Lifandi fiskur geymdur í sérútbúnum tönkum

Tölvuteikning af skipinu eins og það mun líta út eftir …
Tölvuteikning af skipinu eins og það mun líta út eftir lengingu hjá Karstensens Skibsvaerft A/S í Danmörku. Ljósmynd/Aðsend

Samherji hefur fest kaup á uppsjávarskipi sem til stendur að breyta fyrir bolfiskveiðar. Hægt verður að dæla fiski um borð og geyma hann lifandi í sérútbúnum tönkum, sem er nýjung, að því er kemur fram í tilkynningu.

Fyrirkomulagið býður upp á mun meiri sveigjanleika í meðferð aflans og betri stýringu vinnuálags um borð og í landi. Um borð býður þessi aðferð upp á að:

  • Fiskur fer í sér útbúna tanka þar sem honum er haldið lifandi. Þá er hægt að vinna hann síðar um borð eða koma með fiskinn lifandi að landi.
  • Fiskur er blóðgaður/slægður og settur í tanka með kældum sjó (RSW) til geymslu.
  • Fiskur er blóðgaður/slægður í hefðbundin kör sem geymd eru í kældri fiskilest.

Aðferðin felst í því að fiskur er veiddur í hefðbundna botnvörpu. Í staðinn fyrir að taka poka inn á dekk og sturta úr honum sem veldur miklu álagi á fiskinn, þá er pokinn tekinn á síðuna og aflanum dælt um borð með sogdælukerfi (vacuum). Þetta fer mun betur með aflann og er þessi aðferð vel þekkt úr laxeldisiðnaðinum við tilfærslu á lifandi fiski, að því er kemur fram í tilkynningunni.

Frá löndun á lifandi fiski í Noregi.
Frá löndun á lifandi fiski í Noregi. Ljósmynd/Aðsend

Þar kemur einnig fram að Norðmenn hafi stundað þessar veiðar í töluverðum mæli síðustu ár og byggt upp regluverk í kringum þær. Þar sé miðað við að sé fiski haldið lifandi skemur en 12 vikur þurfi ekki að meðhöndla hann sem eldisfisk, því ekki sé um eiginlegt fiskeldi að ræða heldur eingöngu geymsluform.

„Þetta fyrirkomulag á veiðum hefur ekki tíðkast hér á landi og regluverkið því ekki til staðar. Slíkt regluverk snýr meðal annars að vigtun og geymslu lifandi afla. Okkar sýn er er að í framtíðinni verði skip almennt útbúin þannig að þau geti komið með hluta aflans lifandi að landi. Til þess að sú þróun geti átt sér stað, er nauðsynlegt að reglugerðum verði breytt og þær aðlagaðar þannig að sjávarútveginum verði gert kleift að þróast í þessa átt," segir í tilkynningunni. 

„Nauðsynlegt er að sjávarútvegurinn og stjórnvöld fari í samstarf við að byggja upp regluverk til að halda utan um slíkar veiðar og stuðla þannig að bættri dýravelferð og verðmætaaukningu í bolfiskvinnslu. Samherji mun nýta nýja skipið sem prófstein á þessar veiðar í þeirri trú að hægt verði að eiga gott samtal við stjórnvöld.“


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.7.24 637,69 kr/kg
Þorskur, slægður 24.7.24 539,60 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.7.24 395,77 kr/kg
Ýsa, slægð 24.7.24 292,98 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.7.24 203,94 kr/kg
Ufsi, slægður 24.7.24 286,75 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 24.7.24 633,84 kr/kg
Litli karfi 23.7.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.7.24 Svala Dís SI 14 Handfæri
Þorskur 2.080 kg
Ufsi 55 kg
Samtals 2.135 kg
25.7.24 Áki Í Brekku SU 760 Handfæri
Ufsi 502 kg
Þorskur 251 kg
Samtals 753 kg
25.7.24 Stormur ST 69 Landbeitt lína
Ýsa 1.871 kg
Þorskur 1.280 kg
Steinbítur 413 kg
Samtals 3.564 kg
25.7.24 Mardís SU 64 Handfæri
Þorskur 238 kg
Samtals 238 kg
25.7.24 Steinunn SF 10 Botnvarpa
Þorskur 29.909 kg
Ýsa 25.391 kg
Steinbítur 9.715 kg
Skarkoli 8.346 kg
Ufsi 2.011 kg
Þykkvalúra 681 kg
Skötuselur 332 kg
Karfi 288 kg
Langa 217 kg
Langlúra 67 kg
Hlýri 21 kg
Keila 7 kg
Samtals 76.985 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.7.24 637,69 kr/kg
Þorskur, slægður 24.7.24 539,60 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.7.24 395,77 kr/kg
Ýsa, slægð 24.7.24 292,98 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.7.24 203,94 kr/kg
Ufsi, slægður 24.7.24 286,75 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 24.7.24 633,84 kr/kg
Litli karfi 23.7.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.7.24 Svala Dís SI 14 Handfæri
Þorskur 2.080 kg
Ufsi 55 kg
Samtals 2.135 kg
25.7.24 Áki Í Brekku SU 760 Handfæri
Ufsi 502 kg
Þorskur 251 kg
Samtals 753 kg
25.7.24 Stormur ST 69 Landbeitt lína
Ýsa 1.871 kg
Þorskur 1.280 kg
Steinbítur 413 kg
Samtals 3.564 kg
25.7.24 Mardís SU 64 Handfæri
Þorskur 238 kg
Samtals 238 kg
25.7.24 Steinunn SF 10 Botnvarpa
Þorskur 29.909 kg
Ýsa 25.391 kg
Steinbítur 9.715 kg
Skarkoli 8.346 kg
Ufsi 2.011 kg
Þykkvalúra 681 kg
Skötuselur 332 kg
Karfi 288 kg
Langa 217 kg
Langlúra 67 kg
Hlýri 21 kg
Keila 7 kg
Samtals 76.985 kg

Skoða allar landanir »