Fjórum var bjargað um borð í fiskibát eftir að lítið fiskiskip tók niðri á grynningu austur af Papey í kvöld, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og sjóbjörgunarsveitir slysavarnafélagsins Landsbjargar á Suðaustur- og Austurlandi voru kallaðar út á mesta forgangi eftir að lítið fiskiskip tók niðri á grynningu austur af Papey.
„Leki kom að fiskiskipinu og fjórir voru um borð. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst neyðarkall frá áhöfn skipsins klukkan 20:55. Þyrla Landhelgisgæslunnar var á æfingu þegar útkallið barst og tók rakleiðis stefnuna á slysstað. Jafnframt óskaði Landhelgisgæslan eftir því að skip og bátar í grenndinni héldu á staðinn. Klukkan 21:20 hafði tekist að bjarga öllum fjórum skipverjunum um borð í fiskibát sem kom á staðinn. Skip sem kemur til með að aðstoða við drátt á fiskiskipinu er væntanlegt á slysstað von bráðar“, segir í tilkynningunni.
Uppfært kl. 22.16: Fiskibáturinn er nú í drætti áleiðis til Djúpavogs. Reynt verður að halda honum á floti með dælum um borð. Hafdís, björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar er komið á staðinn en björgunarskipin frá Hornafirði og Neskaupstað hafa verið afturkölluð. Þyrla Landhelgisgæslunnar verður í viðbragðsstöðu á Hornafirði meðan á björgunarstörfum stendur. Umhverfisstofnun hefur verið upplýst um málið.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 9.2.25 | 623,92 kr/kg |
Þorskur, slægður | 9.2.25 | 790,90 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 9.2.25 | 455,61 kr/kg |
Ýsa, slægð | 9.2.25 | 411,58 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 9.2.25 | 245,09 kr/kg |
Ufsi, slægður | 7.2.25 | 303,57 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Gullkarfi | 9.2.25 | 380,63 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
8.2.25 Hafdís SK 4 Dragnót | |
---|---|
Þorskur | 1.528 kg |
Skarkoli | 1.359 kg |
Sandkoli | 735 kg |
Steinbítur | 105 kg |
Grásleppa | 30 kg |
Ýsa | 25 kg |
Samtals | 3.782 kg |
8.2.25 Auður Vésteins SU 88 Lína | |
---|---|
Langa | 75 kg |
Steinbítur | 47 kg |
Ýsa | 31 kg |
Þorskur | 28 kg |
Samtals | 181 kg |
8.2.25 Hafrafell SU 65 Lína | |
---|---|
Þorskur | 460 kg |
Langa | 172 kg |
Ýsa | 93 kg |
Steinbítur | 43 kg |
Keila | 7 kg |
Samtals | 775 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 9.2.25 | 623,92 kr/kg |
Þorskur, slægður | 9.2.25 | 790,90 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 9.2.25 | 455,61 kr/kg |
Ýsa, slægð | 9.2.25 | 411,58 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 9.2.25 | 245,09 kr/kg |
Ufsi, slægður | 7.2.25 | 303,57 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Gullkarfi | 9.2.25 | 380,63 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
8.2.25 Hafdís SK 4 Dragnót | |
---|---|
Þorskur | 1.528 kg |
Skarkoli | 1.359 kg |
Sandkoli | 735 kg |
Steinbítur | 105 kg |
Grásleppa | 30 kg |
Ýsa | 25 kg |
Samtals | 3.782 kg |
8.2.25 Auður Vésteins SU 88 Lína | |
---|---|
Langa | 75 kg |
Steinbítur | 47 kg |
Ýsa | 31 kg |
Þorskur | 28 kg |
Samtals | 181 kg |
8.2.25 Hafrafell SU 65 Lína | |
---|---|
Þorskur | 460 kg |
Langa | 172 kg |
Ýsa | 93 kg |
Steinbítur | 43 kg |
Keila | 7 kg |
Samtals | 775 kg |