Viðbragðsgeta Landhelgisgæslunnar takmörkuð

Viðbragðsgeta Landhelgisgæslunnar var ekki mikil í gær er leitað var …
Viðbragðsgeta Landhelgisgæslunnar var ekki mikil í gær er leitað var upplýsinga um rekstrarhæfni tækja stofnunarinnar. mbl.is/Árni Sæberg

Fátt af þeim tækjum sem Landhelgisgæslan býr yfir voru til taks í gær er leitað var upplýsinga um stöðu rekstrarhæfni þeirra. Þá var aðeins eitt varðskip og ein þyrla til taks auk aðgerðarbátsins Óðins á öllu landinu síðdegis í gær.

Fram kom í umfjöllun 200 mílna á þriðjudag að það sé alls óvíst hvort og þá hvenær varðskipið Týr kemst aftur í rekstur Landhelgisgæslunnar, en þarfagreining og áhættumat stofnunarinnar gerir ráð fyrir því að þörf sé á að búa yfir þremur varðskipum.

Í svari við fyrirspurn um rekstrarhæfni tækja Landhelgisgæslunnar segir um flugvélina TF-SIF að hún og áhöfn sinni nú landamæraeftirliti fyrir Frontex, landamærastofnun Evrópu, við Miðjarðarhaf og er vélin því stödd á Möltu. Þá er flugvélin í skoðun sem lýkur í dag.

Þyrlan TF-LIF, sem er 35 ára, verður seld úr landi að loknu viðhaldsferli sem stendur nú yfir í samræmi við ákvörðun stjórnvalda þar um. „Í stað hennar er þriðja leiguþyrlan væntanleg af gerðinni Airbus Super Puma EC225. Sú fær einkennisstafina TF-GNA og gert er ráð fyrir að vélin komi til landsins um mánaðamótin,“ segir í svarinu.

TF-EIR var í reglubundnu viðhaldi í gær og átti því að ljúka í gærkvöldi samkvæmt svari Gæslunnar. Mun sú þyrla sinna leit, björgun, eftirliti, sjúkraflugi, æfingum og öðrum verkefnum. TF-GRO var eina loftfar Landhelgisgæslunnar sem var tiltækt samkvæmt svarinu.

Hvað skipakostinn varðar er ástandið á Tý þekkt og sinnir varðskipið Þór nú eftirliti umhverfis Ísland sem og aðgerðabáturinn Óðinn. Ægir er í söluferli en fjórir hafa gert tilboð í varðskipið gamla.

Eftirlits- og sjómælingaskipið Baldur er gert út á vorin og sumrin samkvæmt svarinu. „Baldur er í reglubundnu og skipulögðu viðhaldi um þessar mundir. Báturinn er orðinn þrjátíu ára og ber aldurinn vel.“

Krefjast aðgerða

Talsmenn fimm mismunandi samtaka sjómanna lýstu í gær yfir, í sameiginlegri ályktun, áhyggjum af þeirri stöðu sem upp er komin í kjölfar þess að í ljós kom umfangsmikil viðhaldsþörf á varðskipinu Tý.

Jafnframt hefur formaður Landssambands smábátaeigenda, Arthur Bogason, lýst áhyggjum af stöðunni, enda fáir sem eru jafn útsettir fyrir náttúruöflunum og smábátasjómenn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.1.25 585,36 kr/kg
Þorskur, slægður 22.1.25 698,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.1.25 468,39 kr/kg
Ýsa, slægð 22.1.25 380,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.1.25 280,78 kr/kg
Ufsi, slægður 22.1.25 323,86 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 22.1.25 254,20 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.1.25 Grímsey ST 2 Dragnót
Þorskur 2.201 kg
Ýsa 912 kg
Skrápflúra 302 kg
Skarkoli 48 kg
Langlúra 20 kg
Samtals 3.483 kg
22.1.25 Skúli ST 35 Línutrekt
Þorskur 3.532 kg
Ýsa 358 kg
Steinbítur 123 kg
Samtals 4.013 kg
22.1.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 4.946 kg
Ýsa 664 kg
Hlýri 308 kg
Karfi 133 kg
Steinbítur 77 kg
Samtals 6.128 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.1.25 585,36 kr/kg
Þorskur, slægður 22.1.25 698,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.1.25 468,39 kr/kg
Ýsa, slægð 22.1.25 380,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.1.25 280,78 kr/kg
Ufsi, slægður 22.1.25 323,86 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 22.1.25 254,20 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.1.25 Grímsey ST 2 Dragnót
Þorskur 2.201 kg
Ýsa 912 kg
Skrápflúra 302 kg
Skarkoli 48 kg
Langlúra 20 kg
Samtals 3.483 kg
22.1.25 Skúli ST 35 Línutrekt
Þorskur 3.532 kg
Ýsa 358 kg
Steinbítur 123 kg
Samtals 4.013 kg
22.1.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 4.946 kg
Ýsa 664 kg
Hlýri 308 kg
Karfi 133 kg
Steinbítur 77 kg
Samtals 6.128 kg

Skoða allar landanir »