Útvegsspilið naut mikilla vinsælda á árunum eftir að það kom út fyrir jólin 1977. Fyrstu upplögin seldust upp og í seinni tíð hefur einungis verið hægt að fá notuð eintök sem gátu kostað á annað hundrað þúsund kr. samkvæmt tilkynningu frá útgefanda. Nýtt upplag hefur verið framleitt og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, var einn fyrsti spilarinn.
Útgáfunni var fagnað með hátíðlegri athöfn þegar Stefán Sigurjónsson hjá Spilaborg afhenti Kristjáni Þór og Georgi Lárussyni, forstjóra Landhelgisgæslunnar, fyrstu spilin við Reykjavíkurhöfn í morgun.
Spilaþyrstir Íslendingar ættu líklega að hugsa sér gott til glóðarinnar þar sem Útvegsspilið skipar sérstakan sess í þjóðarsálinni og hefur oft verið talað um að í því hafi verið lögð fyrstu drög að kvótakerfinu.
Þetta er tíundað í tilkynningu frá útgefanda þar sem áhugaverð saga spilsins er rakin:
Haukur gaf sér drjúgan tíma í hönnun spilsins, reglur þess og útlit allt, og var það loks framleitt í Kassagerðinni. Þótti það óhemju vandað að allri gerð þegar til kastanna kom og viðtökurnar létu ekki á sér standa. Útvegsspilið reyndist vinsælasta gjöfin um jólin 1977 og seldist fyrsta upplagið upp. Sömu sögu var að segja um annað upplag. Fyrir það fyrsta þótti spennandi nýlunda að sjá svo veglegt og vandað spil íslenskt að allri gerð, en ekki síður reyndist spilið svo spennandi að oft sátu spilarar við fram á rauðan morgun. Kom það ekki síst til af því Haukur bjó svo um hnútana að ekki gekk fyrir þátttakendur að veiða gegndarlaust heldur eru takmörk á veiðinni í reglunum svo einhver vinni leikinn að lokum og spilið gangi upp. Höfundur spilsins telur reyndar að þarna sé komin ákveðin frumgerð að kvótakerfinu svokallaða, fiskveiðistjórnunarkerfi okkar Íslendinga, enda sé tilgangur þess að stýra nýtingu auðlindarinnar með skynsamlegum hætti. Haukur og félagar spiluðu reyndar hið nýútkomna spil á sínum tíma við þáverandi sjávarútvegsráðherra, Matthías Bjarnason, og því vel mögulegt að höfundurinn hafi þarna sitthvað fyrir sér.
Sem fyrr segir seldust framleidd upplög Útvegsspilsins upp og vinsældir þess næstu árin urðu gríðarlegar. Meira var hins vegar ekki framleitt og eftir því sem árin liðu tók þetta ástsælaspil á sig næsta goðsagnakenndan blæ. Þeir sem voru nógu heppnir að eiga spil lágu á sínu eintaki sem ormar á gulli, á meðan stöku eintak rataði í Kolaportið eða viðlíka verslanir í Reykjavík. Oft freistuðu vongóðir safnarar gæfunnar með því að auglýsa eftir heillegu eintaki, og einstaka sinnum bar vel í veiði. Ekki var þó kálið þar með sopið því slegist var jafnan um Útvegsspilið þá sjaldan sem það rataði á eftirmarkaðinn. Vel með farið eintak gat á endanum kostað langt á annað hundrað þúsund krónur. Ítök spilsins í þjóðarsálinni, sveipuð rósrauðri fortíðarþrá, sáu hinsvegar til þess að ávallt einhver fús til að greiða fúlgur fjár fyrir spilið.
Liðu svo árin og nú þegar komið er að 43 ára afmæli Útvegsspilsins afræður ný kynslóð hugumstórra manna að taka slaginn á ný, og gefa þetta geysivinsæla spil út aftur ásamt Hauki, hinum upprunalega höfundi spilsins. Þeirra á meðal er sonur hans, Kristján Már. Hvergi hefur verið til sparað við endurútgáfuna heldur er upprunalegri gerð spilsins fylgt í þaula. Það er einfaldlega ekki í boði að stytta sér leið þegar um slíka þjóðargersemi er að ræða. Því hefur að öllu leyti verið vandað sérstaklega til verka og er spilið framleitt á Íslandi.
Tilkynningu lýkur.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 17.3.25 | 338,00 kr/kg |
Þorskur, slægður | 17.3.25 | 553,11 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 17.3.25 | 319,91 kr/kg |
Ýsa, slægð | 17.3.25 | 251,12 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 17.3.25 | 192,70 kr/kg |
Ufsi, slægður | 17.3.25 | 249,33 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 17.3.25 | 188,00 kr/kg |
Gullkarfi | 17.3.25 | 172,95 kr/kg |
17.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 2.482 kg |
Ýsa | 402 kg |
Steinbítur | 360 kg |
Samtals | 3.244 kg |
17.3.25 Fálkatindur NS 99 Grásleppunet | |
---|---|
Þorskur | 1.062 kg |
Grásleppa | 904 kg |
Skarkoli | 38 kg |
Keila | 6 kg |
Steinbítur | 3 kg |
Samtals | 2.013 kg |
17.3.25 Hafrún HU 12 Dragnót | |
---|---|
Þorskur | 12.596 kg |
Steinbítur | 627 kg |
Skarkoli | 293 kg |
Grásleppa | 74 kg |
Sandkoli | 44 kg |
Ýsa | 26 kg |
Samtals | 13.660 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 17.3.25 | 338,00 kr/kg |
Þorskur, slægður | 17.3.25 | 553,11 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 17.3.25 | 319,91 kr/kg |
Ýsa, slægð | 17.3.25 | 251,12 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 17.3.25 | 192,70 kr/kg |
Ufsi, slægður | 17.3.25 | 249,33 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 17.3.25 | 188,00 kr/kg |
Gullkarfi | 17.3.25 | 172,95 kr/kg |
17.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 2.482 kg |
Ýsa | 402 kg |
Steinbítur | 360 kg |
Samtals | 3.244 kg |
17.3.25 Fálkatindur NS 99 Grásleppunet | |
---|---|
Þorskur | 1.062 kg |
Grásleppa | 904 kg |
Skarkoli | 38 kg |
Keila | 6 kg |
Steinbítur | 3 kg |
Samtals | 2.013 kg |
17.3.25 Hafrún HU 12 Dragnót | |
---|---|
Þorskur | 12.596 kg |
Steinbítur | 627 kg |
Skarkoli | 293 kg |
Grásleppa | 74 kg |
Sandkoli | 44 kg |
Ýsa | 26 kg |
Samtals | 13.660 kg |