Ferð varðskipsins Þórs tók óvænta stefnu

Mælingar í Kolbeinsey.
Mælingar í Kolbeinsey. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Varðskipið Þór hefur verið á ferð fyrir norðan land meðal annars við mælingar á Kolbeinsey frá því í síðustu viku. 

Skipið var í höfn á Þórshöfn á Langanesi eftir mælingar þegar stjórn­stöð Land­helg­is­gæsl­unn­ar barst beiðni um aðstoð frá áhöfn skips­ins í há­deg­inu á sunnudaginn vegna vélarvana línuskips um 40 kílómetra norðan við Langanes. 

Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir að skipstjóri línuskipsins hafi haft aftur samband við Þór, áður en skipið var komið á svæðið til að vara við því að einhverjir í áhöfn sinni hefðu fundið fyrir flensueinkennum. 

„Í kjölfarið gat stjórnstöð Landhelgisgæslunnar ræst út viðeigandi viðbragð, það er að segja látið sóttvarnaryfirvöld í héraði vita,“ segir Ásgeir. 

Þór kom svo að skipinu um klukkan 18 á sunnudegi, þar sem línu var skotið á milli skipanna og skipið tekið í tog. „Það gekk allt saman vel,“ segir Ásgeir. 

Skipið var komið um klukkan þrjú að nóttu í höfn á Þórshöfn þar sem áhöfnin fór í sóttkví. Sýnataka fór fram um klukkan átta í gærmorgun og kom niðurstaða úr henni síðdegis í gær. Enginn í áhöfninni reyndist smitaður. 

Myndir af þessum ferðum má sjá hér: 

Þór séður frá Kolbeinsey.
Þór séður frá Kolbeinsey. Ljósmynd/Landhelgisgæslan
Ljósmynd/Landhelgisgæslan
Ljósmynd/Landhelgisgæslan
Línu skotið yfir í Þórsnes sem var vélarvana á miðunum.
Línu skotið yfir í Þórsnes sem var vélarvana á miðunum. Ljósmynd/Landhelgisgæslan
Ljósmynd/Landhelgisgæslan
Ljósmynd/Landhelgisgæslan
Lagt upp að höfn á Þórshöfn, sem nú er heiðursheimahöfn …
Lagt upp að höfn á Þórshöfn, sem nú er heiðursheimahöfn Þórs. Ljósmynd/Landhelgisgæslan
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.1.25 594,52 kr/kg
Þorskur, slægður 23.1.25 721,50 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.1.25 471,08 kr/kg
Ýsa, slægð 23.1.25 398,51 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.1.25 195,61 kr/kg
Ufsi, slægður 23.1.25 276,83 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 23.1.25 311,11 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.1.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Þorskur 344 kg
Ýsa 48 kg
Steinbítur 25 kg
Langa 15 kg
Samtals 432 kg
23.1.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 3.941 kg
Ýsa 673 kg
Hlýri 295 kg
Karfi 97 kg
Steinbítur 15 kg
Samtals 5.021 kg
23.1.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 846 kg
Þorskur 347 kg
Ýsa 243 kg
Steinbítur 125 kg
Sandkoli 29 kg
Þykkvalúra 3 kg
Samtals 1.593 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.1.25 594,52 kr/kg
Þorskur, slægður 23.1.25 721,50 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.1.25 471,08 kr/kg
Ýsa, slægð 23.1.25 398,51 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.1.25 195,61 kr/kg
Ufsi, slægður 23.1.25 276,83 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 23.1.25 311,11 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.1.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Þorskur 344 kg
Ýsa 48 kg
Steinbítur 25 kg
Langa 15 kg
Samtals 432 kg
23.1.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 3.941 kg
Ýsa 673 kg
Hlýri 295 kg
Karfi 97 kg
Steinbítur 15 kg
Samtals 5.021 kg
23.1.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 846 kg
Þorskur 347 kg
Ýsa 243 kg
Steinbítur 125 kg
Sandkoli 29 kg
Þykkvalúra 3 kg
Samtals 1.593 kg

Skoða allar landanir »