Hafa ekki veitt undanþágur frá innflutningsbanni

Gildistöku banns bandarískra yfirvalda við innflutningi sjávarafurða frá ríkjum er …
Gildistöku banns bandarískra yfirvalda við innflutningi sjávarafurða frá ríkjum er heimila sjávarspendýr sem meðafla við fiskveiðar til Bandaríkjanna hefur verið frestað til fyrsta janúar 2023. Slíkur meðafli er algengur við grásleppuveiðar og aðrar netaveiðar. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Bandarísk yfirvöld hafa ekki veitt Íslendingum neinar undanþágur frá ákvæðum laga sem banna innflutning á sjávarafurðum þar sem sjávarspendýr er meðafli veiða. Þá segir atvinnuvegaráðuneytið í svari við fyrirspurn 200 mílna að það sé gert ráð fyrir að íslenskar afurðir sem uppfylla ekki skilyrða laganna fá ekki innflutningsleyfi í Bandaríkjunum.

Gildistöku banns bandarískra yfirvalda hefur verið frestað til fyrsta janúar 2023, en bannið átti að taka gildi fyrsta janúar 2022, að því er fram kemur í svari atvinnuvegaráðuneytisnins.

Þorlákur Halldórsson, fráfarandi formaður Landssambands smábátaeigenda, er meðal þeirra sem hafa lýst verulegum áhyggjum af banninu þar sem það getur haft þau áhrif að hætta þurfi veiðum þar sem töluverð hætta er á að sjávarspendýr verði meðafli. Hefur hann sérstaklega vísað til grásleppuveiða og annarra netaveiða, en bannið hefur valdið áhyggjum allt frá árinu 2017 þegar lögin voru sett þar ytra.

Gripið til aðgerða

„Viðbúið er að afurðir úr þeim veiðum þar sem meðafli er yfir mörkum fái ekki innflutningsleyfi, en þó liggur ekki fyrir endanleg afgreiðsla bandarískra yfirvalda á hvernig verður farið með afurðir úr mismunandi veiðum frá einstaka löndum. Verði sótt um leyfi til innflutnings á grásleppuafurðum til Bandaríkjanna eru einhverjar líkur til að afurðir úr öllum veiðum sem samanlagt fara yfir meðaflamark lendi í sömu takmörkunum, þ.e. allar veiðar þar sem land- eða útselur kemur í veiðarfæri en grásleppuveiðar eru þær einu sem fara yfir meðaflamarkið,“ segir í svari atvinnuvegaráðuneytisins.

Íslensk stjórnvöld hafa þegar leitað leiða til þess draga úr meðafla sjávarspendýra til að mæta kröfum bandarískra laga, sérstaklega í sambandi við grásleppuveiðar, að því er fram kemur í svari ráðuneytisins. Vísað er til þess að bann hefur verið sett við selveiðum og að gripið hafi verið til svæðalokana í grásleppuveiðum.

Þá hefur einnig verið lögð áhersla á að fá ítarlegri og nákvæmari upplýsingar úr afladagbókum veiðiskipa svo hægt verði að greina tíma- og svæðaskiptingu meðaflans, en slík kortlagning er talin nauðsynleg til að afla þekkingar sem getur verið grundvöllur frekari aðgerða.

„Áhersla stjórnvalda er að byggja allar aðgerðir á traustum vísindalegum grunni og taka þátt í tvíhliða, alþjóðlegu sem og svæðisbundnu samstarfi um þróun aðferða til að lágmarka meðafla sjávarspendýra.“

Þá segir í svari ráðuneytisins að enn liggi ekki fyrir „endanleg afgreiðsla bandarískra yfirvalda á hvernig verður farið með afurðir úr mismunandi veiðum frá einstaka löndum en þann 2. nóvember sl. barst tilkynning frá bandarískum stjórnvöldum um að frestur til að skila gögnum væri framlengdur frá 1. mars 2021 til 30. nóvember 2021 og að reglurnar tækju gildi 1. janúar 2023 í stað 1. janúar 2022,“ segir í svari atvinnuvegaráðuneytisins.

Rætt við hvert tækifæri

Utanríkisráðuneytið hefur einnig átt hlutverki að gegna og hefur ásamt „sendiráði Íslands í Washington haldið uppi virkri vöktun og hagsmunagæslu vegna málsins í samráði við atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið frá árinu 2017,“ að því er segir í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn blaðamanns. Þá segir að „engar undanþágur hafa verið veittar frá ákvæðum um meðafla“.

Ráðuneytið kveðst hafa „nýtt hvert tækifæri sem gefst til þess að vekja athygli á þeim áhrifum sem ákvæðin sem banna meðafla geta haft á innflutning á sjávarafurðum frá Íslandi, m.a. á fundum utanríkisráðherra, sendiherra og annarra fulltrúa utanríkisráðuneytisins við bandarísk stjórnvöld og embættismenn, nú síðast á fundi í efnahagssamráði ríkjanna sem fram fór þriðjudaginn 27. október.“

Grásleppan er mikilvæg afurð fyrir marga smábátasjómenn.
Grásleppan er mikilvæg afurð fyrir marga smábátasjómenn. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Auk þess taka Íslendingar þátt í „reglulegu samráði fiskveiðiþjóða þar sem löggjöfin hefur verið til umræðu og skipst er á upplýsingum um ferlið, samskipti við bandarísk stjórnvöld og afleiðingar bannsins, m.a. til að tryggja að sömu kröfur séu gerðar til allra fiskveiðiþjóða“.

Fram kemur í svari utanríkisráðuneytisins að það sé NOAA-stofnunin (National Oceanic and Atmospheric Administration) sem sjái um öflun gagna og innleiðingu á ákvæði laganna gagnvart fiskveiðiþjóðum, en stofnunin heyrir undir viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna. Þá hefur sendiráðið í Washington átt í samskiptum við NOAA og við viðskiptaráðuneytið, utanríkisráðuneytið og samtök fyrirtækja í sjávarútvegi í Bandaríkjunum vegna málsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.12.24 710,33 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.12.24 401,74 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.12.24 211,11 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.12.24 140,85 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.12.24 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 192.678 kg
Þorskur 6.879 kg
Samtals 199.557 kg
22.12.24 Júlíus Geirmundsson ÍS 270 Botnvarpa
Þorskur 186.991 kg
Ýsa 154.221 kg
Karfi 48.438 kg
Ufsi 9.809 kg
Steinbítur 1.935 kg
Skarkoli 206 kg
Þykkvalúra 151 kg
Langa 92 kg
Samtals 401.843 kg
22.12.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 108 kg
Ýsa 35 kg
Steinbítur 26 kg
Sandkoli 14 kg
Samtals 183 kg

Skoða allar landanir »