Beittur Baldur fer í brotajárn

Þannig sá teiknarinn Halldór Pétursson fyrir sér afleiðingar af ásiglingu …
Þannig sá teiknarinn Halldór Pétursson fyrir sér afleiðingar af ásiglingu Diomede á Baldur 1976.

Einn af stórleikurunum í 200 mílna þorskastríðinu 1975-76, varðskipið Baldur, fer í sína síðustu ferð á næstunni. Þá verður skipið dregið til Belgíu þar sem það fer í niðurrif. Á sínum tæplega 50 árum hefur það borið nöfnin Baldur, Hafþór, Skutull og Eldborg og auk gæslustarfa má nefna rækjuveiðar og hafrannsóknir. Sem varðskip tók það þátt í harðvítugum átökum og þurftu þrjár freigátur breska sjóhersins að halda laskaðar heim á leið eftir að hafa lent í Baldri, sem var þó miklu minna skip. Kantaður skutur togarans og gálgarnir reyndust mun stærri skipum skeinuhætt verkfæri og gátu rist göt á síður þeirra.

Skuttogarinn Baldur var smíðaður í Póllandi fyrir Aðalstein Loftsson, útgerðarmann á Dalvík, og kom til heimahafnar í júní 1974, um 60 metra langt og 11 metrar á breidd. Skipið var þó ekki lengi gert út til fiskveiða frá Dalvík því rúmu ári síðar var það orðið varðskip og gegndi veigamiklu hlutverki í þriðja þorskastríðinu 1975-76 þegar landhelgin var færð út í 200 mílur.

Baldur fer í stríð

Í grein Jóhanns Antonssonar í Norðurslóð fyrir fjórum árum kemur fram að aðstæður hafi breyst hjá útgerðinni á Dalvík og úr hafi orðið að selja togarann. Ríkissjóður var kaupandi og mun tilgangur ríkisins með kaupunum að nota skipið til hafrannsókna. Fyrst fékk Landhelgisgæslan það þó til afnota og var Baldur því orðinn varðskip og kominn í stríð, eins og Jóhann skrifar.

Á árunum 1980-1983 var Baldur gerður út af Hafrannsóknastofnun. Skipið fékk þá nafnið Hafþór og kom í stað eldra skips með sama nafni.

Varðskipið Baldur á siglingu í þriðja þorskastríðinu. Skipiðtók þátt í …
Varðskipið Baldur á siglingu í þriðja þorskastríðinu. Skipiðtók þátt í harðvítugum átökum og var stærri skipum skeinuhætt. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Samvinnufyrirtæki nokkurra rækjuverksmiðja á Ísafirði leigði þá skipið til veiða á rækju og 1984 var skipinu beytt í frystiskip. Haustið 1990 keypti Togaraútgerð Ísafjarðar hf. Hafþór og fékk hann þá nafnið Skutull ÍS 180. Þegar Básafell hf. varð til síðla árs 1996 var Togaraútgerð Ísafjarðar meðal þeirra sjávarútvegsfyrirtækja á norðanverðum Vestfjörðum sem sameinuðust undir nafni Básafells. Vorið 1999 kom Skutull úr breytingum í Póllandi sem fólust m.a í lengingu um ellefu metra auk breytinga á skut.

Um tíma var skipið í eigu Útgerðarfélags Reykjavíkur og hafði þá fengið nafnið Eldborg.

Útgerðarfyrirtækið Reyktal AS í Tallinn keypti skipið 2004 og gerði út til rækjuveiða á Flæmska hattinum, Barentshafi og við Austur-Grænland fram til 2013. Frá þeim tíma hefur skipið legið í Hafnarfjarðarhöfn, en Reyktal er m.a. með starfsemi í Eistlandi og á Íslandi.

Nú er síðasta siglingin fram undan, en nýlega var skipið notað til upptöku á atriði í nýjum sjónvarpsþáttum af Ófærð, sem eru í vinnslu. Reyndar hefur nokkur umferð kvikmyndagerðarfólks verið um Hafnarfjörð undanfarið því atriði í aðra sjónvarpsþætti voru tekin upp í bát í höfninni í vikunni.

Grettir sterki og Togarinn

Grettir sterki dregur Eldborg yfir hafið til Belgíu, en það er öflugur dráttarbátur í eigu Icetug, systurfyrirtækis Skipaþjónustu Íslands. Fyrir nokkru var fiskiskipið Páll Jónsson úr Grindavík dregið sömu leið til niðurrifs í Belgíu, en skipaþjónustan eignaðist það fyrir ári og nýtti m.a. ýmsan búnað úr skipinu. Það var dráttarskipið Togarinn sem dró Pál til Belgíu, en Togarinn kemur heldur ekki heim því skipið hefur verið selt og afhent nýjum eigendum í Amsterdam.

Ægir Örn Valgeirsson, stjórnarformaður Icetug og framkvæmdastjóri Skipaþjónustu Íslands, segir, spurður um ástæður sölu Togarans, að öll fyrirtæki í rekstri finni fyrir kórónufaraldrinum. „Dregið hefur úr umferð stærri skipa síðustu mánuði og svo erum við í samkeppni við borgina. Þeir keyptu nýlega dráttarbát fyrir um milljarð og við erum að laga okkur að því. Það er erfitt fyrir einkafyrirtæki að keppa við opinberan rekstur,“ segir Ægir.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðniu sem kom út 5. september. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.6.24 391,85 kr/kg
Þorskur, slægður 28.6.24 416,18 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.6.24 243,61 kr/kg
Ýsa, slægð 28.6.24 190,90 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.6.24 79,71 kr/kg
Ufsi, slægður 27.6.24 190,37 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 28.6.24 360,81 kr/kg
Litli karfi 20.6.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.6.24 318,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.6.24 Ás SH 130 Grásleppunet
Grásleppa 1.148 kg
Samtals 1.148 kg
29.6.24 Jökull SH 339 Grásleppunet
Grásleppa 939 kg
Samtals 939 kg
29.6.24 Himbrimi BA 415 Sjóstöng
Þorskur 6 kg
Samtals 6 kg
29.6.24 Álka ÍS 409 Sjóstöng
Þorskur 234 kg
Steinbítur 47 kg
Ýsa 18 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 303 kg
29.6.24 Sendlingur ÍS 415 Sjóstöng
Þorskur 254 kg
Samtals 254 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.6.24 391,85 kr/kg
Þorskur, slægður 28.6.24 416,18 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.6.24 243,61 kr/kg
Ýsa, slægð 28.6.24 190,90 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.6.24 79,71 kr/kg
Ufsi, slægður 27.6.24 190,37 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 28.6.24 360,81 kr/kg
Litli karfi 20.6.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.6.24 318,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.6.24 Ás SH 130 Grásleppunet
Grásleppa 1.148 kg
Samtals 1.148 kg
29.6.24 Jökull SH 339 Grásleppunet
Grásleppa 939 kg
Samtals 939 kg
29.6.24 Himbrimi BA 415 Sjóstöng
Þorskur 6 kg
Samtals 6 kg
29.6.24 Álka ÍS 409 Sjóstöng
Þorskur 234 kg
Steinbítur 47 kg
Ýsa 18 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 303 kg
29.6.24 Sendlingur ÍS 415 Sjóstöng
Þorskur 254 kg
Samtals 254 kg

Skoða allar landanir »