Á mörkum þess að loka alveg á humarveiðar

Humarstofninn stendur höllum fæti og er óvíst hvort þurfi að …
Humarstofninn stendur höllum fæti og er óvíst hvort þurfi að loka alveg á humarveiðar vegna þessa. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Könnunarveiðar upp á 143 tonn er það sem blasir við útgerðum humarbáta á þessu ári, sem er aðeins 6-7% af því sem veitt var fyrir áratug. Nýliðun hefur verið léleg í meira en áratug og er í sögulegu lágmarki. Batamerki eru ekki sjáanleg.

Tilgangurinn með veiðunum er ekki síst að afla upplýsinga um stærðarsamsetningu og dreifingu stofnsins. Auk þess sem ráðgjöfin hefur lækkað ár frá ári hafa reglur verið í gildi um takmörkun veiðisvæða og veiðarfæra til verndar uppvaxandi humri. Vegna ástandsins er sérstök varúðarnálgun í gildi, sem lækkar ráðgjöfina aðeins.

Jónas P. Jónasson, fiskifræðingur á Hafrannsóknastofnun, segir að stofninn sé kominn á það stig að vera undir líklegum varúðarmörkum. Stofnstærð humars hefur minnkað um 27% á tímabilinu 2016-2020. Á sama tíma hefur veiðihlutfall minnkað úr 1,9% í 0,4% og afli á sóknareiningu var 15 kíló á klukkustund í fyrra, en 23 kíló árið á undan. Af 214 tonna aflamarki 2020 veiddust 194 tonn.

Að rannsóknastörf­um á humri, frá vinstri Hjalti Karls­son, Guðjón Már …
Að rannsóknastörf­um á humri, frá vinstri Hjalti Karls­son, Guðjón Már Sig­urðsson og Jón­as Páll Jónas­son. Ljósmynd/Svanhildur Egilsdóttir

Með því lægsta sem þekkist

Í tækniskýrslu með ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar segir að stofnmatið í ár sé byggt á stofnmælingu þar sem humarholur voru taldar með neðansjávarmyndavélum og var það í fimmta sinn sem slík stofnmæling var framkvæmd. Yfirleitt er humarinn bundinn við eina holu og sitt heimasvæði í kringum hana. Þéttleiki humarholna við Ísland var á síðasta ári með því lægsta sem þekkist meðal þeirra humarstofna sem Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) veitir ráðgjöf fyrir.

„Þegar við byrjuðum talningar árið 2016 var fjöldi humarholna áætlaður nálægt 600 milljónum,“ segir Jónas. „Þessi vísitala hefur haldið áfram að lækka og var metin um 434 milljónir í fyrra. Við teljum óhætt að stunda könnunarveiðar meðan þessi vísitala er yfir helmingi þess sem var í upphafi, en við erum á mörkum þess að loka alveg á humarveiðar.“

Jónas segir að humarinn sé hægvaxta, komi fyrst inn í veiðar sem smáhumar 4-5 ára, en þeir allra elstu geti orðið 20-25 ára. Sérstakar aðferðir hafa verið þróaðar til að meta aldur humra þar sem ekki er hægt að lesa kvarnir eins og í fiskum, en humarinn skiptir um ham og losar sig við alla ytri stoðgrind.

Hægfara fækkun

Spurður um hvort engin batamerki sjáist í nýliðun í ljósi aðgerða síðustu tvö árin og einnig með það í huga að lítið var af makríl undan suðurströndinni í fyrrasumar og hitastig sjávar hafi aðeins lækkað síðustu tvö ár, segir Jónas að svo sé ekki.

„Við erum enn að bíða eftir nýliðun,“ segir Jónas. „Auðvitað sjáum við einn og einn minni humar, en ekkert sem gefur okkur sérstakar vonir. Þegar kemur góður árgangur munum við sjá eitthvert magn af humrum með 25-30 millimetra í skjaldarlengd. Við höfum vaktað humarlirfur síðustu þrjú ár og vissulega höfum við séð humarlirfur í svifi fyrir ofan veiðislóðir. Þannig sáum við til dæmis jákvæða punkta í Háfadýpi austur af Vestmannaeyjum 2018, en ef eitthvað verður úr því verður þess ekki vart í veiðinni fyrr en 2022 og þá sem smávaxin dýr, sem einhverjir myndu kalla rækju miðað við þá stóru humra sem hafa veiðst undanfarin misseri.

Ef við leyfum okkur að vona að það verði einhver nýliðun á næstu árum þá tekur það stofninn nokkur ár að ná sér á ný svo veiðar verði eitthvað í líkingu við það sem áður var. Þó svo að humarholum fjölgi þá þarf humarinn að fá að vaxa og því þarf að fara varlega. Við erum þó engan veginn komin þangað, því enn erum við að sjá hægfara þróun um að humri fækki á milli ára,“ segir Jónas.

Rætt við hagsmunaaðila

Á fundi í gær kynnti Hafrannsóknastofnun humarráðgjöf þessa árs fyrir hagsmunaaðilum í greininni og farið var yfir stöðuna. Jónas segir að síðustu ár hafi stofnunin átt samtal við fyrirtækin og samstarf um miðlun upplýsinga og gagna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.1.25 608,58 kr/kg
Þorskur, slægður 21.1.25 681,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.1.25 383,32 kr/kg
Ýsa, slægð 21.1.25 301,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.1.25 261,00 kr/kg
Ufsi, slægður 21.1.25 302,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 21.1.25 332,43 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.1.25 Stormur ST 69 Landbeitt lína
Þorskur 1.524 kg
Ýsa 886 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 2.412 kg
21.1.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Ýsa 4.944 kg
Steinbítur 1.881 kg
Þorskur 1.619 kg
Samtals 8.444 kg
21.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Steinbítur 939 kg
Þorskur 244 kg
Ýsa 205 kg
Langa 118 kg
Hlýri 29 kg
Keila 25 kg
Ufsi 19 kg
Skarkoli 2 kg
Karfi 1 kg
Samtals 1.582 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.1.25 608,58 kr/kg
Þorskur, slægður 21.1.25 681,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.1.25 383,32 kr/kg
Ýsa, slægð 21.1.25 301,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.1.25 261,00 kr/kg
Ufsi, slægður 21.1.25 302,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 21.1.25 332,43 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.1.25 Stormur ST 69 Landbeitt lína
Þorskur 1.524 kg
Ýsa 886 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 2.412 kg
21.1.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Ýsa 4.944 kg
Steinbítur 1.881 kg
Þorskur 1.619 kg
Samtals 8.444 kg
21.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Steinbítur 939 kg
Þorskur 244 kg
Ýsa 205 kg
Langa 118 kg
Hlýri 29 kg
Keila 25 kg
Ufsi 19 kg
Skarkoli 2 kg
Karfi 1 kg
Samtals 1.582 kg

Skoða allar landanir »