62,6 milljónir tonn af ljósátu í Suðurskautshafi

Vísindamenn telja gríðarlegt magn af ljósátu í Suðurskautshafinu. Kortlegning stofnsins …
Vísindamenn telja gríðarlegt magn af ljósátu í Suðurskautshafinu. Kortlegning stofnsins fór síðast fram 2019. Ljósmynd/Havforskningsinstituttet/Oda Linnea Brekke Iden

Stór hluti lífríkisins í heimshöfunum er lítt þekktur, töluvert minni hluti er þekktur og mikið nýttur eða jafnvel ofnýttur. Síðan er stór hluti sem er þekktur en er lítið eða ekkert nýttur.

Ljósáta tilheyrir þessum síðasta hluta dýra í hafinu en vísindamenn áætla að um 62,6 miljónir tonn séu af þessu smádýri á samþykktum veiðisvæðum í Suðurskautshafinu. Þetta er mat vísindamanna sem fóru í leiðangur til Suðurskautshafsins í janúar 2019 á norska rannsóknaskipinu Krónprins Hákon (no. Kronprins Haakon) og hafa í kjölfarið birt grein í vísindatímaritinu Journal of Crustacean Biology.

Ljósáta, sem er próteinrík og full af omega-3, er nýtt í einhverju magni til manneldis í Japan en hefur annars verið nýtt í framleiðslu dýrafóðurs, snyrtiefna, lyfja og fæðubótarefna. Tilraunaveiðar á ljósátu hafa verið framkvæmdar hér á landi en veiðar hafa ekki verið stundaðar í miklum mæli.

4.600 sjómílur

Fram kemur í færslu á vef norsku hafrannsóknastofnunarinnar, Havforskningsinstituttet (HI), að Krónprins Hákon hafi lagt frá bryggju í Punta Arenas í Chile 10. janúar og var markmið leiðangursins að meta magn ljósátu á því svæði þar sem veiðar í hagnaðarskyni eru heimilaðar.

HI var ábyrgðaraðili þessa alþjóðlega leiðangurs og var farið á sex skipum og var Krónprins Hákon alls 46 daga á sjó, sigldi 4.600 sjómílur og tók sýni á 70 stöðum.

Mörgæsir við King George eyju. Ljósátan er mikilvægur liður í …
Mörgæsir við King George eyju. Ljósátan er mikilvægur liður í fæðukeðju lífríkisins í Suðurkautshafinu. Ljósmynd/Havforskningsinstituttet/Oda Linnea Brekke Iden

Ljósátan er smávaxið krabbadýr og verður allt að sex sentímetra að lengd og vegur allt að tveimur grömmum. Dýrið þykir mikilvægur hlekkur í fæðukeðjunni og er fæða hvala, sela og sjófugla. Þá segir á vef HI að ríkulegt magn ljósátu í hafinu sé forsenda þess að stofnar stærri fiska, sjávarspendýra og fugla haldist sterkir. „Breytingar í magni ljósátu eða hvernig hún dreifist á stóru hafsvæðunum mun hafa í för með sér miklar breytingar fyrir allar tegundir sem éta þetta litla dýr.“

Noregur, Kína, Suður-Kórea og Chile eru ríkin sem stunda mestu ljósátuveiðarnar í Suðurskautshafinu og er ráðlagt að ekki verði veitt meira en 620 þúsund tonn árlega, en veiddur er aðeins helmingurinn af þessu.

Dýrið er heldur smátt.
Dýrið er heldur smátt. Ljósmynd/Havforskningsinstituttet/Oda Linnea Brekke Iden

Þarf fleiri leiðangra

„Í dag höfum við bara tvær stórar mælingar til að bera saman. Ef við eigum að geta skilið breytingar í stofninum verðum við að kortleggja hann oftar,“ segir Bjørn Krafft, verkefnisstjóri HI og vísindamaðurinn sem leiddi leiðangurinn. Vísar hann til þess að aðeins árið 200 og síðan 2019  voru framkvæmdar umfangsmiklar stofnmælingar, en árlega eru aðeins gerðar smærri svæðisbundnar mælingar á ljósátustofninum.

Bjørn Krafft.
Bjørn Krafft. Ljósmynd/Havforskningsinstituttet/Oda Linnea Brekke Iden

Þá segir Krafft sérstaklega mikilvægt að meta hvernig loftslagsbreytingar eins og hlýrri sjór hefur áhrif á stofninn. Því sé ljóst að mati hans að þörf er á fleiri stórum rannsóknaleiðangrum.

Ljósáta er ekki eina smádýrið sem leitað hefur verið leiða til að nýta í auknum mæli en Norðmenn hafa um tíma nýtt rauðátu sem er enn minna dýr.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.1.25 530,04 kr/kg
Þorskur, slægður 10.1.25 666,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.1.25 309,96 kr/kg
Ýsa, slægð 10.1.25 245,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.1.25 266,60 kr/kg
Ufsi, slægður 10.1.25 298,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 10.1.25 346,05 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

11.1.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 1.616 kg
Ufsi 211 kg
Samtals 1.827 kg
10.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 2.870 kg
Þorskur 657 kg
Keila 118 kg
Hlýri 67 kg
Ufsi 13 kg
Samtals 3.725 kg
10.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.696 kg
Ýsa 3.572 kg
Steinbítur 629 kg
Langa 201 kg
Hlýri 34 kg
Keila 33 kg
Karfi 6 kg
Samtals 12.171 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.1.25 530,04 kr/kg
Þorskur, slægður 10.1.25 666,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.1.25 309,96 kr/kg
Ýsa, slægð 10.1.25 245,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.1.25 266,60 kr/kg
Ufsi, slægður 10.1.25 298,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 10.1.25 346,05 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

11.1.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 1.616 kg
Ufsi 211 kg
Samtals 1.827 kg
10.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 2.870 kg
Þorskur 657 kg
Keila 118 kg
Hlýri 67 kg
Ufsi 13 kg
Samtals 3.725 kg
10.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.696 kg
Ýsa 3.572 kg
Steinbítur 629 kg
Langa 201 kg
Hlýri 34 kg
Keila 33 kg
Karfi 6 kg
Samtals 12.171 kg

Skoða allar landanir »