Fylgjast með ferðum borgarísjaka með gervihnöttum

Ingibjörg Jónsdóttir, dósent í landafræði við jarðvísindadeild Háskóla Íslands, segir …
Ingibjörg Jónsdóttir, dósent í landafræði við jarðvísindadeild Háskóla Íslands, segir blessunarlega séu slysin vegna borgarísjaka fátíð. Árni Sæberg

Með gervihnattamyndum er hægt að vakta hvernig vindar og hafstraumar bera borgarísjaka um langan veg. Betri vöktun og skráning eykur öryggi sjófarenda.

Þeir sem séð hafa verðlaunakvikmyndina Titanic vita að borgarísjakar geta verið miklir skaðvaldar úti á sjó. Íslenskir sjófarendur þurfa að gæta sín sérstaklega á ísjökum og hafís og er ekki alltaf hægt að stóla á að ratsjár og annar öryggisbúnaður um borð komi auga á ísinn.

Ingibjörg Jónsdóttir, dósent í landafræði við jarðvísindadeild Háskóla Íslands, segir að blessunarlega séu slysin fátíð en vaxandi sókn skemmtiferðaskipa og jafnt stórra sem smárra skúta á norðlægar slóðir kunni að auka líkurnar á óhöppum.

Sigurður Pétursson siglir í gegnum ísbreiðu á dráttarbátnum Þyt.
Sigurður Pétursson siglir í gegnum ísbreiðu á dráttarbátnum Þyt. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Vandinn snýr m.a. að því að seljendur ferða þurfa að skipuleggja þær langt fram í tímann og allt þarf að standast. En magn hafíss og ísjaka getur verið mjög breytilegt á milli ára og kann að vera hægt að sigla inn í sund á strönd Grænlands í júlí eitt árið en í sama mánuði næsta ár getur ísinn verið of mikill til að öruggt sé að fara þar inn. Er áhyggjuefni að skipstjórar gætu tekið áhættu á slíkum ferðum til að koma farþegum á áfangstað á þeim tíma sem þeim var lofað.“

Yfirborðið virkar eins og segl

Ingibjörg tekur þátt í umfangsmikilli rannsókn sem snýst um að skrásetja og greina ferðir borgarísjaka á íslenskum hafsvæðum. Þar eru nákvæmar gervitunglamyndir notaðar til að byggja ítarlegan gagnagrunn um borgarísjaka við Ísland og m.a. koma auga á ef ísjökunum fjölgar mikið eða ef breytingar verða á úbreiðslu þeirra og tíðni í komum. Gagnagrunninn má m.a. nota til að auka öryggi sjófarenda en líka til að skilja betur vind- og hafstraumakerfið.

„Almennt séð er erfitt að spá fyrir um rek borgarísjaka því þeir eru svo óreglulegir í lögun og megnið af þeim er undir yfirborði sjávar. Það hvert borgarísjakann rekur veltur bæði á vindum og hafstraumum en stundum getur yfirborð ísjakans virkað eins og nokkurs konar segl,“ útskýrir Ingibjörg.

Helga María AK við hlið borgarísjaka. Þeir geta verið ansi …
Helga María AK við hlið borgarísjaka. Þeir geta verið ansi stórir. Ljósmynd/Brim

Rétt er að minna lesendur á muninn á borgarísjökum og hafís, og eins rifja upp þann mun sem er á borgarísjökum á suðurheimskauti og á norðurheimskauti. „Hafís verður til þegar yfirborð sjávarins frýs, er mun þynnri en borgarísjakar og rekur yfirleitt með hafstraumum. Borgarísjakar eru hins vegar hluti sem brotnar af jöklum sem kelfir í sjó fram. Á suðurskautinu er einkennandi að borgarísjakarnir eru mjög stórir og nærri því kassalaga, enda flestir brot af stórum íshellum, en á norðurslóðum koma borgar- ísjakarnir frá skriðjöklum og eru almennt minni,“ útskýrir Ingibjörg.

Nánast um leið og borgarísjakinn byrjar að fljóta af stað tekur hann að bráðna en bráðnunin fer að mestum hluta fram undir yfirborði sjávar. Bráðnunin breytir þyngdarpunkti ísjakans svo hann hreyfist og snýst á ferðalagi sínu um hafið, og brotnar í minni einingar. Segir Ingibjörg hægt að greina merki þess að skriðjöklar á vesturströnd Grænlands kelfi nú hraðar í sjó fram en áður á meðan breytingin er hægari á austurströndinni.

Sjást ekki alltaf á ratsjá

Fram til þessa hafa sjófarendur og Landhelgisgæslan haft nánar gætur á borgarísjökum og hafís og segir Ingibjörg að íslenskir skipstjórar séu duglegir að tilkynna um ferðir borgarísjaka. Er gott að vara aðra við enda geti verið erfitt að koma auga á ísjakana við ákveðin skilyrði. Allir jakar sem skip vita ekki af, geta valdið hættu og hafís og borgarís geta valdið skaða, t.d. í fiskeldi á fjörðum úti.

„Það hvort borgarísjaki sést vel á skiparatsjá ræðst m.a. af því hvort lygnt er í sjóinn eður ei. Í miklum öldugangi verður erfiðara að greina smærri ísjakana eða borgarbrot á ratsjá,“ segir hún og bætir við að gervihnattamyndir bjóði upp á einstaklega gott rannsóknartæki enda megi nota þær til að koma auga á ísjakana óháð skýjafari og að aðgengi hafi batnað svo að sækja má gervihnattamyndir oftar og í betri upplausn. Þar greinast hins vegar ekki smæstu jakarnir.

Ein ástæða þess að dregið hefur úr sjóslysum vegna hafíss og borgarísjaka er að alþjóðlegt samstarf er í kringum eftirlit á alþjóðavísu. „Þau ríki sem eiga aðild að samstarfinu gæta þess m.a. að samræmi sé í kortagerð þannig að t.d. skip sem siglir frá Kanada til Noregs sjái sambærileg tákn í öllum gögnum sem kortleggja staðsetningu ísjaka.“

Ljósmynd/Aðsend

Mikið líf undir ísjaðrinum

Borgarísjakar og hafís virðast ekki hafa mikil áhrif á lífríki hafsins eða daglegt líf fólks uppi á landi um þessar mundir. Ingibjörg segir að fyrr á öldum hafi hafísinn verið meira vandamál enda gat hann þá torveldað bæði veiðar og siglingar til landsins og oft að heyjaðist illa ef hafís hélst við strendur Íslands langt fram á sumar.

„Árið 1965 kom hafís upp að landi og þótti mörgum að það hefði neikvæð áhrif á síldveiðar en það árið, og þau næstu á eftir, var sjórinn fyrir norðan landið mjög kaldur. Þá er hafísjaðarinn oft á straumskilum og mikið líf í hafinu þar undir. Er þekkt að þegar skip veiða tegundir á borð við rækju þá draga þau netin nálægt jaðrinum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.1.25 530,04 kr/kg
Þorskur, slægður 10.1.25 666,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.1.25 309,96 kr/kg
Ýsa, slægð 10.1.25 245,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.1.25 266,60 kr/kg
Ufsi, slægður 10.1.25 298,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 10.1.25 346,05 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

11.1.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína
Þorskur 497 kg
Ýsa 69 kg
Hlýri 10 kg
Langa 7 kg
Samtals 583 kg
11.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.235 kg
Þorskur 394 kg
Keila 158 kg
Karfi 41 kg
Hlýri 20 kg
Ufsi 7 kg
Samtals 1.855 kg
11.1.25 Sandfell SU 75 Lína
Ýsa 3.062 kg
Þorskur 1.155 kg
Keila 382 kg
Karfi 8 kg
Hlýri 6 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 4.617 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.1.25 530,04 kr/kg
Þorskur, slægður 10.1.25 666,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.1.25 309,96 kr/kg
Ýsa, slægð 10.1.25 245,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.1.25 266,60 kr/kg
Ufsi, slægður 10.1.25 298,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 10.1.25 346,05 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

11.1.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína
Þorskur 497 kg
Ýsa 69 kg
Hlýri 10 kg
Langa 7 kg
Samtals 583 kg
11.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.235 kg
Þorskur 394 kg
Keila 158 kg
Karfi 41 kg
Hlýri 20 kg
Ufsi 7 kg
Samtals 1.855 kg
11.1.25 Sandfell SU 75 Lína
Ýsa 3.062 kg
Þorskur 1.155 kg
Keila 382 kg
Karfi 8 kg
Hlýri 6 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 4.617 kg

Skoða allar landanir »