Á mörkum þess að loka alveg á humarveiðar

Humarstofninn stendur höllum fæti og er óvíst hvort þurfi að …
Humarstofninn stendur höllum fæti og er óvíst hvort þurfi að loka alveg á humarveiðar vegna þessa. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Könn­un­ar­veiðar upp á 143 tonn er það sem blas­ir við út­gerðum hum­ar­báta á þessu ári, sem er aðeins 6-7% af því sem veitt var fyr­ir ára­tug. Nýliðun hef­ur verið lé­leg í meira en ára­tug og er í sögu­legu lág­marki. Bata­merki eru ekki sjá­an­leg.

Til­gang­ur­inn með veiðunum er ekki síst að afla upp­lýs­inga um stærðarsam­setn­ingu og dreif­ingu stofns­ins. Auk þess sem ráðgjöf­in hef­ur lækkað ár frá ári hafa regl­ur verið í gildi um tak­mörk­un veiðisvæða og veiðarfæra til vernd­ar upp­vax­andi humri. Vegna ástands­ins er sér­stök varúðarnálg­un í gildi, sem lækk­ar ráðgjöf­ina aðeins.

Jón­as P. Jónas­son, fiski­fræðing­ur á Haf­rann­sókna­stofn­un, seg­ir að stofn­inn sé kom­inn á það stig að vera und­ir lík­leg­um varúðarmörk­um. Stofn­stærð humars hef­ur minnkað um 27% á tíma­bil­inu 2016-2020. Á sama tíma hef­ur veiðihlut­fall minnkað úr 1,9% í 0,4% og afli á sókn­arein­ingu var 15 kíló á klukku­stund í fyrra, en 23 kíló árið á und­an. Af 214 tonna afla­marki 2020 veidd­ust 194 tonn.

Að rannsóknastörf­um á humri, frá vinstri Hjalti Karls­son, Guðjón Már …
Að rann­sókna­störf­um á humri, frá vinstri Hjalti Karls­son, Guðjón Már Sig­urðsson og Jón­as Páll Jón­as­son. Ljós­mynd/​Svan­hild­ur Eg­ils­dótt­ir

Með því lægsta sem þekk­ist

Í tækni­skýrslu með ráðgjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar seg­ir að stofn­matið í ár sé byggt á stofn­mæl­ingu þar sem humar­hol­ur voru tald­ar með neðan­sjáv­ar­mynda­vél­um og var það í fimmta sinn sem slík stofn­mæl­ing var fram­kvæmd. Yf­ir­leitt er humar­inn bund­inn við eina holu og sitt heima­svæði í kring­um hana. Þétt­leiki humar­holna við Ísland var á síðasta ári með því lægsta sem þekk­ist meðal þeirra humarstofna sem Alþjóðahaf­rann­sókn­aráðið (ICES) veit­ir ráðgjöf fyr­ir.

„Þegar við byrjuðum taln­ing­ar árið 2016 var fjöldi humar­holna áætlaður ná­lægt 600 millj­ón­um,“ seg­ir Jón­as. „Þessi vísi­tala hef­ur haldið áfram að lækka og var met­in um 434 millj­ón­ir í fyrra. Við telj­um óhætt að stunda könn­un­ar­veiðar meðan þessi vísi­tala er yfir helm­ingi þess sem var í upp­hafi, en við erum á mörk­um þess að loka al­veg á humar­veiðar.“

Jón­as seg­ir að humar­inn sé hæg­vaxta, komi fyrst inn í veiðar sem smá­hum­ar 4-5 ára, en þeir allra elstu geti orðið 20-25 ára. Sér­stak­ar aðferðir hafa verið þróaðar til að meta ald­ur humra þar sem ekki er hægt að lesa kvarn­ir eins og í fisk­um, en humar­inn skipt­ir um ham og los­ar sig við alla ytri stoðgrind.

Hæg­fara fækk­un

Spurður um hvort eng­in bata­merki sjá­ist í nýliðun í ljósi aðgerða síðustu tvö árin og einnig með það í huga að lítið var af mak­ríl und­an suður­strönd­inni í fyrra­sum­ar og hita­stig sjáv­ar hafi aðeins lækkað síðustu tvö ár, seg­ir Jón­as að svo sé ekki.

„Við erum enn að bíða eft­ir nýliðun,“ seg­ir Jón­as. „Auðvitað sjá­um við einn og einn minni hum­ar, en ekk­ert sem gef­ur okk­ur sér­stak­ar von­ir. Þegar kem­ur góður ár­gang­ur mun­um við sjá eitt­hvert magn af humr­um með 25-30 milli­metra í skjald­ar­lengd. Við höf­um vaktað humarl­irf­ur síðustu þrjú ár og vissu­lega höf­um við séð humarl­irf­ur í svifi fyr­ir ofan veiðislóðir. Þannig sáum við til dæm­is já­kvæða punkta í Háfa­dýpi aust­ur af Vest­manna­eyj­um 2018, en ef eitt­hvað verður úr því verður þess ekki vart í veiðinni fyrr en 2022 og þá sem smá­vax­in dýr, sem ein­hverj­ir myndu kalla rækju miðað við þá stóru humra sem hafa veiðst und­an­far­in miss­eri.

Ef við leyf­um okk­ur að vona að það verði ein­hver nýliðun á næstu árum þá tek­ur það stofn­inn nokk­ur ár að ná sér á ný svo veiðar verði eitt­hvað í lík­ingu við það sem áður var. Þó svo að humar­hol­um fjölgi þá þarf humar­inn að fá að vaxa og því þarf að fara var­lega. Við erum þó eng­an veg­inn kom­in þangað, því enn erum við að sjá hæg­fara þróun um að humri fækki á milli ára,“ seg­ir Jón­as.

Rætt við hags­munaaðila

Á fundi í gær kynnti Haf­rann­sókna­stofn­un humar­ráðgjöf þessa árs fyr­ir hags­munaaðilum í grein­inni og farið var yfir stöðuna. Jón­as seg­ir að síðustu ár hafi stofn­un­in átt sam­tal við fyr­ir­tæk­in og sam­starf um miðlun upp­lýs­inga og gagna.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.3.25 571,29 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.25 363,52 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.25 383,19 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.25 236,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.25 196,89 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.25 250,05 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.25 234,63 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.3.25 Viðey RE 50 Botnvarpa
Ýsa 49.547 kg
Karfi 39.822 kg
Þorskur 35.213 kg
Ufsi 29.425 kg
Samtals 154.007 kg
26.3.25 Þorgrímur SK 27 Grásleppunet
Grásleppa 1.426 kg
Þorskur 363 kg
Samtals 1.789 kg
26.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Langa 801 kg
Ýsa 596 kg
Keila 224 kg
Steinbítur 65 kg
Þorskur 60 kg
Karfi 10 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 1.761 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.3.25 571,29 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.25 363,52 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.25 383,19 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.25 236,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.25 196,89 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.25 250,05 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.25 234,63 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.3.25 Viðey RE 50 Botnvarpa
Ýsa 49.547 kg
Karfi 39.822 kg
Þorskur 35.213 kg
Ufsi 29.425 kg
Samtals 154.007 kg
26.3.25 Þorgrímur SK 27 Grásleppunet
Grásleppa 1.426 kg
Þorskur 363 kg
Samtals 1.789 kg
26.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Langa 801 kg
Ýsa 596 kg
Keila 224 kg
Steinbítur 65 kg
Þorskur 60 kg
Karfi 10 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 1.761 kg

Skoða allar landanir »