Áhöfnin á varðskipinu Þór var kölluð út á níunda tímanum í kvöld þegar mikill leki kom að stórum fóðurpramma sem þjónar fiskeldiskvíum í Reyðarfirði. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar bárust upplýsingar starfsmönnum fiskeldisfyrirtækisins í firðinum um að pramminn væri að sökkva og þegar í stað var haft samband við áhöfnina á Þór sem var kölluð út til aðstoðar.
Svo vildi einmitt til að varðskipið var statt í firðinum. Áhöfn á Þór gat af þeim sökum brugðist afar hratt við beiðninni. Vonskuveður er á svæðinu og aðstæður afar krefjandi, að því er fram kemur í tilkynningu.
Varðskipsmennirnir sjósettu léttbát Þórs og höfðu öflugar sjódælur meðferðis. Þegar áhöfnin á Þór kom á staðinn var ekkert hægt að gera. Pramminn var þá orðinn fullur af sjó og marar nú í kafi.
Von er á þjónustuaðilum í fyrramálið til hefja undirbúning þess að koma prammanum aftur á flot. Talið er að olía sé um borð og hefur Umhverfisstofnun, Samgöngustofu og fleiri viðeigandi aðilum verið gert viðvart. Varðskipið Þór verður jafnframt til taks á Reyðarfirði ef á þarf að halda.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 14.1.25 | 577,52 kr/kg |
Þorskur, slægður | 14.1.25 | 659,33 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 14.1.25 | 378,85 kr/kg |
Ýsa, slægð | 14.1.25 | 233,35 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 14.1.25 | 182,97 kr/kg |
Ufsi, slægður | 14.1.25 | 218,63 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 14.1.25 | 21,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 14.1.25 | 220,31 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
14.1.25 Ásdís ÓF 9 Handfæri | |
---|---|
Þorskur | 899 kg |
Samtals | 899 kg |
14.1.25 Emil NS 5 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 1.000 kg |
Ýsa | 633 kg |
Keila | 37 kg |
Samtals | 1.670 kg |
14.1.25 Sandfell SU 75 Lína | |
---|---|
Ýsa | 3.449 kg |
Þorskur | 484 kg |
Keila | 253 kg |
Karfi | 84 kg |
Samtals | 4.270 kg |
14.1.25 Erling KE 140 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 3.764 kg |
Samtals | 3.764 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 14.1.25 | 577,52 kr/kg |
Þorskur, slægður | 14.1.25 | 659,33 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 14.1.25 | 378,85 kr/kg |
Ýsa, slægð | 14.1.25 | 233,35 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 14.1.25 | 182,97 kr/kg |
Ufsi, slægður | 14.1.25 | 218,63 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 14.1.25 | 21,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 14.1.25 | 220,31 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
14.1.25 Ásdís ÓF 9 Handfæri | |
---|---|
Þorskur | 899 kg |
Samtals | 899 kg |
14.1.25 Emil NS 5 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 1.000 kg |
Ýsa | 633 kg |
Keila | 37 kg |
Samtals | 1.670 kg |
14.1.25 Sandfell SU 75 Lína | |
---|---|
Ýsa | 3.449 kg |
Þorskur | 484 kg |
Keila | 253 kg |
Karfi | 84 kg |
Samtals | 4.270 kg |
14.1.25 Erling KE 140 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 3.764 kg |
Samtals | 3.764 kg |