar af ásiglingu …
Þannig sá teiknarinn Halldór Pétursson fyrir sér afleiðingar af ásiglingu Diomede á Baldur 1976.

Einn af stór­leik­ur­un­um í 200 mílna þorska­stríðinu 1975-76, varðskipið Bald­ur, fer í sína síðustu ferð á næst­unni. Þá verður skipið dregið til Belg­íu þar sem það fer í niðurrif. Á sín­um tæp­lega 50 árum hef­ur það borið nöfn­in Bald­ur, Hafþór, Skutull og Eld­borg og auk gæslu­starfa má nefna rækju­veiðar og haf­rann­sókn­ir. Sem varðskip tók það þátt í harðvítug­um átök­um og þurftu þrjár freigát­ur breska sjó­hers­ins að halda laskaðar heim á leið eft­ir að hafa lent í Baldri, sem var þó miklu minna skip. Kantaður skut­ur tog­ar­ans og gálgarn­ir reynd­ust mun stærri skip­um skeinu­hætt verk­færi og gátu rist göt á síður þeirra.

Skut­tog­ar­inn Bald­ur var smíðaður í Póllandi fyr­ir Aðal­stein Lofts­son, út­gerðarmann á Dal­vík, og kom til heima­hafn­ar í júní 1974, um 60 metra langt og 11 metr­ar á breidd. Skipið var þó ekki lengi gert út til fisk­veiða frá Dal­vík því rúmu ári síðar var það orðið varðskip og gegndi veiga­miklu hlut­verki í þriðja þorska­stríðinu 1975-76 þegar land­helg­in var færð út í 200 míl­ur.

Bald­ur fer í stríð

Í grein Jó­hanns Ant­ons­son­ar í Norður­slóð fyr­ir fjór­um árum kem­ur fram að aðstæður hafi breyst hjá út­gerðinni á Dal­vík og úr hafi orðið að selja tog­ar­ann. Rík­is­sjóður var kaup­andi og mun til­gang­ur rík­is­ins með kaup­un­um að nota skipið til haf­rann­sókna. Fyrst fékk Land­helg­is­gæsl­an það þó til af­nota og var Bald­ur því orðinn varðskip og kom­inn í stríð, eins og Jó­hann skrif­ar.

Á ár­un­um 1980-1983 var Bald­ur gerður út af Haf­rann­sókna­stofn­un. Skipið fékk þá nafnið Hafþór og kom í stað eldra skips með sama nafni.

Varðskipið Baldur á siglingu í þriðja þorskastríðinu. Skipiðtók þátt í …
Varðskipið Bald­ur á sigl­ingu í þriðja þorska­stríðinu. Skipiðtók þátt í harðvítug­um átök­um og var stærri skip­um skeinu­hætt. Ljós­mynd/​Land­helg­is­gæsl­an

Sam­vinnu­fyr­ir­tæki nokk­urra rækju­verk­smiðja á Ísaf­irði leigði þá skipið til veiða á rækju og 1984 var skip­inu beytt í frysti­skip. Haustið 1990 keypti Tog­ara­út­gerð Ísa­fjarðar hf. Hafþór og fékk hann þá nafnið Skutull ÍS 180. Þegar Bása­fell hf. varð til síðla árs 1996 var Tog­ara­út­gerð Ísa­fjarðar meðal þeirra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja á norðan­verðum Vest­fjörðum sem sam­einuðust und­ir nafni Bása­fells. Vorið 1999 kom Skutull úr breyt­ing­um í Póllandi sem fólust m.a í leng­ingu um ell­efu metra auk breyt­inga á skut.

Um tíma var skipið í eigu Útgerðarfé­lags Reykja­vík­ur og hafði þá fengið nafnið Eld­borg.

Útgerðarfyr­ir­tækið Reyktal AS í Tall­inn keypti skipið 2004 og gerði út til rækju­veiða á Flæmska hatt­in­um, Bar­ents­hafi og við Aust­ur-Græn­land fram til 2013. Frá þeim tíma hef­ur skipið legið í Hafn­ar­fjarðar­höfn, en Reyktal er m.a. með starf­semi í Eistlandi og á Íslandi.

Nú er síðasta sigl­ing­in fram und­an, en ný­lega var skipið notað til upp­töku á atriði í nýj­um sjón­varpsþátt­um af Ófærð, sem eru í vinnslu. Reynd­ar hef­ur nokk­ur um­ferð kvik­mynda­gerðarfólks verið um Hafn­ar­fjörð und­an­farið því atriði í aðra sjón­varpsþætti voru tek­in upp í bát í höfn­inni í vik­unni.

Grett­ir sterki og Tog­ar­inn

Grett­ir sterki dreg­ur Eld­borg yfir hafið til Belg­íu, en það er öfl­ug­ur drátt­ar­bát­ur í eigu Icetug, syst­ur­fyr­ir­tæk­is Skipaþjón­ustu Íslands. Fyr­ir nokkru var fiski­skipið Páll Jóns­son úr Grinda­vík dregið sömu leið til niðurrifs í Belg­íu, en skipaþjón­ust­an eignaðist það fyr­ir ári og nýtti m.a. ýms­an búnað úr skip­inu. Það var drátt­ar­skipið Tog­ar­inn sem dró Pál til Belg­íu, en Tog­ar­inn kem­ur held­ur ekki heim því skipið hef­ur verið selt og af­hent nýj­um eig­end­um í Amster­dam.

Ægir Örn Val­geirs­son, stjórn­ar­formaður Icetug og fram­kvæmda­stjóri Skipaþjón­ustu Íslands, seg­ir, spurður um ástæður sölu Tog­ar­ans, að öll fyr­ir­tæki í rekstri finni fyr­ir kór­ónufar­aldr­in­um. „Dregið hef­ur úr um­ferð stærri skipa síðustu mánuði og svo erum við í sam­keppni við borg­ina. Þeir keyptu ný­lega drátt­ar­bát fyr­ir um millj­arð og við erum að laga okk­ur að því. Það er erfitt fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að keppa við op­in­ber­an rekst­ur,“ seg­ir Ægir.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðniu sem kom út 5. sept­em­ber. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.3.25 568,26 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.25 470,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.25 371,62 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.25 236,50 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.25 196,19 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.25 250,04 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.25 228,01 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.3.25 Hafey SK 10 Grásleppunet
Rauðmagi 19 kg
Samtals 19 kg
26.3.25 Már SK 90 Grásleppunet
Grásleppa 1.762 kg
Þorskur 110 kg
Skarkoli 13 kg
Rauðmagi 12 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 1.900 kg
26.3.25 Þorgrímur SK 27 Grásleppunet
Grásleppa 1.426 kg
Þorskur 363 kg
Samtals 1.789 kg
26.3.25 Egill ÍS 77 Dragnót
Steinbítur 562 kg
Þorskur 561 kg
Skarkoli 51 kg
Sandkoli 42 kg
Samtals 1.216 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.3.25 568,26 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.25 470,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.25 371,62 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.25 236,50 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.25 196,19 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.25 250,04 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.25 228,01 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.3.25 Hafey SK 10 Grásleppunet
Rauðmagi 19 kg
Samtals 19 kg
26.3.25 Már SK 90 Grásleppunet
Grásleppa 1.762 kg
Þorskur 110 kg
Skarkoli 13 kg
Rauðmagi 12 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 1.900 kg
26.3.25 Þorgrímur SK 27 Grásleppunet
Grásleppa 1.426 kg
Þorskur 363 kg
Samtals 1.789 kg
26.3.25 Egill ÍS 77 Dragnót
Steinbítur 562 kg
Þorskur 561 kg
Skarkoli 51 kg
Sandkoli 42 kg
Samtals 1.216 kg

Skoða allar landanir »