Óvæntur snigill frá N-Ameríku í Breiðafirði

Tveir sniglar af tegundinni Melanochlamys diomedea. Ekki er vitað til …
Tveir sniglar af tegundinni Melanochlamys diomedea. Ekki er vitað til þess að tegundin hafi áður sést á Norður-Atlantshafi. Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun

Ný tegund sæsnigils fannst í Breiðafirði. Um er að ræða Melanochlamys diomedea og hefur tegundin yfirleitt verið við vesturströnd Norður-Ameríku, allt frá Alaska til Kalíforníu. Óskar Hafrannsóknastofnun nú eftir því að almenningur láti vita ef eggjasekkir eða dýr sjást.

Sagt er frá uppgötvuninni á vef Hafrannsóknastofnunar, en þar segir að heimildir hafa ekki fundist um fundarstaði í Norður Atlantshafi. Þá er ekki vitað hvernig þessi tegund sæsnigils hefur borist í innanverðan Breiðafjörð né hvort hún finnst víðar við Ísland.

Snigillinn eins og hann lítur út nýkominn úr sandinum.
Snigillinn eins og hann lítur út nýkominn úr sandinum. Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun

Vart við eggjasekki

Svanhildur Egilsdóttir, starfsmaður Hafrannsóknastofnunar, hefur reglulega heimsótt sömu fjöruna við Breiðafjörð þar sem er mikið fuglalíf og hægt er að ganga um leirurnar þegar lágsjávað er.

„Fyrir um tveimur árum tók Svanhildur eftir ílöngum hlaupkenndum eggjasekkjum á leirunum. Eggjasekkirnir eru um 3 cm á lengd og 1 cm á breidd og innan í þeim er þráðlaga eggjaspírall. Eggjasekkirnir festast við undirlagið með þráðum sem liggja ofan í sandinum. Til eru myndir af eggjasekkjunum frá júní 2022 og desember sama ár sem og frá því í sumar,“ segir á vef Hafrannsóknastofnunar.

Eftir að hafa spurst fyrir meðal líffræðinga var ákveðið að safna sýnum og bera undir sérfræðing í flokkunarfræði sjávarhryggleysingja á Hafrannsóknastofnun, Laure de Montety. Benti athugun á eggjasekkjunum til þess að þetta gæti verið eggjasekkir sæsnigils af ættbálkinum Cephalaspidea. „Ein tegund þessa ættbálks, Haminella solitaria, hefur verið að finnast á nýjum stöðum síðastliðin ár. Tegundin fannst fyrst í Evrópu sumarið 2016 við strendur Þýskalands og síðar í Danmörku 2020. Áður var hún þekkt í vestanverðu Atlantshafi og Grænhöfðaeyjum.“

Eggjasekkir sniglanna Melanochlamys diomedea.
Eggjasekkir sniglanna Melanochlamys diomedea. Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun
Tveir sniglar að grafa sig í sandinn.
Tveir sniglar að grafa sig í sandinn. Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun

Upplýst við krufningu

Tekin var ákvörðun um að hefja leit að eiganda eggjanna og var nokkrum sniglum safnað og þeir myndaðir. Fundust sniglar að makast sem og sniglar fastir við eggjasekki.

Fram kemur að þessir sniglar hafa „þróast þannig að mjög viðkvæm skelin er innan í dýrinu, baklægt á afturenda dýrsins. Sniglarnir eru dökkbrúnir að lit að hámarki um 2 cm að lengd, en dragast saman við truflun. Þeir eru fljótir að grafa sig niður í setið og hverfa verði þeir hreyfingar varir.“

Var snigill krufinn á rannsóknastofu og við það kom í ljós að ekki var um tegundina Haminella solitaria að ræða heldur Melanochlamys diomedea. Engar heimildir virðast vera um að þessi snígill hafi áður sést á Norðu-Atlantshafi.

Mynd af sniglinum tekin á rannsóknastofu.
Mynd af sniglinum tekin á rannsóknastofu. Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun
Skeljar sæsnigilsins séð ofan á skelina vinstra megin en undir …
Skeljar sæsnigilsins séð ofan á skelina vinstra megin en undir hana hægra megin. Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.5.24 331,22 kr/kg
Þorskur, slægður 10.5.24 592,46 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.5.24 278,70 kr/kg
Ýsa, slægð 10.5.24 177,67 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.5.24 131,99 kr/kg
Ufsi, slægður 10.5.24 177,98 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 10.5.24 203,55 kr/kg
Litli karfi 8.5.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

11.5.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.576 kg
Steinbítur 905 kg
Ýsa 153 kg
Keila 120 kg
Ufsi 5 kg
Karfi 4 kg
Samtals 2.763 kg
11.5.24 Bibbi Jónsson ÍS 65 Grásleppunet
Grásleppa 2.027 kg
Þorskur 39 kg
Skarkoli 21 kg
Samtals 2.087 kg
11.5.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 4.496 kg
Steinbítur 1.223 kg
Þorskur 250 kg
Ýsa 86 kg
Sandkoli 31 kg
Þykkvalúra 8 kg
Samtals 6.094 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.5.24 331,22 kr/kg
Þorskur, slægður 10.5.24 592,46 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.5.24 278,70 kr/kg
Ýsa, slægð 10.5.24 177,67 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.5.24 131,99 kr/kg
Ufsi, slægður 10.5.24 177,98 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 10.5.24 203,55 kr/kg
Litli karfi 8.5.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

11.5.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.576 kg
Steinbítur 905 kg
Ýsa 153 kg
Keila 120 kg
Ufsi 5 kg
Karfi 4 kg
Samtals 2.763 kg
11.5.24 Bibbi Jónsson ÍS 65 Grásleppunet
Grásleppa 2.027 kg
Þorskur 39 kg
Skarkoli 21 kg
Samtals 2.087 kg
11.5.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 4.496 kg
Steinbítur 1.223 kg
Þorskur 250 kg
Ýsa 86 kg
Sandkoli 31 kg
Þykkvalúra 8 kg
Samtals 6.094 kg

Skoða allar landanir »

Loka