Áhersla á bann við karfaveiðum á Reykjaneshrygg

ÍSlensk yfirvöld hafa lagt áherslu á að stöðva karfaveiðar á …
ÍSlensk yfirvöld hafa lagt áherslu á að stöðva karfaveiðar á Reykjaneshrygg. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Fulltrúar íslenskra yfirvalda lögðu áherslu á að stöðva veiðar á karfa á Reykjaneshrygg á ársfundi Norðuraustur-Atlantshafsfiskveiðiráðsins (NEAFC) sem fram fór dagana 9. til 12. nóvember. Ástæðan er ráðgjöf frá Alþjóðahafrannsóknaráðinu (ICES) um að engar veiðar skyldu stundaðar sökum alvarlegs ástands stofnanna.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins.

„Á ársfundinum 2020 náðist í fyrsta sinn að fá samþykkt veiðibann, en Rússar mótmæltu því og settu sér einhliða kvóta en Rússar viðurkenna ekki mat ICES á stöðu þessara karfastofna. ESB studdi ekki veiðibann á fundinum 2020 en mótmælti ekki niðurstöðunni og studdu nú áframhald veiðibannsins. Viðræður við Rússa um þetta mál munu halda áfram og var m.a. samþykkt á fundi NEAFC nú að óska eftir því að ICES skoði sérstaklega þau gögn sem Rússar byggja andstöðu sína á, í þeim tilgangi að komast nær sameiginlegri sýn á málefni karfa á Reykjaneshrygg,“ segir í tilkynningunni.

Lokað á uppsjávarveiðar annarra

Eins og fram hefur komið á 200 mílum tókst ekki á fundi strandríkja í london að komast að samkomulagi um skiptingu makríls, kolmunna og norsk-íslenskri síld. Af þessum ástæðum var ekki samþykkt annað á ársfundinum en að „ríkin skyldu setja sér takmarkanir og öðrum en aðildarríkjum væri óheimilt að veiða á stjórnunarsvæði NEAFC. Auk þessa voru samþykktar stjórnunarráðstafanir fyrir úthafið varðandi ýsu á Rockall banka, karfa í Síldarsmugunni og nokkra aðra fiskistofna.“

Þá var samþykkt að efla eftirlit á úthafinu og tillögur um að efla einnig upplýsingagjöf varðandi veiðar.

Jafnframt var samþykkt yfirlit yfir hvernig NEAFC hefur brugðist við því í sem beint er til svæðisbundinna fiskveiðistjórnunarstofnana í ályktunum Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Vakin er í tilkynningunni athygli á því að NEAFC er fyrsta stofnunin af þessum toga sem gerir slíka úttekt.

„NEAFC er leiðandi á heimsvísu í vernd viðkvæmra botnvistkerfa, svo sem kórala og svampa, og í stjórn veiða á djúpsjávartegundum. Á fundinum var m.a. ákveðið að framkvæma árið 2022 heildarendurskoðun á þeim svæðum sem lokuð eru til að vernda viðkvæm botnvistkerfi. Var samþykkt að biðja ICES um sérstaka ráðgjöf í þessu sambandi svo svæðalokanirnar byggi á bestu mögulegu vísindaráðgjöf,“ segir í tilkynningu stjórnarráðsins.

Bergmálsmælingar Hafrannsóknastofnunar.
Bergmálsmælingar Hafrannsóknastofnunar. Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun/Eygló Ólafsdóttir

Fyrsta konan

Á síðasta ársfundi NEAFC var Janet Nørregaard frá Færeyjum kjörinn forseti og stjórnaði hún því sínum fyrsta ársfundi í fyrsta sinn. Er hún fyrsta konan sem stýrir ársfundi NEAFC. 

NEAFC fer með stjórn fiskveiða utan lögsagna ríkja á Norðaustur-Atlantshafi. Aðilar að ráðinu eru Bretar, Danmörk (varðandi Færeyjar og Grænland), Evrópusambandið, Ísland, Noregur og Rússland. Stefán Ásmundsson, skrifstofustjóri í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, fór fyrir íslensku sendinefndinni á fundinum. Í sendinefndinni voru, auk fulltrúa atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, fulltrúar utanríkisráðuneytisins, Fiskistofu, Hafrannsóknastofnunar, Landhelgisgæslunnar og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.1.25 540,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.1.25 660,38 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.1.25 389,94 kr/kg
Ýsa, slægð 19.1.25 324,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.1.25 283,17 kr/kg
Ufsi, slægður 19.1.25 244,63 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 19.1.25 216,49 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.064 kg
Þorskur 298 kg
Steinbítur 47 kg
Keila 17 kg
Hlýri 15 kg
Samtals 1.441 kg
17.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 8.767 kg
Ýsa 5.091 kg
Steinbítur 294 kg
Langa 219 kg
Keila 78 kg
Karfi 20 kg
Samtals 14.469 kg
17.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 10.232 kg
Ýsa 1.981 kg
Langa 354 kg
Karfi 37 kg
Steinbítur 26 kg
Samtals 12.630 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.1.25 540,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.1.25 660,38 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.1.25 389,94 kr/kg
Ýsa, slægð 19.1.25 324,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.1.25 283,17 kr/kg
Ufsi, slægður 19.1.25 244,63 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 19.1.25 216,49 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.064 kg
Þorskur 298 kg
Steinbítur 47 kg
Keila 17 kg
Hlýri 15 kg
Samtals 1.441 kg
17.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 8.767 kg
Ýsa 5.091 kg
Steinbítur 294 kg
Langa 219 kg
Keila 78 kg
Karfi 20 kg
Samtals 14.469 kg
17.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 10.232 kg
Ýsa 1.981 kg
Langa 354 kg
Karfi 37 kg
Steinbítur 26 kg
Samtals 12.630 kg

Skoða allar landanir »