„Okkur er verulega létt að geta komið saman“

Halldór Halldórsson kveðst ánægður með að fólk úr eldi og …
Halldór Halldórsson kveðst ánægður með að fólk úr eldi og rækt geti hist á ný. Hann segir markmiðið að gera Lagarlíf að leiðandi ráðstefnu í greininni. mbl.is/Árni Sæberg

Eldis- og ræktunarfólk getur loksins hist á árlegri ráðstefnu sinni á fimmtudag og kveðst Halldór Halldórsson, stjórnarformaður Strandbúnaðar ehf. sem skipuleggur og er ábyrgðaraðili ráðstefnunnar, fagna því að geta loksins lagt frá sér Teams.

Ráðstefnan Lagarlíf um eldi og ræktun mun fara fram 28. og 29. október á Grand hóteli í Reykjavík. Alla jafna er ráðstefnan haldin árlega og stóð til að hún færi fram í fyrra en þá var ákveðið að fella hana niður.

„Það var ákveðið að fresta henni í þeirri von að kórónuveirufaraldurinn væri kominn á betri stað. Við vorum í töluverðri óvissu því svona þarf að skipuleggja með töluverðum fyrirvara. En við treystum því að við gætum haldið þetta í haust og héldum okkar áætlun og það mega tvö þúsund manns koma saman núna,“ segir Halldór sem ekki bara gegnir stjórnarformennsku í Strandbúnaði heldur er einnig forstjóri Íslenska kalkþörungafélagsins.

Hann segir mikið fagnaðarefni að varð úr tilslökunum. „Okkur er verulega létt að geta komið saman á ráðstefnu. Það á við um okkur eins og alla að það er gaman að sjá framan í fólk og setja Teams til hliðar í smástund. Ég er búinn að vera ár í þessari stjórn en við höfum ekki hist. Við munum hittast í fyrsta sinn á ráðstefnunni, það verður mjög gaman.

Þrátt fyrir að samkomutakmarkanir hafi verið rýmkaðar í tvö þúsund manns er ráðstefnunni skipt upp í tvennt milli salanna Gullteigs og Hvamms, en setning Lagarlífs verður sameiginleg.

Ráðstefnan var fjölsótt árið 2019.
Ráðstefnan var fjölsótt árið 2019.

Mikilvægt fyrir nýsköpun

Töluverður áhugi var á ráðstefnuninni sem átti að fara fram í fyrra. Er áhuginn enn fyrir hendi?

„Enn er töluverður áhugi en faraldurinn hefur áhrif. Fólk er að skipuleggja sig með löngum fyrirvara og kórónuveirufaraldurinn er búinn að ganga mjög lengi og einhverjir koma ekki þrátt fyrir að hægt sé að halda ráðstefnuna. Það er kannski einhver töf á landamærum og svo hafa einhverjir talið fyrir löngu að ekki væri hægt að treysta því að þetta myndi verða haldið.“

„En það eru töluvert góðar skráningar og ég held að það muni koma okkur á óvart hvað verður góð mæting. Enda er gríðarlega mikilvægt fyrir þessar atvinnugreinar – fiskeldi, þörungarækt eða skelrækt – að koma saman og deila þekkingu sinni og upplifun.“

Halldór segir grundvallaratriði í nýsköpunargeira eins og eldi og rækt að geta skipst á skoðunum og hugmyndum og ekki einungis eftir stífum fundarsköpum. „Það er líka einn mjög mikilvægur dagskrárliður sem heitir að hittast á barnum. Það er mikilvægur liður í öllum ráðstefnum og þar er hægt að ræða létt saman um erindi dagsins og við það verða oft margar hugmyndir til. Maður þekkir það bara eins og úr Sjávarklasanum að fólk hittist á kaffistofunni og ræðir hvað það er að gera og uppgötvar að það gæti átt samleið í einhverju verkefni.“

Ljósmynd/Strandbúnaður

Fer vaxandi

Framtíðarmarkmiðin eru stór og nær ráðstefnan yfir fiskeldi í sjó og landeldi auk skeljaræktar, nytja þörunga og ræktunar. „Okkar metnaður er að þessi ráðstefna verði þekkt og viðurkennd í þessum bransa. Hún er orðin það að einhverju leyti en við viljum að allir í þessari atvinnugrein taki þessa daga frá á hverju ári, að þetta verði eitthvað sem enginn vill missa af, hvort sem menn eru í Noregi, Færeyjum eða annars staðar þar sem verið er að vinna við þetta,“ útskýrir Halldór.

Hann segir dagskrána fjölbreytta og að auðvelt ætti að vera að finna eitthvað við allra hæfi. Það verður meðal annars rætt um menntun, öryggismál, framtíð þörungaræktar, áhrif eldis á byggðaþróun og margt fleira. Fiskeldismálin eru áberandi í dagskránni að þessu sinni og er eðlileg skýring á því, enda fiskeldi fyrirferðarmest í hagkerfinu af eldis- og ræktunargreinunum.

Ráðstefnunni hefur vaxið fiskur um hrygg undanfarin ár og reiknar Halldór með því að vöxturinn haldi áfram á komandi árum þar sem hluthöfum í Strandbúnaði ehf. fari fjölgandi. „Við gerum ráð fyrir að þetta félag okkar eflist verulega á næstu árum.“

Tækifærin mörg

Margt bendir til að ráðstefna af þessum toga muni sanna gildi sitt þegar fram líða stundir og má meðal annars lesa í skýrslu um stöðu og horfur í sjávarútvegi og fiskeldi, sem unnin var að beiðni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að trúlega verði sjókvíaeldi og skyld starfsemi ein af veigamestu atvinnugreinum á Vestfjörðum og Austfjörðum. Jafnframt er búist við að landeldi hafi „alla burði til að verða enn mikilvægari atvinnugrein á Reykjanesi og í Ölfusi og víða á Norðurlandi“.

Töluvert af rannsóknum hefur verið framkvæmt í sambandi við verðmætasköpun og ræktun stórþörunga og er talið að fjölmörg tækifæri séu ónýtt í þeim efnum. „Töluvert er af viltu þangi og þara á Íslandi sem hægt er að nýta. Enn eru mýmörg tækifæri til staðar til að auka verðmæti og vöruúrval afurða og tæknilausna á þessu sviði,“ segir í skýrslunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.1.25 540,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.1.25 660,38 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.1.25 389,94 kr/kg
Ýsa, slægð 19.1.25 324,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.1.25 283,17 kr/kg
Ufsi, slægður 19.1.25 244,63 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 19.1.25 216,49 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.1.25 Fjølnir GK 757 Lína
Þorskur 16.086 kg
Langa 691 kg
Ýsa 509 kg
Samtals 17.286 kg
19.1.25 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Lína
Ýsa 825 kg
Þorskur 68 kg
Steinbítur 65 kg
Hlýri 28 kg
Samtals 986 kg
19.1.25 Erling KE 140 Þorskfisknet
Þorskur 2.072 kg
Samtals 2.072 kg
19.1.25 Vörður ÞH 44 Botnvarpa
Þorskur 46.792 kg
Karfi 30.317 kg
Ufsi 2.740 kg
Ýsa 2.464 kg
Langa 2.228 kg
Blálanga 450 kg
Skarkoli 430 kg
Steinbítur 143 kg
Skötuselur 43 kg
Þykkvalúra 38 kg
Samtals 85.645 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.1.25 540,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.1.25 660,38 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.1.25 389,94 kr/kg
Ýsa, slægð 19.1.25 324,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.1.25 283,17 kr/kg
Ufsi, slægður 19.1.25 244,63 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 19.1.25 216,49 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.1.25 Fjølnir GK 757 Lína
Þorskur 16.086 kg
Langa 691 kg
Ýsa 509 kg
Samtals 17.286 kg
19.1.25 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Lína
Ýsa 825 kg
Þorskur 68 kg
Steinbítur 65 kg
Hlýri 28 kg
Samtals 986 kg
19.1.25 Erling KE 140 Þorskfisknet
Þorskur 2.072 kg
Samtals 2.072 kg
19.1.25 Vörður ÞH 44 Botnvarpa
Þorskur 46.792 kg
Karfi 30.317 kg
Ufsi 2.740 kg
Ýsa 2.464 kg
Langa 2.228 kg
Blálanga 450 kg
Skarkoli 430 kg
Steinbítur 143 kg
Skötuselur 43 kg
Þykkvalúra 38 kg
Samtals 85.645 kg

Skoða allar landanir »