Ánægjulegast að sjá smáan humar

Humarvertíðin er hafin en hún er heldur lítil í ár, …
Humarvertíðin er hafin en hún er heldur lítil í ár, enda bara brot af því sem hún einu sinni var. Vonir eru um að smærri humrar séu merki um aukna nýliðun í stofninum. Ljósmynd/VSV

„Humarveiðin fer betur af stað en við þorðum að vona og ánægjulegast er að sjá líka smáan humar í aflanum,“ segir Sverrir Haraldsson, sviðsstjóri botnfisksviðs Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, í færslu á vef fyrirtækisins.

„Hrun humarstofnsins stafaði af bresti í nýliðun og vonandi boðar þessi smáhumar betri tíð fyrir stofninn. Látum samt vera að draga víðtækar ályktanir af slíkum vísbendingum,“ segir hann. Vinnslustöðin fer með um 19% af aflamarki í humri og er því humarkvóti félagsins 30 tonn á þessu fiskveiðiári.

Unnið á humarvertíð hjá Vinnslustöðinni.
Unnið á humarvertíð hjá Vinnslustöðinni. Ljósmynd/VSV

Veiðisvæðin hefðbundin

Humarstofninn hefur staðið höllum fæti um nokkurt skeið og hefur útgefinn humarkvóti verið lækkaður töluvert og það litla aflamark sem gefið er út, 143 tonn, veitt til að halda áfram veiðum í tilraunaskyni og meta ástand stofnsins.

Hafrannsóknastofnun lækkaði í janúar stofnmatið um 27%. Það er því óhætt að segja að þeir sem hafa stundað humarveiðar hafi ekki haft miklar væntingar til veiða ársins, enda nam heildaraflinn 2.250 tonnum fyrir um áratug eða tæplega fimmtánfalt meira.

Skip Vinnslustöðvarinnar, Drangavík VE og Brynjólfur VE, héldu til humarveiða í apríl og hafa landað í tvígang. Á vef útgerðarinnar er greint frá því að „veiðisvæðin eru hefðbundin í upphafi vertíðar, á Breiðamerkurdýpi og Hornafjarðardýpi. Ef að líkum lætur færist sóknin vestar þegar kemur fram í júní en mest hefur verið veitt á svæðinu við Eldey undanfarin ár.“ En veiðar hafa verið bannaðar í Jökuldýpi og Lónsdjúpi.

Tilraunaveiðar með gildrur í Breiðafirði hófust í fyrra á Imgu P SH. Sverrir gerir ráð fyrir að Inga P SH verði gerð á ný út á vegum Vinnslustöðvarinnar til slíkra humarveiða.

„Inga P er í slipp sem stendur en við stefnum að því að taka upp þráðinn frá því í fyrrahaust þegar gildruveiðarnar á Breiðafirði skiluðu árangri framar vonum. Þær gengu vel og áhugavert er að þreifa sig áfram til að ná góðum tökum á þessum veiðiskap.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.1.25 583,09 kr/kg
Þorskur, slægður 9.1.25 586,50 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.1.25 339,18 kr/kg
Ýsa, slægð 9.1.25 319,88 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.1.25 261,13 kr/kg
Ufsi, slægður 9.1.25 275,16 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 9.1.25 230,47 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.1.25 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.684 kg
Ýsa 2.107 kg
Langa 53 kg
Samtals 9.844 kg
9.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 8.433 kg
Ýsa 689 kg
Steinbítur 209 kg
Karfi 58 kg
Langa 14 kg
Keila 9 kg
Sandkoli 2 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 9.415 kg
9.1.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Keila 123 kg
Þorskur 118 kg
Langa 95 kg
Ufsi 28 kg
Samtals 364 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.1.25 583,09 kr/kg
Þorskur, slægður 9.1.25 586,50 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.1.25 339,18 kr/kg
Ýsa, slægð 9.1.25 319,88 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.1.25 261,13 kr/kg
Ufsi, slægður 9.1.25 275,16 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 9.1.25 230,47 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.1.25 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.684 kg
Ýsa 2.107 kg
Langa 53 kg
Samtals 9.844 kg
9.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 8.433 kg
Ýsa 689 kg
Steinbítur 209 kg
Karfi 58 kg
Langa 14 kg
Keila 9 kg
Sandkoli 2 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 9.415 kg
9.1.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Keila 123 kg
Þorskur 118 kg
Langa 95 kg
Ufsi 28 kg
Samtals 364 kg

Skoða allar landanir »