Spiluðu með sjávarútvegsráðherra

00:00
00:00

Útvegs­spilið naut mik­illa vin­sælda á ár­un­um eft­ir að það kom út fyr­ir jól­in 1977. Fyrstu up­p­lög­in seld­ust upp og í seinni tíð hef­ur ein­ung­is verið hægt að fá notuð ein­tök sem gátu kostað á annað hundrað þúsund kr. sam­kvæmt til­kynn­ingu frá út­gef­anda. Nýtt upp­lag hef­ur verið fram­leitt og Kristján Þór Júlí­us­son, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, var einn fyrsti spil­ar­inn. 

Útgáf­unni var fagnað með hátíðlegri at­höfn þegar Stefán Sig­ur­jóns­son hjá Spila­borg af­henti Kristjáni Þór og Georgi Lárus­syni, for­stjóra Land­helg­is­gæsl­unn­ar, fyrstu spil­in við Reykja­vík­ur­höfn í morg­un.

Spilaþyrst­ir Íslend­ing­ar ættu lík­lega að hugsa sér gott til glóðar­inn­ar þar sem Útvegs­spilið skip­ar sér­stak­an sess í þjóðarsál­inni og hef­ur oft verið talað um að í því hafi verið lögð fyrstu drög að kvóta­kerf­inu.

Notuð spil seldust fyrir háar upphæðir en spilið var um …
Notuð spil seld­ust fyr­ir háar upp­hæðir en spilið var um ára­bil eitt hið vin­sæl­asta á land­inu. Ljós­mynd/​Aðsend

Þetta er tí­undað í til­kynn­ingu frá út­gef­anda þar sem áhuga­verð saga spils­ins er rak­in:

Hauk­ur gaf sér drjúg­an tíma í hönn­un spils­ins, regl­ur þess og út­lit allt, og var það loks fram­leitt í Kassa­gerðinni. Þótti það óhemju vandað að allri gerð þegar til kast­anna kom og viðtök­urn­ar létu ekki á sér standa. Útvegs­spilið reynd­ist vin­sæl­asta gjöf­in um jól­in 1977 og seld­ist fyrsta upp­lagið upp. Sömu sögu var að segja um annað upp­lag. Fyr­ir það fyrsta þótti spenn­andi ný­lunda að sjá svo veg­legt og vandað spil ís­lenskt að allri gerð, en ekki síður reynd­ist spilið svo spenn­andi að oft sátu spil­ar­ar við fram á rauðan morg­un. Kom það ekki síst til af því Hauk­ur bjó svo um hnút­ana að ekki gekk fyr­ir þátt­tak­end­ur að veiða gegnd­ar­laust held­ur eru tak­mörk á veiðinni í regl­un­um svo ein­hver vinni leik­inn að lok­um og spilið gangi upp. Höf­und­ur spils­ins tel­ur reynd­ar að þarna sé kom­in ákveðin frum­gerð að kvóta­kerf­inu svo­kallaða, fisk­veiðistjórn­un­ar­kerfi okk­ar Íslend­inga, enda sé til­gang­ur þess að stýra nýt­ingu auðlind­ar­inn­ar með skyn­sam­leg­um hætti. Hauk­ur og fé­lag­ar spiluðu reynd­ar hið ný­út­komna spil á sín­um tíma við þáver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, Matth­ías Bjarna­son, og því vel mögu­legt að höf­und­ur­inn hafi þarna sitt­hvað fyr­ir sér.

Sem fyrr seg­ir seld­ust fram­leidd up­p­lög Útvegs­spils­ins upp og vin­sæld­ir þess næstu árin urðu gríðarleg­ar. Meira var hins veg­ar ekki fram­leitt og eft­ir því sem árin liðu tók þetta ást­sæla­spil á sig næsta goðsagna­kennd­an blæ. Þeir sem voru nógu heppn­ir að eiga spil lágu á sínu ein­taki sem orm­ar á gulli, á meðan stöku ein­tak rataði í Kola­portið eða viðlíka versl­an­ir í Reykja­vík. Oft freistuðu vongóðir safn­ar­ar gæf­unn­ar með því að aug­lýsa eft­ir heil­legu ein­taki, og ein­staka sinn­um bar vel í veiði. Ekki var þó kálið þar með sopið því sleg­ist var jafn­an um Útvegs­spilið þá sjald­an sem það rataði á eft­ir­markaðinn. Vel með farið ein­tak gat á end­an­um kostað langt á annað hundrað þúsund krón­ur. Ítök spils­ins í þjóðarsál­inni, sveipuð rós­rauðri fortíðarþrá, sáu hins­veg­ar til þess að ávallt ein­hver fús til að greiða fúlg­ur fjár fyr­ir spilið.

Höfðingjar að leik við útgáfu fyrsta upplags Útvegsspilsins. Í dag …
Höfðingj­ar að leik við út­gáfu fyrsta upp­lags Útvegs­spils­ins. Í dag var leik­ur­inn end­ur­tek­inn. Ljós­mynd/​Aðsend

Liðu svo árin og nú þegar komið er að 43 ára af­mæli Útvegs­spils­ins afræður ný kyn­slóð hug­um­stórra manna að taka slag­inn á ný, og gefa þetta geysi­vin­sæla spil út aft­ur ásamt Hauki, hinum upp­runa­lega höf­undi spils­ins. Þeirra á meðal er son­ur hans, Kristján Már. Hvergi hef­ur verið til sparað við end­urút­gáf­una held­ur er upp­runa­legri gerð spils­ins fylgt í þaula. Það er ein­fald­lega ekki í boði að stytta sér leið þegar um slíka þjóðarger­semi er að ræða. Því hef­ur að öllu leyti verið vandað sér­stak­lega til verka og er spilið fram­leitt á Íslandi.

Til­kynn­ingu lýk­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.3.25 338,00 kr/kg
Þorskur, slægður 17.3.25 553,11 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.3.25 319,91 kr/kg
Ýsa, slægð 17.3.25 251,12 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.3.25 192,70 kr/kg
Ufsi, slægður 17.3.25 249,33 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 17.3.25 172,95 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 2.482 kg
Ýsa 402 kg
Steinbítur 360 kg
Samtals 3.244 kg
17.3.25 Fálkatindur NS 99 Grásleppunet
Þorskur 1.062 kg
Grásleppa 904 kg
Skarkoli 38 kg
Keila 6 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 2.013 kg
17.3.25 Hafrún HU 12 Dragnót
Þorskur 12.596 kg
Steinbítur 627 kg
Skarkoli 293 kg
Grásleppa 74 kg
Sandkoli 44 kg
Ýsa 26 kg
Samtals 13.660 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.3.25 338,00 kr/kg
Þorskur, slægður 17.3.25 553,11 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.3.25 319,91 kr/kg
Ýsa, slægð 17.3.25 251,12 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.3.25 192,70 kr/kg
Ufsi, slægður 17.3.25 249,33 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 17.3.25 172,95 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 2.482 kg
Ýsa 402 kg
Steinbítur 360 kg
Samtals 3.244 kg
17.3.25 Fálkatindur NS 99 Grásleppunet
Þorskur 1.062 kg
Grásleppa 904 kg
Skarkoli 38 kg
Keila 6 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 2.013 kg
17.3.25 Hafrún HU 12 Dragnót
Þorskur 12.596 kg
Steinbítur 627 kg
Skarkoli 293 kg
Grásleppa 74 kg
Sandkoli 44 kg
Ýsa 26 kg
Samtals 13.660 kg

Skoða allar landanir »