Var talin óæt og sögð hverfa við suðu

Blágóma
Blágóma Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun

Ekki er óalgengt að ýmsar tegundir fáist sem meðafli á miðunum og er blágóma ein þeirra. Fiskurinn, sem er steinbítstegund, þykir ekki endilega fagur en er ágætur matfiskur þótt lítil hefð sé fyrir því að nýta hann hér á landi.

Lengi hentu sjómenn blágómunni þar sem hún var talin óæt. Auk þess hefur því verið haldið fram að fiskurinn hyrfi við suðu, en athugun sem framkvæmd var við Háskólann á Akureyri 2013 sýndi að blágóma rýrnar um 30% við eldun og er ekki ólík hlýra á bragðið.

Blágóman er sögð sérkennileg fyrir þær sakir að hafa breitt enni, stóran haus og frekar lítinn munn sem er aðeins á ská, en í honum eru litlar oddhvassar tennur. Fiskurinn er sótrauður, dökkrauðblár eða blágrænleit á lit, lausholda og kvapmikil.

Með svartfugl í maga

Stærsta blágóma sem veiðst hefur á Íslandsmiðum var 126 sentímetrar og herma sumar heimildir að sést hafi blágóma allt að 180 sentímetrar að lengd, að því er segir á vef Hafrannsóknastofnunar.

Blágómu þrífst í köldum sjó og eru heimakynni hennar Norður-Atlantshaf og í Norður-Íshaf.

Við Íslandsstrendur er fiskurinn allt í kringum landið en algengara er að finna hann í köldum sjó norðvestan-, norðan-, norðaustan- og austanlands en sunnanlands. Blágóman heldur sig á 60 niður á rúmlega 1.200 metra dýpi og oftar uppi í sjó en við botn.

Fæða blágómunnar er slöngustjörnur, skrápdýr, hveljur og fiskar. Jafnframt hafa leifar svartfugls fundist í maga blágómu við Ísland.

Blágóma þótti lengi ekki hentug til manneldis.
Blágóma þótti lengi ekki hentug til manneldis. Ljósmynd/Havstovan

Arnar með mesta afla

Það sem af er ári hefur hefur 73,6 tonnum af blágómu verið landað hér á landi, að því er fram kemur í gögnum Fiskistofu. Sex skip hafa landað yfir tonni og er Arnar HU með mest eða 22,8 tonn. Þá hefur Guðmundur í Nesi RE komið til hafnar með 15,2 tonn, Vigri RE landað 13,5 tonnum, Örfirisey RE landað 12,3 tonnum, Blængur NK 6,8 tonnum og Björgúlfur EA 1,1 tonni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.2.25 600,28 kr/kg
Þorskur, slægður 10.2.25 616,81 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.2.25 418,54 kr/kg
Ýsa, slægð 10.2.25 347,23 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.2.25 226,22 kr/kg
Ufsi, slægður 10.2.25 306,26 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Gullkarfi 10.2.25 398,39 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.2.25 Björn EA 220 Þorskfisknet
Þorskur 4.562 kg
Karfi 98 kg
Samtals 4.660 kg
10.2.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 1.276 kg
Ufsi 465 kg
Ýsa 87 kg
Karfi 26 kg
Samtals 1.854 kg
10.2.25 Akurey AK 10 Botnvarpa
Þorskur 76.336 kg
Karfi 29.952 kg
Ufsi 9.248 kg
Ýsa 7.842 kg
Langa 1.306 kg
Steinbítur 1.192 kg
Keila 82 kg
Blálanga 81 kg
Þykkvalúra 54 kg
Grálúða 11 kg
Skarkoli 8 kg
Samtals 126.112 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.2.25 600,28 kr/kg
Þorskur, slægður 10.2.25 616,81 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.2.25 418,54 kr/kg
Ýsa, slægð 10.2.25 347,23 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.2.25 226,22 kr/kg
Ufsi, slægður 10.2.25 306,26 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Gullkarfi 10.2.25 398,39 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.2.25 Björn EA 220 Þorskfisknet
Þorskur 4.562 kg
Karfi 98 kg
Samtals 4.660 kg
10.2.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 1.276 kg
Ufsi 465 kg
Ýsa 87 kg
Karfi 26 kg
Samtals 1.854 kg
10.2.25 Akurey AK 10 Botnvarpa
Þorskur 76.336 kg
Karfi 29.952 kg
Ufsi 9.248 kg
Ýsa 7.842 kg
Langa 1.306 kg
Steinbítur 1.192 kg
Keila 82 kg
Blálanga 81 kg
Þykkvalúra 54 kg
Grálúða 11 kg
Skarkoli 8 kg
Samtals 126.112 kg

Skoða allar landanir »