Styrkja greiningu hringorma og hákarlsverkun

mbl.is/Þorkell

Alls fengu verkefni tengd sjávarútvegi eða annars konar starfsemi tengd hafinu úthlutaðar rétt tæpar 207 milljónir króna úr Matvælasjóði, en fyrsta úthlutun sjóðsins fór fram í gær. Eru þetta um 43% af heildarúthlutun sjóðsins en hún nam 480 milljónum króna til 62 verkefna. Í heild bárust sjóðnum 266 umsóknir.

Úthlutað var í fjórum flokkum og er fyrsti flokkurinn verkefni sem eru á hugmyndastigi. Alls fengu 36 slík verkefni 97 milljónir. Þar af voru 12 haftengd verkefni og hlutu þau 33,8 milljónir.

Þá fengu níu verkefni sem miða að því að afla nýrrar þekkingar styrki fyrir alls 157 milljónir króna. Þar af fimm verkefni sem tengjast hafsókn og fengu þau 100,3 milljónir króna eða 64% af úthlutun flokksins. Fjögur þessara verkefna eru leidd af Matís en fjöldi fyrirtækja koma að þeim.

Þá voru 14,9 milljónir veittar Matís vegna greiningar á hringormum, 22,5 milljónir í verkefni sem snýr að hákarlsverkun, 22 milljónir í verkefni sem nær til streitu laxfiska og 24,9 milljónir vegna verkefnis um hliðarafurðir þörungavinnslu. Í flokknum hlutu einnig Síldarvinnslan, Skinney-Þinganes og Ísfélagið 16 milljónir sem nýta á í verkefni sem snýr að notkun nýrra þráavarnarefna og stöðugleika makrílmjöls.

Gæludýrasnarl

Alls fengu átta verkefni sem komin eru af hugmyndastigi en eru þó ekki tilbúin til markaðssetningar 100 milljónir og voru tvö þeirra tengd afurðum hafsins og hlutu þau 30,6 milljónir króna. Voru það annars Marpet ehf. sem hlaut átta milljónir í verkefni er snýr að þróun heilsusnarls úr síld fyrir gæludýr og hins vegar Síldarvinnslan sem hlaut 22,6 milljóna styrk vegna verkefnis sem miðar að því að vinna prótein úr hliðarafurðum makríls.

Að lokum fengu níu verkefni með það að markmiði að styrkja markaðsinnviði og stuðla að markaðssókn styrk upp á 127 milljónir. Þrjú þeirra tengjast sjávarafurðum og fékk Niceland Seafood 15 milljónir króna til þess að markaðssetja frosinn fisk í Bandaríkjunum. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi fengu 21 milljón í markaðssókn þorsks í Bretlandi og Íslandsstofa hlaut 6,3 milljóna styrk vegna kynningar á söltuðum þorski í Suður-Evrópu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 12.1.25 502,68 kr/kg
Þorskur, slægður 12.1.25 728,59 kr/kg
Ýsa, óslægð 12.1.25 365,00 kr/kg
Ýsa, slægð 12.1.25 236,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 12.1.25 279,19 kr/kg
Ufsi, slægður 12.1.25 286,29 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 12.1.25 242,31 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

11.1.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína
Þorskur 497 kg
Ýsa 69 kg
Hlýri 10 kg
Langa 7 kg
Samtals 583 kg
11.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.235 kg
Þorskur 394 kg
Keila 158 kg
Karfi 41 kg
Hlýri 20 kg
Ufsi 7 kg
Samtals 1.855 kg
11.1.25 Sandfell SU 75 Lína
Ýsa 3.062 kg
Þorskur 1.155 kg
Keila 382 kg
Karfi 8 kg
Hlýri 6 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 4.617 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 12.1.25 502,68 kr/kg
Þorskur, slægður 12.1.25 728,59 kr/kg
Ýsa, óslægð 12.1.25 365,00 kr/kg
Ýsa, slægð 12.1.25 236,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 12.1.25 279,19 kr/kg
Ufsi, slægður 12.1.25 286,29 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 12.1.25 242,31 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

11.1.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína
Þorskur 497 kg
Ýsa 69 kg
Hlýri 10 kg
Langa 7 kg
Samtals 583 kg
11.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.235 kg
Þorskur 394 kg
Keila 158 kg
Karfi 41 kg
Hlýri 20 kg
Ufsi 7 kg
Samtals 1.855 kg
11.1.25 Sandfell SU 75 Lína
Ýsa 3.062 kg
Þorskur 1.155 kg
Keila 382 kg
Karfi 8 kg
Hlýri 6 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 4.617 kg

Skoða allar landanir »