Alfons Finnsson fréttaritari á Snæfellssnesi
Tilraunaveiðar með humargildrur á Ingu P SH ganga vonum framar og er auðsjáanlega humar víða í Breiðafirði. Nokkuð óvænt tókst að ná í 120 kíló undan Arnarstapa, en þar hafa slíkar veiðar ekki verið stundaðar áður.
Fyrst voru gildrurnar í tilraunaveiðunum lagðar ellefu mílur vestur af Öndverðarnesi og var afli með ágætum en veður hamlaði þó veiðum. Í síðustu viku voru svo gildrurnar færðar í svokallað Jökuldýpi sem er þekkt humarsvæði, en áður fyrr voru humartogskip þar að veiðum.
Ein trossa var þó lögð tólf mílur suður af Arnarstapa þar sem ekki hefur verið veitt áður og kom það mönnum á óvart að þar var góður afli af vænum humri. Kom Inga P að loknum veiðum með 120 kíló til hafnar. Aflanum var landað á Arnarstapa stutt frá veiðislóð og er þetta í fyrsta sinn sem humri er landað þar, að sögn Guðmundar Ívarssonar hafnarvarðar.
Þórgeir Högnason bóndi á Arnarstapa átti ekki orð yfir því að humar fengist rétt við kartöflugarð sinn og var heldur betur undrandi yfir að sjá svona fallegan humar.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 21.1.25 | 608,58 kr/kg |
Þorskur, slægður | 21.1.25 | 681,62 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 21.1.25 | 383,32 kr/kg |
Ýsa, slægð | 21.1.25 | 301,69 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 21.1.25 | 261,00 kr/kg |
Ufsi, slægður | 21.1.25 | 302,81 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 21.1.25 | 332,43 kr/kg |
21.1.25 Stormur ST 69 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 1.524 kg |
Ýsa | 886 kg |
Steinbítur | 2 kg |
Samtals | 2.412 kg |
21.1.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína | |
---|---|
Ýsa | 4.944 kg |
Steinbítur | 1.881 kg |
Þorskur | 1.619 kg |
Samtals | 8.444 kg |
21.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína | |
---|---|
Steinbítur | 939 kg |
Þorskur | 244 kg |
Ýsa | 205 kg |
Langa | 118 kg |
Hlýri | 29 kg |
Keila | 25 kg |
Ufsi | 19 kg |
Skarkoli | 2 kg |
Karfi | 1 kg |
Samtals | 1.582 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 21.1.25 | 608,58 kr/kg |
Þorskur, slægður | 21.1.25 | 681,62 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 21.1.25 | 383,32 kr/kg |
Ýsa, slægð | 21.1.25 | 301,69 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 21.1.25 | 261,00 kr/kg |
Ufsi, slægður | 21.1.25 | 302,81 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 21.1.25 | 332,43 kr/kg |
21.1.25 Stormur ST 69 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 1.524 kg |
Ýsa | 886 kg |
Steinbítur | 2 kg |
Samtals | 2.412 kg |
21.1.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína | |
---|---|
Ýsa | 4.944 kg |
Steinbítur | 1.881 kg |
Þorskur | 1.619 kg |
Samtals | 8.444 kg |
21.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína | |
---|---|
Steinbítur | 939 kg |
Þorskur | 244 kg |
Ýsa | 205 kg |
Langa | 118 kg |
Hlýri | 29 kg |
Keila | 25 kg |
Ufsi | 19 kg |
Skarkoli | 2 kg |
Karfi | 1 kg |
Samtals | 1.582 kg |