„Freyja er mjög öflugt varðskip“

Garðar Nellett og skipherrann Einar H. Valsson máta sig í …
Garðar Nellett og skipherrann Einar H. Valsson máta sig í brúnni á Freyju í reynslusiglingu sem fór fram á dögunum. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Starfs­menn Land­helg­is­gæsl­unn­ar fengu ný­verið tæki­færi til að ferðast til Hol­lands og fá þar kennslu á varðskipið Freyju sem af­hent verður Land­helg­is­gæsl­unni í októ­ber, að því er fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu frá stofn­un­inni.

Full­yrt er að þegar Freyja bæt­ist í flota Land­helg­is­gæsl­unn­ar verður „mik­il framþróun í björg­un­ar­getu Land­helg­is­gæsl­unn­ar og aðbúnaði starfs­fólks.“ Er meðal ann­ars vak­in at­hygli á því að þegar Freyja kem­ur til lands­ins mun vera til taks tvö öfl­ug varðskip sem sér­út­bú­in eru til að sinna lög­gæslu, leit og björg­un á krefj­andi hafsvæðum um­hverf­is Ísland.

Minna en hálft ár er frá því að Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, dóms­málaráðherra, til­kynnti að varðskip yrði keypt fyr­ir Land­helg­is­gæsl­una og kveðst Georg Lárus­son, for­stjóri Land­helg­is­gæslu Íslands, ánægður með niður­stöðu kaup­ferl­is­ins sem gengið hef­ur hratt.

„Við erum ákaf­lega ánægð með niður­stöðu útboðsins og þjóðin kem­ur til með að fá afar vandað og vel búið varðskip. Drátt­ar­geta Freyju er til að mynda tæp­lega tvö­falt meiri en drátt­ar­geta varðskips­ins Þórs eða rúm 200 tonn. Einnig eru fær­an­leg­ir kran­ar á aft­urþilfari skips­ins sem gera björg­un­ar­störf og aðra vinnu áhafn­ar­inn­ar auðveld­ari. Þá er einn öfl­ug­ur stór krani fremst á aft­urþilfari. Skipið er mjög vel búið drátt­arspil­um svo taka má stór og öfl­ug skip í tog. Freyja hef­ur jafn­framt svo­kallað DP2 stjórn­kerfi sem er held­ur full­komn­ara en kerfi Þórs auk þess sem skipið er búið svo­kölluðu FIFI-2 slökkvi­kerfi. Við hjá Land­helg­is­gæsl­unni erum ákaf­lega spennt að fá þetta stór­góða skip í flot­ann. Með til­komu Freyju er stórt fram­fara­skref stigið í björg­un­ar­mál­um þjóðar­inn­ar. “ Seg­ir Georg.

Gísli Páll yfirvélstjóri lærir á stýribúnað vélarinnar.
Gísli Páll yf­ir­vél­stjóri lær­ir á stýri­búnað vél­ar­inn­ar. Ljós­mynd/​Land­helg­is­gæsl­an
Varðskipið Freyja.
Varðskipið Freyja. Teikn­ing/​Land­helg­is­gæsl­an

Um borð í varðskip­inu Freyju eru vist­ar­ver­ur fyr­ir þrjá­tíu og fimm manns og gott þilfarspláss sem ger­ir skipið ein­stak­lega vel búið til að flytja björg­un­ar­búnað þegar sam­göng­ur á landi bregðast. Þá er Freyja út­bú­in sam­bæri­leg­um ísklassa og varðskipið Þór, að því er seg­ir í til­kynn­ing­unni.

„Freyja er mjög öfl­ugt varðskip og afar vel búið til að tak­ast á við þau verk­efni sem Land­helg­is­gæsl­unni eru fal­in. Í ferðinni á dög­un­um var gam­an að sjá þá fjöl­mörgu mögu­leika sem skipið býr yfir,“ seg­ir Ein­ar H. Vals­son, skip­herra Land­helg­is­gæsl­unn­ar. Hann sigldi með Freyju á dög­un­um þar sem skipið var í verk­efni á veg­um selj­enda.

Aftari hluti brúar þar sem stjórntæki eru fyrir skip og …
Aft­ari hluti brú­ar þar sem stjórn­tæki eru fyr­ir skip og spil. Ljós­mynd/​Land­helg­is­gæsl­an
Setustofa skipsins. Aðbúnaður batnar til muna með tilkomu Freyju.
Setu­stofa skips­ins. Aðbúnaður batn­ar til muna með til­komu Freyju. Ljós­mynd/​Land­helg­is­gæsl­an
Krani skipsins.
Krani skips­ins. Ljós­mynd/​Land­helg­is­gæsl­an
Setustofi í brú Freyju.
Setu­stofi í brú Freyju. Ljós­mynd/​Land­helg­is­gæsl­an
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 1.4.25 555,51 kr/kg
Þorskur, slægður 1.4.25 722,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 1.4.25 426,01 kr/kg
Ýsa, slægð 1.4.25 421,86 kr/kg
Ufsi, óslægður 1.4.25 161,04 kr/kg
Ufsi, slægður 1.4.25 267,67 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 1.4.25 332,50 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.4.25 Björn Hólmsteinsson ÞH 164 Grásleppunet
Grásleppa 679 kg
Þorskur 48 kg
Skarkoli 13 kg
Samtals 740 kg
1.4.25 Norðurljós NS 40 Grásleppunet
Grásleppa 1.170 kg
Skarkoli 155 kg
Þorskur 71 kg
Samtals 1.396 kg
1.4.25 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 2.504 kg
Þorskur 148 kg
Rauðmagi 24 kg
Samtals 2.676 kg
1.4.25 Þórður Ólafsson BA 96 Grásleppunet
Grásleppa 520 kg
Samtals 520 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 1.4.25 555,51 kr/kg
Þorskur, slægður 1.4.25 722,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 1.4.25 426,01 kr/kg
Ýsa, slægð 1.4.25 421,86 kr/kg
Ufsi, óslægður 1.4.25 161,04 kr/kg
Ufsi, slægður 1.4.25 267,67 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 1.4.25 332,50 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.4.25 Björn Hólmsteinsson ÞH 164 Grásleppunet
Grásleppa 679 kg
Þorskur 48 kg
Skarkoli 13 kg
Samtals 740 kg
1.4.25 Norðurljós NS 40 Grásleppunet
Grásleppa 1.170 kg
Skarkoli 155 kg
Þorskur 71 kg
Samtals 1.396 kg
1.4.25 Blíðfari ÓF 70 Grásleppunet
Grásleppa 2.504 kg
Þorskur 148 kg
Rauðmagi 24 kg
Samtals 2.676 kg
1.4.25 Þórður Ólafsson BA 96 Grásleppunet
Grásleppa 520 kg
Samtals 520 kg

Skoða allar landanir »

Loka