Freyja máluð í litum Gæslunnar

Heimferðin undirbúin. Friðrik Höskuldsson yfirstýrimaður og Einar Valsson skipherra við …
Heimferðin undirbúin. Friðrik Höskuldsson yfirstýrimaður og Einar Valsson skipherra við Freyju í slippnum. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Próf­an­ir á nýja varðskip­inu Freyju og búnaði þess fóru fram í Rotter­dam í Hollandi í upp­hafi síðustu viku og gengu þær vel, seg­ir Ásgeir Er­lends­son upp­lýs­inga­full­trúi Land­helg­is­gæsl­unn­ar.

Ásgeir seg­ir að Freyja hafi komið vel út úr próf­un­um og í kjöl­far þeirra var skipið tekið í slipp. Þar verður skipið málað í lit­um Land­helg­is­gæsl­unn­ar og farið í minni hátt­ar lag­fær­ing­ar. Bú­ast má við að þessi vinna taki um 10-14 daga en það fer eft­ir veðri hversu vel geng­ur. Gert er ráð fyr­ir að skipið verði af­hent Land­helg­is­gæsl­unni form­lega um eða eft­ir 24. októ­ber.

Í kjöl­farið verður skipið und­ir­búið til heim­sigl­ing­ar og skrán­ing­ar­mál kláruð að sögn Ásgeirs. Fimm úr áhöfn skips­ins er þegar komn­ir til Rotter­dam, þar á meðal skip­herra, yf­ir­vél­stjóri og yf­ir­stýri­maður. Bú­ast má við að skipið komi til heima­hafn­ar í Sigluf­irði fyrri hluta nóv­em­ber­mánaðar.

Sem kunn­ugt er til­kynnti Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir dóms­málaráðherra í mars sl. að rík­is­stjórn­in hefði samþykkt til­lögu henn­ar um kaup á nýju varðskipi, sem myndi fá nafnið Freyja.

Rík­is­kaup og Land­helg­is­gæsla Íslands efndu til alþjóðlegs útboðs vegna kaupa á varðskipi. Tvö gild til­boð bár­ust og var lægra til­boðinu tekið, þ.e. frá fyr­ir­tæk­inu United Offs­hore Supp­ort GmbH. Kaup­verðið er rúm­ir 1,7 millj­arðar ís­lenskra króna.

Skipið var smíðað í Suður-Kór­eu árið 2010 og hét fyrstu árin Vitt­oria en heit­ir nú GH Endurance. Það hef­ur fyrst og fremst þjón­ustað ol­íuiðnaðinn. Hið nýja varðskip Freyja er 4.566 brútt­ót­onn og þykir mjög öfl­ugt björg­un­ar- og gæslu­skip.

Reykjavík verður áfram heimahöfn varðskipsins Þórs.
Reykja­vík verður áfram heima­höfn varðskips­ins Þórs. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Land­helg­is­gæsl­an og dóms­málaráðuneytið tóku í sam­ein­ingu þá ákvörðun að heima­höfn varðskips­ins Freyju verði Siglu­fjörður og njóti skipið þjón­ustu þar og á Ak­ur­eyri eft­ir þörf­um. Freyja mun fá aðstöðu við Óskars­bryggju, sem er nyrsta bryggja hafn­ar­inn­ar, ná­lægt öldu­brjótn­um. Bryggj­an er 160 metra löng og dýpi við hana er átta metr­ar.

Varðskipið Þór verður áfram gert út frá Reykja­vík. Þess­ari ráðstöf­un er ætlað að tryggja ör­yggi sjófar­enda, lands­manna og auðlinda í hafi.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.3.25 568,23 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.25 470,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.25 371,59 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.25 236,50 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.25 196,91 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.25 250,04 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.25 228,01 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.3.25 Málmey SK 1 Botnvarpa
Þorskur 114.755 kg
Ufsi 54 kg
Samtals 114.809 kg
26.3.25 Hafey SK 10 Grásleppunet
Rauðmagi 19 kg
Samtals 19 kg
26.3.25 Már SK 90 Grásleppunet
Grásleppa 1.762 kg
Þorskur 110 kg
Skarkoli 13 kg
Rauðmagi 12 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 1.900 kg
26.3.25 Þorgrímur SK 27 Grásleppunet
Grásleppa 1.426 kg
Þorskur 363 kg
Samtals 1.789 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.3.25 568,23 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.25 470,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.25 371,59 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.25 236,50 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.25 196,91 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.25 250,04 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.25 228,01 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.3.25 Málmey SK 1 Botnvarpa
Þorskur 114.755 kg
Ufsi 54 kg
Samtals 114.809 kg
26.3.25 Hafey SK 10 Grásleppunet
Rauðmagi 19 kg
Samtals 19 kg
26.3.25 Már SK 90 Grásleppunet
Grásleppa 1.762 kg
Þorskur 110 kg
Skarkoli 13 kg
Rauðmagi 12 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 1.900 kg
26.3.25 Þorgrímur SK 27 Grásleppunet
Grásleppa 1.426 kg
Þorskur 363 kg
Samtals 1.789 kg

Skoða allar landanir »