Gæslan sökuð um óheilindi og ósannindi

Bergur Þorkelsson, formaður Sjómannafélag Íslands, segir til staðar skort á …
Bergur Þorkelsson, formaður Sjómannafélag Íslands, segir til staðar skort á trausti milli félagsins og samninganefnd Landhelgisgæslunnar þar sem Sjómannafélagið telur samninganefndina hafa sagt ósatt þegar fullyrt var að allar áhafnir varðskipa fengu sömu launahækkun. mbl.is/Arnþór Birkisson

Sjómannafélag Íslands telur samninganefnd Landhelgisgæslunnar ekki trúverðuga og grunar fulltrúa í samninganefnd um að ganga eigin erinda við samningaviðræður við áhafnir varðskipa. Félagið hefur lýst fullum stuðningi við flugvirkja í kjaradeilu þeirra við Landhelgisgæsluna.

„Við höfum áhyggjur af þessu,“ svarar Bergur Þorkelsson, formaður Sjómannafélags Íslands, er blaðamaður spyr um viðbrögð við því að Landhelgisgæslan gæti orðið þyrlulaus eftir 14. desember vegna verkfalls flugvirkja.

Bergur segir augljóst að þyrluleysi hafi áhrif á öryggi sjómanna „og allra landsmanna ekki síður. Ætli útköll séu ekki núna fleiri á landi en á sjó, þannig að þetta hefur áhrif á öryggi allra landsmanna og höfum af sjálfsögðu miklar áhyggjur af þessu. Við vonum bara að ekkert gerist.“

Skortur á trausti

Sjómannafélagið lýsti yfir á þriðjudag „fullum stuðningi við flugvirkja í sinni kjaradeilu“ ásamt Félagi vélstjóra og málmtæknimanna og Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur. Jafnframt var bent á í yfirlýsingunni að starfstéttir sem eru á skipum Landhelgisgæslunnar hafi ekki verkfallsrétt. Þá var framganga stofnunarinnar gagnvart þeim stéttum sögð „til háborinna skammar, og hefur stofnunin sýnt þeim mikla vanvirðingu með mismunun á kjörum þar sem óskýrir hagsmunir séu hafðir í forgangi í gerð kjarasamninga.“

Spurður hvað sé verið að vísa til með orðalagi ályktunarinnar segir Bergur að málið megi rekja til gerð síðustu kjarasamninga sem nú hafa runnið út. Hann segir jafnframt töluverðan skort á trausti milli samningsaðila valda seinagangi í viðræðum og sakar samninganefnd Landhelgisgæslunnar um að hafa ekki staðið við fyrirheit sín.

Samninganefnd sökuð um lygar

„Við gerum samning vegna undirmanna á skipum Landhelgisgæslunnar. Þá er gerður heildstæður samningur við fjármálaráðuneytið, slíkur ríkissamningur er staðlaður, og svo gerum við stofnanasamning við Landhelgisgæsluna og svo annan stofnanasamning við Hafrannsóknastofnun,“ útskýrir Bergur.

„Í fyrra var okkur boðinn stofnanasamningur og vorum við það að undirrita samninginn, okkur var sagt að allar starfsstéttir um borð væru að fá það sama – vélstjórar og stýrimenn líka. En rétt fyrir undirritun komumst við að því að skipsstjórnarmenn hefðu fengið tvo auka launaflokka umfram okkar félagsmenn, auk þess sem vélstjórar fengu ekki þessa hækkun. Það var bara logið að okkur varðandi það og við höfum ekki fengið leiðréttingu,“ útskýrir hann.

Varðskipið Þór við bryggju á Seyðisfirði.
Varðskipið Þór við bryggju á Seyðisfirði. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Bergur segir Sjómannafélagið hafa fengið óskýr svör þegar spurt var hvers vegna þarna væri verið að mismuna stéttum. „Þeir [samninganefndin] báru fyrir sér að það hefði verið hagræðing uppi á flugvelli. Ég skil ekki hvers vegna hagræðing ætti bara að skila sér til skipstjórnarmanna og ekki okkar félagsmanna.“

Verulega ósáttir

Hann segir síðasta fund með samninganefnd Landhelgisgæslunnar vegna lausra kjarasamninga hafi verið hjá ríkissáttasemjara fyrir um mánuði. „Þeir ætluðu að koma með drög fjórum dögum seinna sem átti að bera undir okkur – þá með einhverri hagræðingu þannig að okkar menn gætu fengið þessa launaflokkahækkun sem hinir fengu. Við höfum ekkert heyrt í þeim síðan.“

Spurður hvort það sé skortur á trausti milli aðila segir formaðurinn svo vera. „Við höfum óstaðfestar fréttir af því að aðili í samninganefnd Landhelgisgæslunnar hafi sjálfur fengið þessa launaflokkahækkun því hann tengist beint kjarasamningi við Félag skipstjórnarmanna. Við erum verulega ósáttir.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 12.1.25 502,38 kr/kg
Þorskur, slægður 12.1.25 728,59 kr/kg
Ýsa, óslægð 12.1.25 365,12 kr/kg
Ýsa, slægð 12.1.25 236,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 12.1.25 280,21 kr/kg
Ufsi, slægður 12.1.25 286,29 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 12.1.25 242,11 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

11.1.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína
Þorskur 497 kg
Ýsa 69 kg
Hlýri 10 kg
Langa 7 kg
Samtals 583 kg
11.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.235 kg
Þorskur 394 kg
Keila 158 kg
Karfi 41 kg
Hlýri 20 kg
Ufsi 7 kg
Samtals 1.855 kg
11.1.25 Sandfell SU 75 Lína
Ýsa 3.062 kg
Þorskur 1.155 kg
Keila 382 kg
Karfi 8 kg
Hlýri 6 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 4.617 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 12.1.25 502,38 kr/kg
Þorskur, slægður 12.1.25 728,59 kr/kg
Ýsa, óslægð 12.1.25 365,12 kr/kg
Ýsa, slægð 12.1.25 236,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 12.1.25 280,21 kr/kg
Ufsi, slægður 12.1.25 286,29 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 12.1.25 242,11 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

11.1.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína
Þorskur 497 kg
Ýsa 69 kg
Hlýri 10 kg
Langa 7 kg
Samtals 583 kg
11.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.235 kg
Þorskur 394 kg
Keila 158 kg
Karfi 41 kg
Hlýri 20 kg
Ufsi 7 kg
Samtals 1.855 kg
11.1.25 Sandfell SU 75 Lína
Ýsa 3.062 kg
Þorskur 1.155 kg
Keila 382 kg
Karfi 8 kg
Hlýri 6 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 4.617 kg

Skoða allar landanir »