Fengu humar í flestar gildrur

Klemens Sigurðsson skipstjóri fyrr í dag með gildru og humar.
Klemens Sigurðsson skipstjóri fyrr í dag með gildru og humar. mbl.is/Alfons Finnsson

Humarafli sunnudagsins á Breiðafirði var framar vonum, að sögn skipstjóra sem stundar gildruveiðar á humri í tilraunaskyni. 

„Við fengum humar í flestar gildrur, í nokkrum var ekkert en afli dagsins var í heildina langt framar vonum. Við fengum alla vega staðfest að það er talsvert af humri á þessum slóðum en auðvitað er óvarlegt að draga víðtækar ályktanir af því sem kom upp í dag. Við freistum gæfunnar víðar á næstu vikum til að átta okkur á því hvar humar er að finna og í miklum mæli,“ segir Klemens Sigurðsson, skipstjóri á Ingu P SH-423, í frétt á vef Vinnslustöðvarinnar.

Klemens stundar í tilraunaskyni gildruveiðar á humri á Breiðafirði á vegum Vinnslustöðvarinnar. 

Aflinn fékkst á hundrað faðma dýpi

Í fyrri viku voru um 70 gildrur lagðar lagðar norður af Bárðargrunni með 15 faðma millibili og beitt var með síld af Færeyjamiðum. Ekkert var að finna í gildrunum þegar þeirra var vitjað nema slatta af beitukóngum og nokkrar rækjur.

„Næst var gildrunum sökkt í sjó vestur af Öndverðarnesi, vestasta tanga Snæfellsness. Þar fékkst afli dagsins á um hundrað faðma dýpi eftir að gildrurnar höfðu legið á botninum í tvær nætur. Góður millihumar og upp úr en nær ekkert af smáum humri“, segir í frétt Vinnslustöðvarinnar.

„Við þreifum okkur áfram og lærum smám saman. Það er gaman að taka þátt í svona tilraunastarfsemi og æfingar við að leggja gildrur og draga þær. Eftir einn mánuð eða svo höfum við náð betri tökum á hlutunum og græjað aðstöðuna um borð.

Við höfum orðið varir við humar á Breiðafirði síðustu tíu til tólf árin og í frekar í vaxandi mæli en hitt, finnst mér. Á áratugum áður veit ég ekki til þess að humars hafi orðið vart þarna. Skýringin á breytingunni getur verið hlýsjávarskeið undanfarin áratug eða svo. Nú virðist sjórinn vera að kólna á ný, hvaða áhrif sem það sem kann að hafa,“ segir Klemens.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.1.25 608,58 kr/kg
Þorskur, slægður 21.1.25 681,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.1.25 383,32 kr/kg
Ýsa, slægð 21.1.25 301,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.1.25 261,00 kr/kg
Ufsi, slægður 21.1.25 302,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 21.1.25 332,43 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.1.25 Stormur ST 69 Landbeitt lína
Þorskur 1.524 kg
Ýsa 886 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 2.412 kg
21.1.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Ýsa 4.944 kg
Steinbítur 1.881 kg
Þorskur 1.619 kg
Samtals 8.444 kg
21.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Steinbítur 939 kg
Þorskur 244 kg
Ýsa 205 kg
Langa 118 kg
Hlýri 29 kg
Keila 25 kg
Ufsi 19 kg
Skarkoli 2 kg
Karfi 1 kg
Samtals 1.582 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.1.25 608,58 kr/kg
Þorskur, slægður 21.1.25 681,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.1.25 383,32 kr/kg
Ýsa, slægð 21.1.25 301,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.1.25 261,00 kr/kg
Ufsi, slægður 21.1.25 302,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 21.1.25 332,43 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.1.25 Stormur ST 69 Landbeitt lína
Þorskur 1.524 kg
Ýsa 886 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 2.412 kg
21.1.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Ýsa 4.944 kg
Steinbítur 1.881 kg
Þorskur 1.619 kg
Samtals 8.444 kg
21.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Steinbítur 939 kg
Þorskur 244 kg
Ýsa 205 kg
Langa 118 kg
Hlýri 29 kg
Keila 25 kg
Ufsi 19 kg
Skarkoli 2 kg
Karfi 1 kg
Samtals 1.582 kg

Skoða allar landanir »