Ánægjulegast að sjá smáan humar

Humarvertíðin er hafin en hún er heldur lítil í ár, …
Humarvertíðin er hafin en hún er heldur lítil í ár, enda bara brot af því sem hún einu sinni var. Vonir eru um að smærri humrar séu merki um aukna nýliðun í stofninum. Ljósmynd/VSV

„Humar­veiðin fer bet­ur af stað en við þorðum að vona og ánægju­leg­ast er að sjá líka smá­an hum­ar í afl­an­um,“ seg­ir Sverr­ir Har­alds­son, sviðsstjóri botn­fisksviðs Vinnslu­stöðvar­inn­ar í Vest­manna­eyj­um, í færslu á vef fyr­ir­tæk­is­ins.

„Hrun humarstofns­ins stafaði af bresti í nýliðun og von­andi boðar þessi smá­hum­ar betri tíð fyr­ir stofn­inn. Lát­um samt vera að draga víðtæk­ar álykt­an­ir af slík­um vís­bend­ing­um,“ seg­ir hann. Vinnslu­stöðin fer með um 19% af afla­marki í humri og er því humarkvóti fé­lags­ins 30 tonn á þessu fisk­veiðiári.

Unnið á humarvertíð hjá Vinnslustöðinni.
Unnið á humar­vertíð hjá Vinnslu­stöðinni. Ljós­mynd/​VSV

Veiðisvæðin hefðbund­in

Humarstofn­inn hef­ur staðið höll­um fæti um nokk­urt skeið og hef­ur út­gef­inn humarkvóti verið lækkaður tölu­vert og það litla afla­mark sem gefið er út, 143 tonn, veitt til að halda áfram veiðum í til­rauna­skyni og meta ástand stofns­ins.

Haf­rann­sókna­stofn­un lækkaði í janú­ar stofn­matið um 27%. Það er því óhætt að segja að þeir sem hafa stundað humar­veiðar hafi ekki haft mikl­ar vænt­ing­ar til veiða árs­ins, enda nam heild­arafl­inn 2.250 tonn­um fyr­ir um ára­tug eða tæp­lega fimmtán­falt meira.

Skip Vinnslu­stöðvar­inn­ar, Dranga­vík VE og Brynj­ólf­ur VE, héldu til humar­veiða í apríl og hafa landað í tvígang. Á vef út­gerðar­inn­ar er greint frá því að „veiðisvæðin eru hefðbund­in í upp­hafi vertíðar, á Breiðamerk­ur­dýpi og Horna­fjarðardýpi. Ef að lík­um læt­ur fær­ist sókn­in vest­ar þegar kem­ur fram í júní en mest hef­ur verið veitt á svæðinu við Eld­ey und­an­far­in ár.“ En veiðar hafa verið bannaðar í Jök­ul­dýpi og Lóns­djúpi.

Til­rauna­veiðar með gildr­ur í Breiðafirði hóf­ust í fyrra á Imgu P SH. Sverr­ir ger­ir ráð fyr­ir að Inga P SH verði gerð á ný út á veg­um Vinnslu­stöðvar­inn­ar til slíkra humar­veiða.

„Inga P er í slipp sem stend­ur en við stefn­um að því að taka upp þráðinn frá því í fyrra­haust þegar gildruveiðarn­ar á Breiðafirði skiluðu ár­angri fram­ar von­um. Þær gengu vel og áhuga­vert er að þreifa sig áfram til að ná góðum tök­um á þess­um veiðiskap.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.3.25 546,49 kr/kg
Þorskur, slægður 23.3.25 634,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.3.25 306,62 kr/kg
Ýsa, slægð 23.3.25 233,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.3.25 206,33 kr/kg
Ufsi, slægður 23.3.25 244,50 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 23.3.25 241,92 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.3.25 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 170 kg
Skarkoli 38 kg
Ýsa 14 kg
Keila 5 kg
Samtals 227 kg
22.3.25 Elli P SU 206 Línutrekt
Steinbítur 5.565 kg
Þorskur 958 kg
Skarkoli 23 kg
Keila 16 kg
Samtals 6.562 kg
22.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Grálúða 3.238 kg
Steinbítur 1.055 kg
Ýsa 929 kg
Þorskur 688 kg
Keila 368 kg
Hlýri 191 kg
Karfi 55 kg
Samtals 6.524 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.3.25 546,49 kr/kg
Þorskur, slægður 23.3.25 634,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.3.25 306,62 kr/kg
Ýsa, slægð 23.3.25 233,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.3.25 206,33 kr/kg
Ufsi, slægður 23.3.25 244,50 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 23.3.25 241,92 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.3.25 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 170 kg
Skarkoli 38 kg
Ýsa 14 kg
Keila 5 kg
Samtals 227 kg
22.3.25 Elli P SU 206 Línutrekt
Steinbítur 5.565 kg
Þorskur 958 kg
Skarkoli 23 kg
Keila 16 kg
Samtals 6.562 kg
22.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Grálúða 3.238 kg
Steinbítur 1.055 kg
Ýsa 929 kg
Þorskur 688 kg
Keila 368 kg
Hlýri 191 kg
Karfi 55 kg
Samtals 6.524 kg

Skoða allar landanir »