Alltaf nýjar upplýsingar um dýpið

Frá Landeyjarhöfn.
Frá Landeyjarhöfn. mbl.is/RAX

Innsiglingin til Landeyjahafnar er mæld mörgum sinnum á dag með fjölgeisla dýptarmæli sem er um borð í Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi. Þegar siglt er hafa skipstjórarnir ávallt nýjar upplýsingar um dýpi og sömuleiðis starfsmenn Vegagerðarinnar sem geta brugðist við sandburði með því að ræsa út dýpkunarskip.

Þessi sérstaki dýptarmælir var settur í Herjólf við lokaskoðun á síðasta ári. Hann var kominn í fulla virkni í byrjun þessa árs.

Nákvæm mynd af botninum

Gunnar Orri Gröndal, mælingamaður hjá Vegagerðinni, segir að mælirinn sendi frá sér 512 geisla, 10 til 20 sinnum á sekúndu. Þegar geislarnir koma til baka teikna þeir upp nákvæma mynd af botninum undir skipinu og á um 20 metra svæði til hliðar. Mælirinn er alltaf í gangi en upptaka mælingarinnar fer ekki í gang fyrr en skipið nálgast Landeyjahöfn. Í lok dags prentar tölvukerfið út mynd með upplýsingum um meðaldýpt innsiglingarinnar þann daginn og geta skipstjórarnir og starfsmenn Vegagerðarinnar kallað hana upp í tölvum og notað við vinnu sína.

Gunnar Orri segir að á teikningunum sjáist þegar sandskaflar eru að byggjast upp í höfninni og hægt að ákveða hvar og hvenær best er að dýpka til þess að koma í veg fyrir að höfnin verði ófær fyrir Herjólf. Hefur það gerst nokkrum sinnum að sanddæluskip hafi verið ræst út til þess að hreinsa sand og þannig tekist að halda góðu dýpi fyrir skipið.

Fannar Gíslason, forstöðumaður hafnadeildar Vegagerðarinnar, bætir því við að óvissan sem skipstjórar Herjólfs búi við sé mun minni en áður, þeir viti dýpið og geti siglt þegar grynnra er í innsiglingunni en þeir treystu sér til þegar upplýsingarnar voru takmarkaðri.

Áður en metið er hvort dýpkunarskip er ræst út er dýpi mælt á stærra svæði við höfnina, annaðhvort með Lóðsinum úr Vestmannaeyjahöfn eða Geisla, mælingabát Vegagerðarinnar.

Heildarkostnaður við dýptarmælinn á Herjólfi var 37 milljónir kr., samkvæmt upplýsingum Fannars, og er búnaður mælisins ásamt uppsetningu reiknaður með í þeirri fjárhæð.

Óvissa með dælubúnaðinn

Búnaður sem keyptur var fyrir tveimur árum og koma átti fyrir á hafnargörðunum og nota til að dæla sandi af botni hafnarmynnis Landeyjahafnar var aldrei settur upp og liggur ónotaður í geymslum Vegagerðarinnar. Voru kaupin liður í miklum framkvæmdum sem ráðist var í til að lagfæra höfnina.

Herjóldur á útsiglingu frá Vestmannaeyjahöfn.
Herjóldur á útsiglingu frá Vestmannaeyjahöfn. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Fannar segir að ekki hafi verið ákveðið hvort búnaðurinn verði settur upp. Bendir hann á að hann hafi ekki hjálpað neitt við að halda höfninni opinni á þeim tveimur árum sem liðin eru frá því hann var keyptur. Segir hann þó hugsanlegt að þörf verði á honum síðar en telur að gera þurfi meiri rannsóknir áður en ákvörðun verður tekin.

Dælubúnaðurinn kostaði um 56 milljónir kr., það er að segja dælur, spennistöð, stýribúnaður, rafkerfi, flotlagnir og fleira tilheyrandi. Heildarkostnaður við framkvæmdir við höfnina sumarið 2019 var um milljarður.

Nýtingin nálgast 90%

Nýting Herjólfs á Landeyjahöfn hefur stöðugt farið batnandi. Eftir að nýja ferjan var tekin í notkun var hægt að sigla mun oftar en með eldri Herjólfi og með aukinni reynslu og betri upplýsingum skipstjóranna hefur nýtingin enn batnað. Fyrirséð er að þessi þróun haldi áfram í vetur, að mati Vegagerðarinnar, og að nýtingin verði komin nálægt því hlutfalli sem miðað var við þegar höfnin var gerð.

Gamli Herjólfur gat notað Landeyjahöfn í 51% tilvika og sigldi 39% daganna til Þorlákshafnar. Eftir að nýja ferjan var tekin í gagnið jókst nýtingin í Landeyjum upp í 73% og síðasta vetur var nýtingin 80,6%. Í 3% tilvika var hægt að sigla hálfan daginn í Landeyjahöfn og 6% daganna var siglt bæði til Landeyja og Þorlákshafnar. Ef taldir eru með þeir dagar sem eitthvað var hægt að sigla í Landeyjahöfn reiknast hlutfallið tæp 90%.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 5.11.24 539,30 kr/kg
Þorskur, slægður 5.11.24 584,83 kr/kg
Ýsa, óslægð 5.11.24 312,80 kr/kg
Ýsa, slægð 5.11.24 309,75 kr/kg
Ufsi, óslægður 5.11.24 259,80 kr/kg
Ufsi, slægður 5.11.24 307,39 kr/kg
Djúpkarfi 17.10.24 124,11 kr/kg
Gullkarfi 5.11.24 326,21 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.11.24 277,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

5.11.24 Óli Á Stað GK 99 Línutrekt
Þorskur 71 kg
Langa 48 kg
Hlýri 27 kg
Steinbítur 22 kg
Ýsa 21 kg
Keila 6 kg
Karfi 3 kg
Samtals 198 kg
5.11.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 2.564 kg
Ýsa 503 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 3.069 kg
5.11.24 Gunnar Bjarnason SH 122 Dragnót
Ýsa 489 kg
Skrápflúra 131 kg
Þorskur 65 kg
Skarkoli 9 kg
Karfi 8 kg
Þykkvalúra 5 kg
Hlýri 3 kg
Steinbítur 1 kg
Samtals 711 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 5.11.24 539,30 kr/kg
Þorskur, slægður 5.11.24 584,83 kr/kg
Ýsa, óslægð 5.11.24 312,80 kr/kg
Ýsa, slægð 5.11.24 309,75 kr/kg
Ufsi, óslægður 5.11.24 259,80 kr/kg
Ufsi, slægður 5.11.24 307,39 kr/kg
Djúpkarfi 17.10.24 124,11 kr/kg
Gullkarfi 5.11.24 326,21 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.11.24 277,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

5.11.24 Óli Á Stað GK 99 Línutrekt
Þorskur 71 kg
Langa 48 kg
Hlýri 27 kg
Steinbítur 22 kg
Ýsa 21 kg
Keila 6 kg
Karfi 3 kg
Samtals 198 kg
5.11.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 2.564 kg
Ýsa 503 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 3.069 kg
5.11.24 Gunnar Bjarnason SH 122 Dragnót
Ýsa 489 kg
Skrápflúra 131 kg
Þorskur 65 kg
Skarkoli 9 kg
Karfi 8 kg
Þykkvalúra 5 kg
Hlýri 3 kg
Steinbítur 1 kg
Samtals 711 kg

Skoða allar landanir »