„Freyja er mjög öflugt varðskip“

Garðar Nellett og skipherrann Einar H. Valsson máta sig í …
Garðar Nellett og skipherrann Einar H. Valsson máta sig í brúnni á Freyju í reynslusiglingu sem fór fram á dögunum. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Starfsmenn Landhelgisgæslunnar fengu nýverið tækifæri til að ferðast til Hollands og fá þar kennslu á varðskipið Freyju sem afhent verður Landhelgisgæslunni í október, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá stofnuninni.

Fullyrt er að þegar Freyja bætist í flota Landhelgisgæslunnar verður „mikil framþróun í björgunargetu Landhelgisgæslunnar og aðbúnaði starfsfólks.“ Er meðal annars vakin athygli á því að þegar Freyja kemur til landsins mun vera til taks tvö öflug varðskip sem sérútbúin eru til að sinna löggæslu, leit og björgun á krefjandi hafsvæðum umhverfis Ísland.

Minna en hálft ár er frá því að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, tilkynnti að varðskip yrði keypt fyrir Landhelgisgæsluna og kveðst Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands, ánægður með niðurstöðu kaupferlisins sem gengið hefur hratt.

„Við erum ákaflega ánægð með niðurstöðu útboðsins og þjóðin kemur til með að fá afar vandað og vel búið varðskip. Dráttargeta Freyju er til að mynda tæplega tvöfalt meiri en dráttargeta varðskipsins Þórs eða rúm 200 tonn. Einnig eru færanlegir kranar á afturþilfari skipsins sem gera björgunarstörf og aðra vinnu áhafnarinnar auðveldari. Þá er einn öflugur stór krani fremst á afturþilfari. Skipið er mjög vel búið dráttarspilum svo taka má stór og öflug skip í tog. Freyja hefur jafnframt svokallað DP2 stjórnkerfi sem er heldur fullkomnara en kerfi Þórs auk þess sem skipið er búið svokölluðu FIFI-2 slökkvikerfi. Við hjá Landhelgisgæslunni erum ákaflega spennt að fá þetta stórgóða skip í flotann. Með tilkomu Freyju er stórt framfaraskref stigið í björgunarmálum þjóðarinnar. “ Segir Georg.

Gísli Páll yfirvélstjóri lærir á stýribúnað vélarinnar.
Gísli Páll yfirvélstjóri lærir á stýribúnað vélarinnar. Ljósmynd/Landhelgisgæslan
Varðskipið Freyja.
Varðskipið Freyja. Teikning/Landhelgisgæslan

Um borð í varðskipinu Freyju eru vistarverur fyrir þrjátíu og fimm manns og gott þilfarspláss sem gerir skipið einstaklega vel búið til að flytja björgunarbúnað þegar samgöngur á landi bregðast. Þá er Freyja útbúin sambærilegum ísklassa og varðskipið Þór, að því er segir í tilkynningunni.

„Freyja er mjög öflugt varðskip og afar vel búið til að takast á við þau verkefni sem Landhelgisgæslunni eru falin. Í ferðinni á dögunum var gaman að sjá þá fjölmörgu möguleika sem skipið býr yfir,“ segir Einar H. Valsson, skipherra Landhelgisgæslunnar. Hann sigldi með Freyju á dögunum þar sem skipið var í verkefni á vegum seljenda.

Aftari hluti brúar þar sem stjórntæki eru fyrir skip og …
Aftari hluti brúar þar sem stjórntæki eru fyrir skip og spil. Ljósmynd/Landhelgisgæslan
Setustofa skipsins. Aðbúnaður batnar til muna með tilkomu Freyju.
Setustofa skipsins. Aðbúnaður batnar til muna með tilkomu Freyju. Ljósmynd/Landhelgisgæslan
Krani skipsins.
Krani skipsins. Ljósmynd/Landhelgisgæslan
Setustofi í brú Freyju.
Setustofi í brú Freyju. Ljósmynd/Landhelgisgæslan
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.1.25 588,19 kr/kg
Þorskur, slægður 22.1.25 699,31 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.1.25 469,24 kr/kg
Ýsa, slægð 22.1.25 380,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.1.25 274,77 kr/kg
Ufsi, slægður 22.1.25 323,86 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 22.1.25 254,99 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.1.25 Dagrún HU 121 Þorskfisknet
Þorskur 426 kg
Samtals 426 kg
22.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.744 kg
Þorskur 257 kg
Keila 128 kg
Hlýri 55 kg
Karfi 9 kg
Samtals 2.193 kg
22.1.25 Agnar BA 125 Línutrekt
Þorskur 2.941 kg
Ýsa 487 kg
Samtals 3.428 kg
22.1.25 Gunnþór ÞH 75 Þorskfisknet
Þorskur 749 kg
Grásleppa 14 kg
Hlýri 10 kg
Ýsa 10 kg
Ufsi 7 kg
Samtals 790 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.1.25 588,19 kr/kg
Þorskur, slægður 22.1.25 699,31 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.1.25 469,24 kr/kg
Ýsa, slægð 22.1.25 380,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.1.25 274,77 kr/kg
Ufsi, slægður 22.1.25 323,86 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 22.1.25 254,99 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.1.25 Dagrún HU 121 Þorskfisknet
Þorskur 426 kg
Samtals 426 kg
22.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.744 kg
Þorskur 257 kg
Keila 128 kg
Hlýri 55 kg
Karfi 9 kg
Samtals 2.193 kg
22.1.25 Agnar BA 125 Línutrekt
Þorskur 2.941 kg
Ýsa 487 kg
Samtals 3.428 kg
22.1.25 Gunnþór ÞH 75 Þorskfisknet
Þorskur 749 kg
Grásleppa 14 kg
Hlýri 10 kg
Ýsa 10 kg
Ufsi 7 kg
Samtals 790 kg

Skoða allar landanir »